Samfélagsmiðlar

Veiking pundsins gæti dregið úr vetrarferðum Breta til Íslands

Mynd: Sigurjón Ragnar/sr-photos.com

Vægi breskra túrista hér á landi er mjög hátt og útganga Bretlands úr Evrópusambandinu gæti haft töluverð áhrif á íslenska ferðaþjónustu. Vægi breskra túrista hér á landi er mjög hátt og útganga Bretlands úr Evrópusambandinu gæti haft töluverð áhrif á íslenska ferðaþjónustu.
Eftir að úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar um áframhaldandi aðild Bretlands að ESB lágu fyrir á föstudagsmorgun þá lækkaði breska pundið um nærri 6 prósent gagnvart íslensku krónunni. Samtals hefur pundið veikst um ríflega 18 prósent í samanburði við krónuna síðastliðið ár sem gerir Íslandsferðir fyrir Breta mun dýrari kost en áður. Breskur ferðamaður sem greiðir 8 þúsund króna reikning á reykvískum veitingastað í dag borgar sem jafngildir 47 pundum fyrir matinn en landi hans sem var í nákvæmlega sömu sporum fyrir ári síðan greiddi hins vegar aðeins 38,5 pund. 60 þúsund króna hóteleikningur hefur á sama tíma hækkað úr 289 pundum í 354 pund. Álíka skerðing hefur orðið á kaupmætti breskra ferðamanna annars staðar, t.d. hefur pundið lækkað um 13 prósent gagnvart evru síðustu 12 mánuði. Þessi mikla tekjuskerðing breskra ferðamanna er talin geta dregið þónokkuð úr utanferðum Breta næstu misseri og sérstaklega ef gengið heldur áfram að lækka líkt og breska fjármálaráðuneytið hefur spáð. 

Stærsti hópurinn utan háannatíma

Bretar eru ásamt Bandaríkjamönnum langfjölmennastir í hópi ferðamanna hér á landi og í fyrra var einn af hverjum fimm ferðamönnum hér á landi breskur. Vægi þeirra yfir vetrarmánuðina er hins vegar mun hærra. Síðastliðinn vetur komu til að mynda nærri 550 þúsund erlendir ferðamenn til Íslands og þar af voru Bretarnir 185 þúsund, eða einn af hverjum þremur ferðamönnum samvæmt talningu Ferðamálastofu. Á hótelum á höfuðborgarsvæðinu er hlutfall Breta ennþá hærra því sl. vetur voru að jafnaði 36 af hverjum 100 seldum hótelherbergjum í borginni skipuð breskum gestum. Hlutfallið er ögn lægra þegar litið er til alls landsins eða 32 prósent en inn í gistináttatölum Hagstofunnar eru aðeins hótel sem opin eru allt árið um kring. Hvert hlutfall breskra gesta er á gistiheimilum og í heimagistingu á vegum Airbnb er ekki vitað. 

Viðkvæm fyrir verðbreytingum

Vægi breskra túrista hér á landi hefur alltaf verið hátt þegar aðeins er litið er fjölda. Sérstaklega síðustu fjögur ár eftir að breska lággjaldaflugfélagið easyJet hóf að fljúga hingað til lands. Félagið býður í dag upp á Íslandsflug frá sjö breskum flughöfnum og nær ferðafjöldinn hámarki fyrir veturinn. Töluverður samdráttur gæti orðið í þessum vetrarferðum Breta ef pundið styrkist ekki á næstunni að mati Clive Stacey, eiganda ferðaskrifstofunnar Discover the World, sem hefur áratuga reynslu af skipulagningu Íslandsferða frá Bretlandi. „Mikill meirihluti þeirra Breta sem heimsækir landið yfir vetrarmánuðina ferðast ódýrt til Reykjavíkur og áframhaldandi lágt gengi pundsins mun sannarlega hafa áhrif á þennan hóp þar sem hann er sérstaklega viðkvæmur fyrir verðhækkunum,” segir Stacey og bætir við að almennt hafi breytingar á gengi pundsins áhrif á ferðalög Breta til annarra land. Hann segist hins vegar hafa það á tilfinningunni að veiking pundsins sé tímabundin og bendir á að breska hagkerfið sé sterkt og það fimmta stærsta í heimi. Stacey býst þó við að gengi pundsins muni sveiflast töluvert á næstu mánuðum eða þangað til að það skýrist betur hver áhrif útgöngu Breta úr ESB verða.
Þess má geta að gengi hlutabréfa í easyJet, stærsta lággjaldaflugfélagi Breta, féll um 14,35 prósent á föstudag eftir að úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar um aðildina að ESB voru kynnt. Félagið er þriðja umsvifamesta flugélagið á Keflavíkurflugvelli og stóð undir um 12 prósent ef öllum áætlunarferðum þaðan í vetur samkvæmt talningum Túrista.

Bretland ódýrara fyrir Íslendinga

Á sama tíma og utanlandsferðir hafa hækkað til muna fyrir breska ferðalanga þá kostar orðið mun minna fyrir íslenska túrista að dvelja í Bretlandi. Sá sem fer á sumarútsölu í London í dag með íslenskt kreditkort greiðir þá nærri fimmtungi minna fyrir vörurnar í dag en á sama tíma í fyrra. Og sá sem greiðir 100 punda hótelreikning í Bretlandi í dag borgar sem samsvarar um 17 þúsund krónur fyrir en hann hefði hljómað upp á nærri 21 þúsund krónur á sama tíma í fyrra.

Nýtt efni
Arnar Guðmundsson, Íslandsstofu

Íslandsstofa vinnur að því að markaðssetja Ísland sem ferðamannaland, kemur íslenskum fyrirtækjum á framfæri á erlendri grundu og liðkar til eftir bestu getu fyrir erlendri fjárfestingu á fimm sviðum atvinnulífs: orku og grænum lausnum, sjávarútvegi og matvælaframleiðslu, hugviti og tækni, listum og skapandi greinum - og loks ferðaþjónustu. Allt byggist þetta á útflutningsstefnu landsins, sem …

Það voru 27.293 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu hér á landi í mars 2024 sem er aukning um 2 prósent frá sama tíma í fyrra en 2 prósent færri í samanburði við mars 2018. Það ár voru ferðamenn hér flestir en gert er ráð fyrir álíka ferðamannastraumi í ár. Vægi starfsfólks með íslenskan bakgrunn er …

Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen hefur slitið viðræðum við franska Renault um að þróa og smíða saman nýja gerð af rafknúnum smábíl á viðráðanlegu verði, sem keppt gæti við ódýrustu kínversku bílana. Hugmyndin var sú að bíllinn yrðu byggður á grunni Twingo-smábílsins frá Renault. Renault hyggst nú upp á eigin spýtur þróa Twingo áfram sem rafbíl og …

„Pittsburgh flugið fer vel af stað og er ánægjulegt að sjá að farþegar frá 25 Evrópulöndum hafa bókað flug með okkur til Pittsburgh um Ísland og þaðan hafa farþegar bókað flug til 30 áfangastaða Evrópumegin," sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í tilefni af fyrstu áætlunarferð flugfélagsins til bandarísku borgarinnar á fimmtudaginn. Forstjórinn lagði um …

Undirbúningur er á lokastigi um að koma á fót ævintýramiðstöð á Suðurlandi, þar sem gistiaðstaða og þjónusta verður tengd þjónustu, gönguferðum og útivist ævintýragjarnra ferðamanna. Ferðafólk, statt við Skógafoss, í ævintýraleit á Suðurlandi - MYND: ÓJ „Það koma stundum mjög athyglisverð verkefni, eins og þegar reynslumikill aðili úr ævintýraferðaþjónustu, sem hefur verið í slíkum rekstri …

Það er auðvitað eðlilegt að Barselóna, höfuðborg Katalóníu, dragi til sín mikinn fjölda ferðafólks. Borgin er fögur, sögurík og spennandi - en líka dálítið þreytt orðin á öllum þessum vinsældum, hömlulausum gestaganginum. Á síðasta ári gistu yfir 12 milljónir manna borginni, um sjö prósentum færri en 2019. Við bætast síðan allir þeir sem koma í …

Argentíski víniðnaðurinn hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár vegna óðaverðbólgu, óstöðugs gengis og minnkandi útflutnings. Það virðist þó heldur vera að lyftast brúnin á vínframleiðendum og virðast þeir helst þakka það harkalegri aðhaldsstefnu öfgakennda frjálshyggjumannsins Javier Milei, sem tók við forsetaembættinu í Argentínu í desember. Það tók strax að hægja á verðbólgu á fyrstu mánuðum …

Árið 2023 var 4.240 bókum bætt á lista yfir bannaðar bækur í Bandaríkjunum. Aldrei fyrr hafa jafn margar bækur verið bannaðar á einu ári. En á síðustu árum hefur þeim bókum sem settar eru á þennan bannlista fjölgað ár frá ári. Afleiðingin er sú að aðgengi að bókunum er takmarkað og þær eru fjarlægðar af …