Íslendingar og aðrar þjóðir hafa lagt leið sína oftar til Mallorca í ár miðað við árin á undan. Stjórnvöld íhuga því sérstakan skatt til að dreifa gestunum yfir árið. Íslendingar og aðrar þjóðir hafa lagt leið sína oftar til Mallorca í ár miðað við árin á undan. Stjórnvöld íhuga því sérstakan skatt til að dreifa gestunum yfir árið.
Í allt sumar hafa tvær þotur á viku flogið frá Keflavíkurflugvelli til Mallorca. Svo mikið úrval af ferðum héðan til sólareyjunnar vinsælu hefur ekki verið á boðstólum um langt skeið. Og það eru fleiri en Íslendingar sem hafa fjölgað ferðum sínum til Mallorca því júlí síðastliðnum heimsóttu 1,7 milljónir ferðamanna eyjuna sem er fimmtungs aukning frá því fyrir fimm árum síðan. Ráðamenn í höfuðstaðnum Palma íhuga nú að leggja á sérstakan umhverfisskatt á alla gesti eyjunnar yfir hásumarið í tilraun til að dreifa túristum yfir lengra tímabil. Er rætt um að gjaldið nemi, sem samsvarar, á bilinu 150 til 300 krónur á dag samkvæmt frétt Jótlandspóstsins.
Ferðaþjónustan andsnúin
Álíka hugmyndir voru víst uppi skömmu eftir aldarmót en þær urðu ekki að veruleika og þessar nýju hugmyndir um skattheimtu hafa fallið í grýttan jarðveg meðal forsvarsmanna ferðaþjónustunnar á Mallorca. Danskir ferðafrömuðir telja að þó upphæðirinar sem um ræðir séu ekki háar þá séu hins vegar líkur á að margir myndu heldur velja sólarferð til Grikklands og Tyrklands heldur en Mallorca ef af þessu verður. Þeir benda líka á að Mallorca sé nú þegar dýr áfangastaður og megi ekki við verðhækkunum.