Samfélagsmiðlar

Allir íbúar verði að gefa leyfi fyrir ferðamannagistingu

reykjavik vetur

Dómur sem féll í vikunni gæti hugsanlega haft veruleg áhrif á gistimarkaðinn hér á landi. Dómur sem féll í vikunni gæti hugsanlega haft veruleg áhrif á gistimarkaðinn hér á landi.
Óheimilt er að reka gististað í fjölbýlishúsi án samþykkis allra félagsmanna í húsfélaginu samkvæmt dómi sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Málsatvik eru þau að húseigendafélag fjölbýlishúss í Skuggahverfi stefndi eigendum þriggja íbúða í eigninni sem leigðar eru út til ferðamanna allt árið um kring. Vildu aðrir íbúar hússins meina að séreign þess væri ætluð til íbúðar en ekki atvinnureksturs og þess háttar nýting valdi ónæði. Gestirnir staldri stutt við og hafi þar með enga ábyrgðartilfinningu fyrir eigninni og séu ekki bundnir af félagslegum skyldum og tillitssemi við nágranna sína. Í stuttu máli sagt þá tók dómarinn undir kröfur íbúanna og verða eigendur hótelíbúðanna því að fá samþykki frá öðrum eigendum fyrir starfsemi sinni.

Lögfræðingar Reyjavíkurborgar skoða málið

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, gerði dóminn að umtalsefni á Facebook síðu sinni í vikunni og sagði að áhrif hans gætu orðið umtalsverð verði honum ekki hnekkt. „Mér sýnist dómurinn geta haft veruleg áhrif á réttarstöðu einstaklinga til að sporna við því að íbúðum í fjölbýlishúsum, þar sem þeir búa, sé breytt í gististaði fyrir ferðamenn.“ Borgarstjóri bætti því við að dómurinn gæti til að mynda unnið gegn því að ferðamannagisting ýti út íbúðarhúsnæði á stórum svæðum í borginni. Lögfræðingar Reykjavíkurborgar rýna nú í dóminn samkvæmt Facebook-færslu borgarstjóra en eins og áður segir þá liggur ekki fyrir hvort honum verði áfrýjað til Hæstaréttar.

Airbnb stærra en íslensku hótelkeðjunnar

Mikill vöxtur hefur orðið í útleigu á íbúðum til ferðamanna hér á landi síðustu ár og til að mynda hefur fjöldi íslenskra gistikosta á skrá Airbnb tvöfaldast síðastliðið ár. Á skrá fyrirtækisins eru í dag um fjögur þúsund gistirými hér á landi sem er meira en samanlagður herbergjafjöldi á þremur stærstu hótelkeðjum landsins. Miðað við íbúafjölda þá er Airbnb mörgum sinnum umsvifameira á Íslandi en í nágrannalöndunum.

Íslensk skattayfirvöld í sambandi við leigumiðlara

Umsvif Airbnb aukast ekki aðeins hratt hér á landi og víða um heim reyna yfirvöld að takmarka útbreiðslu Airbnb og álíka fyrirtækja. Ástæðan er meðal annars sú að nágrannar íbúðanna verða fyrir ónæði og eins er talið að ferðamannagisting valdi hækkun á leigu og fasteignaverði. Einnig er hefur verið sýnt fram á að víða hafa leigusalar ekki tilskilin leyfi eða standa skil á opinberum gjöldum. Það er t.d. reynsla yfirvalda í París sem hafa nýlega skikkað Airbnb til að innheimta gistináttagjald af gestum sínum í stað þess að láta leigusalana sjálfa gera það. Eins og Túristi greindi nýverið frá þá hafa skattayfirvöld hér á landi sett sig í samband við fyrirtæki eins og Airbnb og önnur álíka til að tryggja að réttir skattar og gjöld séu greidd af viðskiptunum hér á landi.

Nýtt efni

Notkun á sjálfbæru eldsneyti er besta leiðin til að draga hratt úr losun frá flugsamgöngum, segir Willie Walsh, framkvæmdastjóra Alþjóðasambands flugfélaga, IATA. Hann ræddi mikilvægi þess að minnka losun í ávarpi sínu á flugmálaráðstefnu Changi í Singapúr í vikunni.  Willie Walsh undirstrikaði í ávarpi sínu að flugheimurinn stefndi staðfastlega að kolefnishlutleysi árið 2050: „Við megum …

Vesturland er í útjaðri meginstraums erlendra ferðamanna sem koma til Íslands. Flestir eru þeir á Suðvesturlandi, fara Gullna hringinn og meðfram suðurströndinni - en auðvitað aka margir þeirra eftir Hringveginum í gegnum Borgarfjörð eða halda upp á Snæfellsnes - og áfram sem leið liggur til Vestfjarða með ýmsum útúrdúrum. Við ætlum sem sagt ekki að …

Gott símasamband í höfuðborg Bretlands byggði lengi á hinum 177 metra háa BT Tower sem kenndur var við eigandann, British Telecom. Turninn varð hæsta mannvirkið í London þegar hann var reistur af símafyrirtækinu árið 1964. Það var ekki fyrr en 16 árum síðar að annað mannvirki í London fór upp fyrir þetta símamastur sem einnig …

Velta í ferðaþjónustu í nóvember og desember í fyrra var nærri óbreytt miðað við sama tíma árið 2022 eða rúmlega 121 milljarður króna. Ef veltan hefði verið í takt við verðbólgu og fjölgun gistinátta ferðamanna þá hefði hún verið um 13 milljörðum kr. hærri. Af undirgreinum ferðaþjónustunnar þá var veitingareksturinn sá eini sem hélt í …

Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Bain Capital Credit varð langstærsti hluthafinn í Icelandair í júní 2021 og á nú 17,2 prósenta hlut. Sjóðurinn hefur fjárfest fyrir 10,4 milljarða króna í flugfélaginu en fengi rétt 7,5 milljarða fyrir hlutinn í dag. Mismunurinn nemur nærri 3 milljörðum króna en gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um 18 prósent frá því …

Tölur sem Kóperníkus, lofthjúpsvöktunaþjónusta Evrópusambandsins, og ítölsku umhverfisverndarsamtökin Legambiente kynntu nýlega sýna að í Mílanó mælist svifryk og önnur loftmengun áfram hvað mest í allri Evrópu. Nú er loks rætt um það af yfirvöldum í Mílanó og nærliggjandi borgum og bæjum á Langabarðalandi að grípa einhverra aðgerða - eins og að takmarka notkun á mest …

Þátttaka hins opinbera í rafbílakaupum landsmanna er nú með breyttu sniði. Í stað skattaafsláttar upp á 1,3 milljónir króna, sem dreginn var frá söluverði nýrra rafbíla, þá verða kaupendur bílanna að greiða fullt verð í umboðinu og sækja svo um 900 þúsund króna styrk hjá Orkustofnun í framhaldinu. Þessi breyting var gerð um síðustu áramóti …

Sá sem kaupir ódýrasta fargjaldið hjá Icelandair, Economy Light, þarf að borga aukalega fyrir innritaðan farangur. Áður var töskugjaldið 5.280 krónur en nú þarf að borga allt að 6.600 krónur undir farangurinn aðra leið. Hækkunin nemur 25 prósentum og svo mikil eru hún líka ef innrita á skíði. Flutningur á þeim kostar núna allt að …