Samfélagsmiðlar

Þegar börnin ráða ferðinni

pegasosworld 6

Vatnsrennibrautir, krakkaklúbbar, diskó og hlaðborð þess á milli. Verkefni dagsins eru ekki flókin þegar dvalið er á tyrknesku hóteli þar sem allt er innifalið. Vatnsrennibrautir, krakkaklúbbar, diskó og hlaðborð þess á milli. Verkefni dagsins eru ekki flókin þegar dvalið er á tyrknesku hóteli þar sem allt er innifalið.
Rútínan hjá barnafjölskyldum getur verið ansi erilsöm. Fyrst á dagskrá er að koma öllum framúr, semja um klæðnað, klára úr skálum og loks út um dyrnar. Að loknum skóla- og vinnudegi hefst svo skutl í tómstundir, matarinnkaup og eldamennska. Þegar allir eru orðnir saddir þarf að ganga frá, þvo og þrífa og það er varla fyrr en síðla kvölds að foreldrarnir ná að setjast niður og slaka ögn á, eða klára að svara tölvupóstum dagsins.
Pása frá vinnunni er samt ekki endilega helsti kosturinn við að komast í sumarfrí því það er eiginlega nauðsynlegra að ná að brjóta upp fjölskyldudagskrána. Og sennilega mótmælir því enginn að ferðalög eru framúrskarandi leið til að koma fjölskyldunni í annan gír. Sérstaklega ef haldið er út fyrir landsteinana. Börn eru því áberandi í farþegarýmum flugvélanna sem fljúga héðan á suðrænar slóðir yfir sumarmánuðina enda eru hefðbundnar sólarlandaferðir einföld ferðalög. Þess háttar reisur hafa hins vegar tekið breytingum síðastliðinn áratug því nú eru víða í boði gististaðir þar sem flestar ef ekki allar veitingar eru innifaldar í verðinu. Gestirnir borða þá á veitingastöðum hótelsins, fá þar hressingu á milli mála og þurfa því ekki að taka upp veskið á meðan dvölinni stendur.

Raunveruleikinn settur á ís

Tyrkir hafa sérhæft sig í þessari tegund gististaða og býður ferðaskrifstofan Nazar upp á úrval þess háttar hótelum í nágrenni við borgina Antalya. Eitt þeirra er Pegasos World, stærðarinnar strandhótel með stórum sundlaugagarði, vatnsrennibrautum og alls kyns annarri skemmtun sem er sérstaklega sniðin að fjölskyldum. Þar á meðal íslenskir barna- og unglingaklúbbar.
Að tékka sig inn á hótel eins og Pegasos World er nokkuð sérstök tilfinning því það er eins og þú sért að kveðja veröldina fyrir utan. Alla vega tímabundið því næstu dagar munu einfaldlega snúast um að leika sér, slaka á og borða og allt á hótelsvæðinu sjálfu. Fyrir þann sem er vanari því að vera á flakki í utanlandsferðinni þá er það ný reynsla að þurfa ekki að skipuleggja skoðunarferðir, finna veitingastaði og afþreyingu fyrir krakkana. Það er því ekki laust við að verkefnaskorturinn valdi tómarúmi í huga ferðamannsins, alla vega til að byrja með. Svo venst það furðuvel að þurfa aðeins að ganga út á morgnana og beint út í matsal og geta svo byrjað buslið í vatnsrennibrautagarðinum, í sundlauginni eða á ströndinni. Þegar hungrið lætur síðan til sín segja á ný þá er hádegismaturinn tilbúinn og svona líður dagurinn áreynslulítið áfram. Börnin eru skiljanlega kampakát með svona prógramm og sundföt og hár ná varla að þorna yfir daginn enda sundlaugargarðurinn við Pegasos World stór og rennibrautirnar af öllum gerðum. Og svo geta krakkarnir fengið smá hlé frá foreldrunum við og við og tekið þátt í dagskrá barnaklúbbs Nazar og á meðan gefst þeim eldri tækifæri til að láta rúsínuputtana jafna sig drykklanga stund.
pegasosworld 3Þrátt fyrir alla afþreyinguna og öll hlaðborðin þá kviknar sennilega þörf hjá flestum gestum fyrir að skoða lífið fyrir utan hótelgarðinn. Þegar sú stund kemur þá er einfalt að taka strætó frá hótelinu til nærliggjandi þorpa eða fara í skipulagðar skoðunarferðir. Frá hótelinu tekur til að mynda um korter að komast til strandbæjarins Side.

Hlaðborðhaldið

Að láta sig vaða niður stærstu vatnsrennibrautirnar er kannski mest krefjandi gestaþrautin á Pegasos World en þar á eftir koma hlaðborðin. Það er nefnilega áskorun að borða af þess háttar borði þrisvar á dag og reyna að setja saman heilstæða máltíð í stað þess að blanda saman gjörólíkum réttum á diskinn. Að enda ekki með pizzusneið ofan á ferska fiskinum eða blanda óvart fínu tómötunum og ólívunum saman við bbq-sósu er eitthvað sem getur reynst furðu flókið og því eiginlega nauðsynlegt að leggja línurnar fyrir matartímann. Velja sér þema og halda sig við það og ekki láta eftir sér nokkrar ferðir líkt og á jólahlaðborði. Að hafa stjórn á sjálfum sér er eitt en það er annað og flóknara að hafa heimil á krökkunum og passa upp á að þau vaði ekki beint í skyndibitann og sneiði hjá öllu því holla. Ein leið til að hafa taumhald á þeim yngstu er að öll fjölskyldan sé samferða að hlaðborðinu og setjist svo saman niður og borði í stað þess að skipta hópnum upp því þá er hætt við að foreldranir klári af diskunum á meðan börnin eru í burtu og svo öfugt.

Óvissunni um kreditkortareikninginn eytt

Framboð á sólarlandaferðum þar sem allt er innifalið hefur verð frekar lítið hér á landi en meðal frændþjóðanna hafa þess háttar reisur notið mikilla vinsælda. Í Danmörku lætur til að mynda nærri að þriðji til fjórði hver Dani, á leið til sólarlanda, bóki hótel með fæði og afþreyingu og ein helsta ástæðan er sú að fólk vill vita hvað fríið kemur til með að kosta í stað þess að bíða í örvæntingu eftir kreditkortareikningnum. Þessi hópur ferðalanga kemst hins vegar ekki í mikla snertingu við áfangastaðinn sjálfan og fær t.d.litla innsýn í matarmenningu landsins. Það sama á reyndar við um þá sem fara dvelja í klassísku strandbæjum við Miðjarðarhafið sem hafa byggst upp í kringum ferðaþjónustu. Þar gera veitingahúsin oftar en ekki út á alþjóðlega rétti, heimamenn eru sjaldséðir og allt snýst í kringum fólk í fríi. Þar, eins og á Pegasos World, getur ferðafólkið sjálf ákveðið hvort það verji fríinu við sundlaugina eða haldi út í sveit.
Hvernig sem dagskráin verður er ljóst að þegar heim til Íslands er komið á ný þá tekur við það ærna verkefni að koma börnunum á ný í blessuðu rútínuna sem allir foreldrar bera óttablandna virðingu fyrir.

Túristi heimsótti Pegasos World með aðstoð frá Nazar
Nýtt efni

Lufthansa-flugsamsteypan tilkynnti í dag að flugferðum til Amman í Jórdaníu, Erbil í Kúrdahéruðum Íraks og Tel Aviv í Ísrael yrði frestað til þriðjudags og ekki yrði flogið til Beirút í Líbanon og Teheran í Íran a.m.k. til fimmtudags vegna stríðsógnarinnar og hernaðaraðgerða í Mið-Austurlöndum. Á flugvellinum í Amman í Jórdaníu - MYND: Unsplash/Cila Photography Reuters-fréttastofan …

Hjá Könglum er rík áhersla lögð á að nýta afurðir úr nærumhverfinu, hvort sem það eru jurtir, afgangar eða aukaafurðir bruggunarferlisins. Sjálfbær hugsun og skynsöm nýting náttúrunnar er auk þess í farabroddi þar sem aldrei er tekið meira en náttúran hefur að gefa, svo hún geti tekið við sér aftur eftir uppskeruna. Heitið Könglar varð …

Árið 2001 starfaði Khaled Hosseini sem heimilislæknir en stundaði bókaskrif í frístundum sínum. Hann vaknaði á hverjum morgni klukkan 4:30 og sat við eldhúsborðið yfir bókaskrifum fyrstu þrjár morgunstundirnar. Síðan fór hann í sturtu, klæddi sig og keyrði á læknastofuna til að meðhöndla sjúklinga sína. En sjálfur segir höfundurinn að allan þann tíma sem hann …

Icelandair tekur í notkun þrjár nýjar Boeing Max þotur fyrir sumarvertíðina og sú fyrsta er komin til landsins en hún er fengin af lager flugvélaframleiðandans í Seattle. Hinar tvær eru splunkunýjar og segir Guðni Sigurðsson, talsmaður flugfélagsins, að þær séu báðar komnar af færibandinu og nú fari fram lokaskoðun á þeim. Von er á þessum …

Íslendingar hafa líklega önnur viðmið um það hvað sé hæfilega margt fólk samankomið á einum stað en þjóðir sem vanar eru meiri mannþröng og umferðarþunga alla daga. Sjálfsagt er það eigingjarnt og sjálfmiðað að ætlast til þess að fá að ganga einsamall í friði og ró niður Almannagjá á Þingvöllum á góðum sumardegi. Þeir dagar …

Frestur til að skila inn tilboðum í 35 prósent hlut Landsbankans í Keahótelin, eina stærstu hótelkeðju landsins, rann út fyrir síðustu jól. Ennþá er söluferlið í gangi samkvæmt svari frá bankanum en engar nýjar upplýsingar er að fá um stöðuna. Hluturinn í Keahótelunum var auglýstur til sölu í lok nóvember í fyrra og þá sagði …

Wizz Air er meðal þeirra flugfélaga í heiminum sem losa minnst af CO2 og hefur fengið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir viðleitni til sjálfbærni. Þessi árangur skýrist fyrst og fremst af því að ungverska félagið er með nýjan flugflota í þjónustu sinni, aðallega Airbus A321neo sem flestar eru innan við fimm ára gamlar. Þá hjálpa góð sætanýting …

Þessar niðurstöður komu í ljós í könnun sem Jacques Delors-stofnunin gerði í mars í þessum löndum, en niðurstöðurnar fóru ekki mjög hátt fyrr en The Guardian gerði þær að umtalsefni á dögunum. Niðurstöðurnar þykja nefnilega athyglisverðar í ljósi þess að mikið hefur verið rætt um að bakslag hafi orðið í stuðningi almennings í Evrópu við aðgerðir í umhverfismálum. Könnunin …