Samfélagsmiðlar

Fyrir þá sem vilja vera í góðu „flugformi“

fittofly

Það tekur á skrokkinn að fljúga á milli landa en það má gera líkama og sál ferðalagið þægilegra eins og finna má mörg dæmi um á nýrri íslenskri heimasíðu. Það tekur á skrokkinn að fljúga á milli landa en það má gera líkama og sál ferðalagið þægilegra eins og finna má mörg dæmi um á nýrri íslenskri heimasíðu.
Í byrjun sumars fór í loftið vefurinn Fit to fly þar sem áhersla er lögð á greinar og upplýsingar um hvernig hægt er að láta sér líða sem best í háloftunum. Það er Geirþrúður Alfreðsdóttir sem heldur vefnum úti en hún er jafnframt flugstjóri. ,,Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á heilsu og líkamsrækt og í flugi er sérstaklega mikilvægt að huga að þessum þáttum” útskýrir Geirþrúður um ástæðu þess að hún opnaði vefinn. ,,Ég er íþróttakennari að mennt, kenndi líkamsrækt í mörg ár og hefur heilsa og heilsutengd málefni því verið mér hugleikin alla tíð. Það er löngu vitað um margvísleg áhrif flugs á þá sem við það starfa sem og farþega og fannst mér einfaldlega vera kominn tími til að taka saman á einn stað upplýsingar fyrir fólk til að leita ráða jafnt sem lausna fyrir hin ýmsu heilsufarsmál tengd flugi.” 
Túristi leitaði svara hjá Geirþrúði við nokkrum spurningum um lífið í háloftunum.

Af hverju reynir flugið svona á farþega?
Ég tel að flugferð reyni svona mikið á farþega af mörgum ástæðum, þar kemur til t.d. stress og ytri aðstæður sem farþegar eru ekki vanir.
Það er til dæmis erilsamt að fara í innritun og öryggisskoðun og einnig eru margir stressaðir vegna flughræðslu. Að auki koma til ytri þættir sem hafa áhrif á líkamann. Um borð í flugvélum er loftþrýstingur svipaður og í 1.500 til 2.500 metra hæð og þar með er loftið þynnra en á jörðunni við sjávarmál. Það getur valdið bólgu eða bjúgmyndum hjá sumum farþegum og aukinni þreytu. Rakastig um borð er einnig lágt og löngum flugum fylgja langar setur, jafnvel vökur og svefnleysi sem er erfitt fyrir flesta farþega. Hávaðinn í farþegarýminu er líka meiri hávaði en fólk er vant og það getur valdið sem getur valdið óþægindum.

Mælir þú með að fólk sneiði hjá áfengi og kaffi þegar það flýgur?
Eins og fram kemur í mörgum greinum á vefnum þá mæla sérfræðingar með því að farþegar reyni að halda kaffi- og áfengisdrykkju í lágmarki, m.a. vegna þess að það eykur vökvalosun, sem er ekki gott í þurra loftinu um borð. 

Eru til viðmið um hversu mikið vatn farþegar eigi að drekka að vatni?
Ég hef ekki séð neinar tölur frá læknum eða næringafræðingum um vatnsmagn sem nauðsynlegt er að drekka á hverri klukkustund, en Eiríkur Örn sálfræðingur leggur til u.þ.b. 33 cl fyrir hverja flugstund eða sem svarar þriðjungi úr lítra (sjá nánar hér).

Hvernig mælirðu með að fólk sé klætt þegar það fer í flug?
Ég mæli með því að fólk sé klætt í þægileg föt sem þrengja ekki að því.

Sjá meira á Fit to fly

Nýtt efni

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …