Samfélagsmiðlar

Til Chicago eftir 28 ára fjarveru

Icelandair chicago a

Í dag hefur Icelandair á ný flug til þriðju fjölmennustu borgar Bandaríkjanna.
Umsvif Icelandair vestanhafs hafa aukist jafnt og þétt frá hruni og fjölgar bandarískum áfangastöðum félagsins ár frá ári. Þeir eru nú orðnir ellefu talsins og er Chicago í Illinois fylki nýjasta viðbótin. Þangað fer félagið í sína fyrstu ferð í nærri þrjá áratugi síðar í dag. Borgin var hluti að leiðakerfi Icelandair á níunda áratugnum en fluginu var hætt haustið 1988. Sú breyting var hluti af niðurskurði hjá félaginu og var þá ákveðið var að leggja megináherslu á flug til Evrópu samkvæmt frétt Morgunblaðsins frá því í júlí 1988.
Áætlunarflug til bandarísku borganna Boston og Baltimore lagðist af á sama tíma en Icelandair snéri aftur til þessara tveggja flugvalla síðar. Fyrst í dag tekur félagið hins vegar upp þráðinn í Chicago en flugvöllur borgarinnar, O´Hare, er þriðja stærsta flughöfn Bandaríkjanna á eftir Hartsfield-Jackson í Atlanda og flugvellinum í Los Angeles.

Bættu við 9 þúsund sætum

Upphaflega stóð til að nýta Boeing 757 farþegaþotur í flug Icelandair til Chicago en í þeim vélum eru sæti fyrir 183 farþega. Viðtökurnar við þessu nýja áætlunarflugi hafa hins vegar verið það góðar að félagið mun í staðinn notast við breiðþotur í flugið yfir sumarmánuðina en þær taka 262 farþega. Með þessum breytingum getur Icelandair flutt níu þúsund fleiri farþega til og frá Chicago næsta sumar.

Taka slaginn við SAS

Iceland Express flaug vikulega til Chicago sumarið 2011 en annars hefur SAS, stærsta flugfélag Norðurlanda, setið nær eitt að reglulegu flugi milli Norðurlanda og Chicago ef frá er talið sumarflug Finnair frá Helsinki. Á þessu verður hins vegar breyting í dag með áætlunarferðum Icelandair sem verða í boði fjórum sinnum í viku allt árið um kring. Það vakti hins vegar athygli að stuttu eftir að Icelandair hóf sölu á flugmiðum til Chicago þá tilkynntu forsvarsmenn SAS að félagið myndi hefja daglegt áætlunarflug til Íslands frá Kaupmannahöfn og til Boston. Sú borg hefur verið helsta vígi Icelandair vestanhafs síðustu ár og innan fluggeirans litu margir svo á að þessi ákvörðun SAS væri viðbrögð við flugi Icelandair til Chicago. Simon Pauck Hansen, einn lykilstjórnenda SAS, sagði hins vegar í viðtali við Túrista að Chicagoflug Icelandair hefði ekkert haft með ákvörðun SAS að gera. „Chicago er stórborg og staðsetning hennar hentar flugflota Icelandair vel. Það var algjör tilviljun að við kynntum flugið til Boston og Keflavíkurflugvallar á sama degi en ég get skilið að sumir sjái þetta með öðrum hætti.”

Nýtt efni

Vorið 2021, stuttu áður en Play fór í loftið í fyrsta sinn, efndi félagið til hlutafjárútboðs þar sem söfnuðust 10 milljarðar króna. Í kjölfarið voru bréfin skráð á First North Growth í Kauphöllinni en um þann markað gilda ekki eins strangar reglur og Aðalmarkað Nasdaq. Í tengslum síðustu hlutafjáraukningu, sem lauk í apríl síðastliðnum, var …

Viðkiptastríð vesturveldanna og Kína heldur áfram að þyngjast því fyrr í dag gaf Evrópusambandið út að 38,1 prósent innflutningstollar yrðu lagðir á kínverska rafbíla frá og með næsta mánuði. Sú hækkun bætist við þann 10 prósent toll sem í dag ríkir á innflutning rafbíla frá Kína til aðildarríkja ESB. Þessi viðbótartollur hefur verið yfirvofandi síðustu …

Það var í júní 2014 sem breska lággjaldaflugfélagið Flybe, sem nú er gjaldþrota, hóf áætlunarflug til Íslands frá Birmingham. Flugleiðin stóð ekki undir væntingum stjórnenda Flyby og var lögð niður eftir níu mánuði. Þá tók Icelandair við keflinu og hélt úti tíðum ferðum milli Íslands og þessarar næstfjölmennustu borgar Bretlands fram í ársbyrjun 2018. Síðan …

Í Bandaríkjunum eru lestarsamgöngur ekki eins góðar og í Evrópu og þurfa þeir sem ætla að sækja komandi landsfundi Demókrata og Repúblikana annað hvort að keyra eða fljúga á fundarstað. Af þeim sökum hefur bandaríska flugfélagið United Airlines bætt við 118 flugferðum til og frá Chicago í ágúst í tilefni af landsfundi Demókrata. Repúblikanar hittast …

Gistináttagjald upp á 400 krónur (2,7 evrur) verður lagt á í Færeyjum frá og með október á næsta ári. Um leið verða allir þeir sem koma til eyjanna með skemmtiferðaskipum að greiða 1.300 króna gjald (9 evrur). Allar tekjur af þessari nýju gjaldtöku renna í sérstakan náttúruverndarsjóð að því segir í tilkynningu. Sá sjóður verður …

Talning á brottfararfarþegum á Keflavíkurflugvelli gefur vísbendingu um að erlendum ferðamönnum hér á landi hafi fækkað um tvö prósent í nýliðnum maí í samanburði við sama tíma í fyrra. Þróunin var hins vegar mjög ólík á milli þjóðerna. Þannig jókst straumurinn hingað frá Kanada umtalsvert á milli ára á meðan ferðamönnum frá Ísrael og Rússlandi …

Það seldust 1.259 nýir Tesla bílar á Íslandi árið 2022 og í fyrra voru þeir nærri þrefalt fleiri eða 3.471. Veltan jókst ekki í takt við söluna því tekjur bandaríska rafbílaframleiðands af hverjum nýjum bíl hér á landi drógust saman um 17 prósent samkvæmt útrekningum FF7 sem byggja á ársreikningi Tesla Motors Iceland ehf. Þetta …

Það voru 155 þúsund útlendingar sem innrituðu sig í flug frá Keflavíkurflugvelli í maí en þessi talning er notuð til að meta ferðamannastrauminn hingað til lands. Í maí í fyrra voru erlendu brottfararfarþegarnir 158 þúsund og 165 þúsund í maí 2018 þegar þeir voru flestir. Það vantaði því sex prósent fleiri farþega til að jafna …