Samfélagsmiðlar

Farmiðakaup út úr ráðuneytunum

kef innritun

Brátt verður leitað tilboða í kaup Stjórnarráðsins á farseðlum. Í framhaldinu verða gerðar miklar breytingar á því hvernig flugmiðar starfsmanna ráðuneytanna eru bókaðir. Brátt verður leitað tilboða í kaup Stjórnarráðsins á farseðlum og í framhaldinu verða gerðar umtalsverðar breytingar á því hvernig flugmiðar starfsmanna ráðuneytanna eru bókaðir.
Síðar í þessum mánuði er áformað að kynna útboð á farmiðakaupum Stjórnarráðsins en undir það heyra öll ráðuneytin. Þetta verður í fyrsta skipti síðan í ársbyjun 2011 sem hið opinbera býður út kaup sín á flugsætum en þá skiluðu Icelandair og Iceland Express inn tilboðum og var samið við bæði félög. Ári síðar komst kærunefnd útboðsmála að þeirri niðurstöðu að verulega miklu hefði munað á kjörum félaganna tveggja og að ekki hefði átt að taka tilboði Icelandair. Iceland Express hætti hins vegar starfsemi nokkrum mánuðum eftir úrskurð kærunefndar.

Þjálfa starfsmann í flugbókunum

Síðustu misseri hafa forsvarsmenn WOW air og Félags atvinnurekenda þrýst á um nýtt úboð og í fyrra úrskurðaði kærunefnd útboðsmála að farmiðakaup ríkisins væru það umfangsmikil að leita skyldi tilboða í þau á ný. Í framhaldinu hefur verið unnið að nýju útboði en aðeins á flugsætum fyrir starfsmenn ráðuneytanna og verður það kynnt síðar í þessum mánuði. Samkvæmt svari frá fjármálaráðuneytinu, við fyrirspurn Túrista, þá verður innleitt nýtt verklag í kjölfar útboðsins og munu þá öll farmiðakaup færast frá ráðuneytunum sjálfum yfir í rekstrarfélag Stjórnarráðsins þar sem þjálfaður verður upp starfsmaður í bókun farseðla. Sá mun vinna eftir samræmdu verklagi sem miðar að því að ná sem mestri hagkvæmni út úr þessum þætti starfseminnar. Í dag sér hvert ráðuneyti um sín farmiðainnkaup og er verkið þá á borði starfsmanna þar innhúss en pantanir eru gerðar á grundvelli ferðabeiðna sem eru háðar samþykki yfirmanna.

Ríkisstofnanir í næstu umferð

Með því að færa bókanir út úr ráðuneytunum má segja að meiri fjarlægð skapist milli þess sem ferðast og þeirra sem bóka farmiðana. Það er líka útlit fyrir að hægt verði að velja úr farmiðum með fleiri félögum en áður því líkt og Túristi greindi frá þá er töluverður áhugi á útboðinu meðal forsvarsmanna nokkurra þeirra erlendu flugfélaga sem hingað fljúga allt árið um kring. Það er því ekki öruggt að íslensku flugfélögin verði ein um hituna líkt og í útboðinu fyrir fimm árum síðan.
Í kjölfar útboðsins á farmiðakaupum stjórnarráðsins er ætlunin að unnið verði að sambærilegri útfærslu fyrir stofnanir ríkisins samkvæmt því sem segir í tilkynningu fjármálaráðuneytisins frá því í janúar.

Nýtt efni

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …