Samfélagsmiðlar

Ferðamannaspá langt frá raunveruleikanum

Það hafa líklega fáir eða engir séð fyrir að ferðamönnum hér á landi myndi fjölga um tugi prósenta á milli ára og sérfræðingar Boston Consulting Group eru í þeim hópi.
Það hafa líklega fáir eða engir séð fyrir að ferðamönnum hér á landi myndi fjölga um tugi prósenta á milli ára og sérfræðingar Boston Consulting Group eru í þeim hópi. Þeir eru hins vegar ennþá sannfærðir um kosti náttúrupassans.
„Við áætlum að erlendum gestum fjölgi úr 670 þúsund árið 2012 upp í u.þ.b. 1,2 milljónir árið 2023 miðað við óbreytta stefnu. Ef Ísland nær hins vegar að laða til sín þann markhóp sem líst er í þessari skýrslu og vinnur samkvæmt ráðleggingum okkar þá teljum við að fjöldinn verði um 1,5 milljónir eftir tíu ár.” Svo segir í skýrslu Boston Consulting Group sem kom út í september 2013 en þessi spá um fjölda ferðamanna hefur reynst fjarri raunveruleikanum. Í fyrra var skekkjan til að mynda 28 prósent og í ár stefnir í að erlendir ferðamenn verði álíka margir og skýrsluhöfundar töldu að þeir yrðu í fyrsta lagi árið 2023 eins og sjá má á línuritinu hér fyrir neðan.

Mikil aukning á flugi

„Það er greinilegt að frá árinu 2012 hafa tölurnar hækkað umtalsvert. Það kemur ekki á óvart þegar litið er til aukningar í flugi, m.a. vegna lækkunar olíuverðs”, segir Alastair Flanagan, framkvæmdastjóri Boston Consulting Group og einn af höfundum skýrslunnar, aðspurður um þessar miklu skekkjur. Í svari sínu til Túrista bendir Flanagen einnig á að framboð og verð á flugi, samsetning flugleiða og efnahagsástand í heiminum hafi áhrif á ferðamannafjöldann. Hann segir jafnframt að hann álíti að tölurnar í skýrslunni hafi verið settar fram sem möguleg staða frekar en spá. Þess ber því að geta að í skýrslunni, sem er á ensku, eru tölurnar yfir fjölda ferðamanna kynntar með orðunum „estimate” og „projection” sem þýðir áætlun eða spá skv. íslenskri orðabók.

Óhóflegur vöxtur getur spilt fyrir

Það voru Isavia, Bláa Lónið, Icelandair Group og Höldur höfðu frumkvæði að vinnu Boston Consulting Group og rituðu þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og Ragnheiður Elín Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, formála skýrslunnar og fluttu erindi þegar hún var kynnt. Í skýrslunni er m.a. mælt með innleiðingu náttúrupassa og í kjölfarið lagði Ragnheiður Elín, ráðherra ferðamála, fram frumvarp um þess háttar gjaldtöku. Það frumvarp fékk hins vegar ekki brautargengi en Alastair Flanagen er þó enn sannfærður um kosti náttúrupassans. „Að okkar mati verður Ísland að finna jafnvægi á milli magns og virði gestanna. Aðdráttarafl landsins byggist á náttúrufegurðinni og hversu einangraðir ferðamannastaðirnir eru. Óhóflegur vöxtur gæti spilt þessari sérstöðu. Með þetta í huga mæltum við með náttúrupassanum og skoðun okkar hefur ekki breyst.”
SMÁAUGLÝSINGAR FERÐAÞJÓNUSTUNNAR: Húsnæði við Keflavíkurflugvöll til leigu

Nýtt efni

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …

Í marsmánuði fór fjöldi erlendra ferðamanna í Japan í fyrsta skipti yfir 3 milljónir, samkvæmt tölum sem birtar voru í síðustu viku. Um 2,7 milljónir komu í febrúar. Auðvitað nýtur japönsk ferðaþjónusta nú uppsafnaðrar löngunar erlendra ferðamanna á að heimsækja loks Japan eftir langvarandi lokun og ferðahindranir í tengslum við Covid-19 en það er ekki …

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands var heiðraður á ársfundi Meet in Reykjavik í gær. Hann leiddi til sigurs umsókn Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS)“ til Reykjavíkur í júlí 2027. Gert er ráð fyrir að 2.500 erlendir vísindamenn og fagfólk á sviði fjarkönnunar frá öllum heimshornum sæki ráðstefnuna …

United Airlines tilkynntu í gær um betri afkomu en vænst var á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur í framhaldi af því að tapið á fyrsta fjórðungi var minna en óttast hafði verið. Megin ástæða þess að vel gengur er einfaldlega mikill áhugi á ferðalögum. Hlutabréf í United hækkuðu strax í fyrstu viðskiptum eftir að tilkynnt var …

Japanskir bílaframleiðandur hafa dregist aftur úr nýrri fyrirtækjum á borð við bandaríska Tesla og kínverska BYD í þróun rafbílasmíði. En menn velta því fyrir sér hvort japanskir framleiðendur á borð við Toyota og Nissan verði ekki fljótir að vinna upp það forskot - og jafnvel ná forystu - með þróun nýrrar gerðar rafhlaðna, sem vonir …

„Viltu nýjan bíl? Ef svarið er já, þá þurfum við að finna pening til að kaupa bílinn. Við getum aflað hans með sjávarútvegi en sú grein er takmörkuð og margir vilja setja skorður á fiskeldi. Til að auka framleiðslu á málmum þarf meiri raforku. Þá er það ferðaþjónustan sem er eftir og því þarf að …

Yfir veturinn eru Bretar fjölmennastir í hópi ferðamanna hér á landi en fyrstu þrjá mánuði þessa árs innrituðu 109 þúsund breskir farþegar sig í flug frá Keflavíkurflugvelli. Fjöldinn stóð í stað frá sama tíma í fyrra en hins vegar fjölgaði brottförum útlendinga um tíund þessa þrjá mánuði. Efnahagsástandið í Bretlandi kann að skýra að það …

Því var fagnað í gær að undirrituð hefði verið viljayfirlýsingu um að Íslandshótel og fjárfestar tengdir Skógarböðunum ætluðu að byggja og reka fjögurra stjörnu hótel við Skógarböðin í Eyjafirði gegnt Akureyri. Á væntanlegu baðhóteli verða 120 herbergi. Sjallinn - MYND: Facebook-síða Sjallans Íslandshótel hafa líka haft áform um að reisa hótel í miðbæ Akureyrar, þar …