Samfélagsmiðlar

Haninn í Helsinki

Nýr matsölustaður þá sem vilja setjast niður með heimamönnum í höfuðborg Finnlands frá morgni og fram á nótt.

thecock helsinki

The Cock er ekki fyrsti veitingastaðurinn til að vera til húsa við Fabianinkatu 17, rétt við höfnina, í miðborg Helsinki. Af vinsældunum að dæma þá er hins vegar bið í að plássið losni á ný því The Cock hefur fengið fljúgandi start frá því hann opnaði í byrjun árs. Túristi heimsótti staðinn nýverið og ræddi við Ville Relander, annan af eigandum staðarins, um The Cock og veitingahúsalífið í höfuðborginni.

„Finnar eru ekki eins duglegir að sækja veitingahús og Skandinavar eru almennt. Við viljum hins vegar endilega fá fólk til að fara oftar út að borða og þá skiptir sköpum að gestirnir fái mikið fyrir peninginn. Við leggjum okkur því fram um að halda verðinu niðri en til að geta það þá verður staðurinn að vera vinsæll og matseðillinn má ekki vera flókinn. Við viljum líka búa til einfalt og huggulegt umhverfi. Fólk heldur að við höfum innréttað staðinn fyrir háar upphæðir en svo er ekki. Fólk sækir frekar í góða stemningu en dýrar innréttingar.”

Græða ekkert á morgunmatnum

The Cock opnar snemma dags og þar er boðið upp á mat frá morgni til kvölds og kokteila fram yfir miðnætti. Ennþá er langmest að gera á staðnum á kvöldin en Relander segist sjálfur vera mest hrifinn af morgnunum. „Kvöldin eru vinsælust en ég kann vel við morgunmatinn. Þá er líka rólegri stemning inni á staðnum. Morgunmaturinn er hins vegar meira eins og áhugamál hjá okkur því við græðum ekkert á honum en við viljum að húsið sé opið allan daginn þegar fólk vill koma inn og borða.”

Fjörugt veitingahúsalíf í Helsinki

The Cock er ekki eina nýjungin í flóru matsölustaða í finnska höfuðstaðnum. Þar líkt og annars staðar loka staðir og opna á víxl en Salender segir Finna forvitna og tilbúna til að gefa nýjum stöðum tækifæri. „Helsinkibúar eru líka aðeins duglegiri að fara út nú en áður og markaðurinn er því stærri og býður upp á marga möguleika. Lengi vel voru veitingastaðirnar frekar íhaldsamir en nú getum við leyft okkur meira.”

Köben og Stokkhólmur orðnar of dýrar

Verðlagið í Helsinki er aðeins lægra en í stærstu skandinavísku borgunum og Relander segist finna fyrir því þegar hann heimsækir nágrannalöndin. „Ég elska Kaupmannahöfn og Stokkhólm en þær borgir eru orðnar svo dýrar að þær eru ekki eins skemmtilegar lengur. Í Helsinki geturðu ennþá notið lífsins fyrir mun minna en í þessum borgum.”
The Cock er opinn alla daga virka daga frá kl. 7:30 en opnar í hádeginu á laugardögum.
Finnair og Icelandair býður upp á flug til Helsinki allt árið um kring.
TENGDAR GREINAR: VEGVÍSIR FYRIR HELSINKI

 

Nýtt efni

Ein leiðin til að sjá eigin augum hversu umsvifamikil atvinnugrein ferðaþjónustan er í landinu er að fara í morgunferð austur á Þingvelli, njóta þess að vera þar nánast einn dálitla stund og hlusta á fuglana syngja, fylgjast síðan með bílaflóðinu inn á stæðin við gestastofuna á Hakinu þegar klukkan fer að ganga tíu. Þá sér …

Norska flugfélagið Norwegian gerði upp annan ársfjórðung í gær en hlutabréf í félaginu féllu um 16 prósent í síðustu viku þegar afkomuspá ársins var lækkuð. Fjárfestar tóku þó uppgjör gærdagsins vel því bréfin hækkuðu um fimm af hundraði. Niðurstaðan hljóðaði upp á 477 milljónir norskra króna í hagnað fyrir skatt eða 6,1 milljarð íslenskra kr. …

Play mun fækka flugferðunum sínum til Norður-Ameríku um fjórðung í vetur í samanburði við þann síðasta líkt og FF7 greindi frá. Til viðbótar hefur félagið gert breytingar á flugáætlun sinni til Evrópu. Í sumum tilfellum fjölgar ferðunum en þeim fækkar í öðrum. Þannig gerir áætlunin fyrir september ráð fyrir tíu prósent færri ferðum en í …

Play er með fjóra áfangastaði Bandaríkjunum og einn í Kanada og býður félagið nú upp á daglegar ferðir til þeirra allra nærri allt árið um kring. Yfir vetrarmánuðina hefur Play þó dregið úr framboði en næsta vetur verður niðurskurðurinn meiri en áður. Næstkomandi nóvember er aðeins reiknað með 99 brottförum frá Keflavíkurflugvelli til Bandaríkjanna og …

Nú í vikunni hafa mælingar í Noregi og Bandaríkjunum sýnt að verðlag í þessum tveimur löndum hjaðnar hraðar en greinendur höfðu reiknað með. Það sama er upp á teningnum í Svíþjóð en í morgun birti hagstofan þar í landi nýjar verðlagsmælingar sem sýna að verðbólga sl. 12 mánuði mælist nú 2,6 prósent. Ef vaxtakostnaður er …

Gengi hlutabréf í Icelandair hefur nú fallið um 61 prósent síðustu 12 mánuði og kostar hver hlutur í dag 86 aura. Í hlutafjárútboðinu sem efnt var til í september 2020, til að koma flugfélaginu í gegnum heimsfaraldurinn, var hluturinn seldur á 1 krónu. Stuttu eftir útboðið fór gengið eins langt niður og það er í …

Á fyrri helmingi ársins komu aðeins færri Bandaríkjamenn til Íslands en á sama tíma í fyrra þrátt fyrir tíðari flugferðir. Há verðbólga vestanhafs er væntanlega ein af skýringunum á þessum samdrætti enda hafa skuldsettir Bandaríkjamenn nú minna á milli handanna. Nú gæti hagur þess hóps vænkast því verðlag í Bandaríkjunum lækkaði meira í síðasta mánuði …

Vestanhafs er hefur ekkert flugfélag verið rekið með meiri hagnaði en Delta síðustu ár. Á nýafstöðnum öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, voru tekjur félagsins hærri en nokkru sinni áður á þessum hluta árs en aftur á móti var kostnaðurinn líka hærri. Þar með lækkaði hagnaðurinn um 30 prósent á milli ára samkvæmt uppgjöri sem flugfélagið …