Samfélagsmiðlar

Íbúar Akureyrar og Reykjavíkur yrðu jafn lengi út á Keflavíkurflugvöll

akureyri kaupmannahofn

Akureyringur á leið í morgunflug út í heim gæti farið á fætur á sama tíma og reykvískur farþegi ef flugsamgöngur innanlands væri efldar. Akureyringur á leið í morgunflug út í heim gæti farið á fætur á sama tíma og reykvískur farþegi ef flugsamgöngur innanlands væri efldar. Í dag þurfa hins vegar farþegar af landsbyggðinni að ferðast langa leið til að komast út á Keflavíkurflugvöll.
Daglega setjast á bilinu 1 til 2 þúsund íslenskir farþegar upp í þoturnar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar og fljúga út í heim. Og miðað við hvernig byggð dreifist um landið þá má reikna með að um sjötti hver þessara íslensku farþega hafi ferðast 500 til 800 kílómetra til Keflavíkurflugvallar frá heimili sínu. Langflestir í einkabíl enda takmarkast innanlandsflug frá Keflavíkurflugvelli við nokkrar ferðir í viku til Akureyrar yfir hásumarið. Bolvíkingur sem kýs að keyra í Leifsstöð þarf þá að fara 510 kílómetra frá heimabyggð og út á flugvöll sem er sama vegalengd og íbúar Óslóar myndu leggja að baki ef þeir flygju til útlanda frá Stokkhólmi. Íbúar Seyðisfjarðar eru svo rúmar 8 klukkustundir á leiðinni út á Keflavíkurflugvöll sem er álíka tímafrekt og það tekur Amsterdambúa að keyra yfir allt Holland og vesturhluta Þýskalands til að innrita sig í flug í Zurich í Sviss.

Myndi draga úr sérstöðu Keflavíkurflugvallar

Vissulega eru þessi dæmi ekki alveg sambærileg. Hollendingurinn fljúgandi getur til dæmis valið á milli nokkurra alþjóðaflugvalla sem eru nær Amsterdam en sá í Zurich eða bara flogið frá Schiphol. Seyðfirðingurinn fer reyndar framhjá tveimur alþjóðaflugvöllum á leið sinni til höfuðborgarinnar en vélarnar sem taka þar á loft lenda í Vatnsmýrinni en ekki við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þessa dagana kanna forsvarsmenn Flugfélags Íslands hins vegar möguleikan á að starfrækja flugleiðina milli Keflavíkurflugvallar og Akureyrar yfir lengra tímabil líkt og Túristi greindi frá. Þar með yrði sérstaða Keflavíkurflugvallar ekki sú sama og hún er í dag því leit er að alþjóðaflugvelli í Evrópu þar sem ekki er einnig boðið upp á innanlandsflug. Og reyndar eru ekki heldur í boði beinar sætaferðir milli flugstöðvanna tveggja á suðvesturhorninu. Farþegar sem ætla að fara frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkurflugvallar verða að skipta um rútu á BSÍ eða Holtagörðum eftir því hvort farið er með Airport Express eða Flugrútunni og borga þarf aukalega 600 krónur fyrir þessa þjónustu, hvora leið.

Hefur ekki gengið sem skildi 

Sem fyrr segir hefur Flugfélags Íslands, í samstarfi við Icelandair, boðið upp á ferðir milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar síðustu þrjú sumur og hafa vélarnar farið í loftið um hálf þrjú og lent 50 mínútum síðar á Keflavíkurflugvelli. Farþegar geta þá náð tengiflugi með Icelandair til fjölmargra áfangastaða í N-Ameríku og Evrópu. Vél Flugfélagsins heldur svo aftur norður um hálf fimm og þá með farþega sem nýkomnir eru til landsins frá Evrópu. Viðtökurnar við þessu flugi hafa ekki verið mjög góðar samkvæmt forsvarsmönnum flugfélagsins en engu að síður meta þeir núna eftirspurn eftir þjónustunni á öðrum árstímum og með öðru sniði. Núverandi flugáætlun gæti því tekið breytingum og mætti t.a.m. hugsa sér að fyrsta ferð til Akureyrar yrði frá Keflavíkurflugvelli um áttaleytið að morgni þegar þúsundir farþega eru nýkomnir til landsins frá N-Ameríku. Flogið yrði til baka til Keflavíkur um klukkan tvö með farþega á leið í flug til Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada. Í millitíðinni væri hægt að nýta vél Flugfélagsins í ferðir milli Akureyrar og Reykjavíkur og jafnvel í flug til Grænlands eða Skotlands frá Keflavíkurflugvelli um kvöldið. 

Morgunflug yrði stórt skref

Aðgengi norðanmanna að útlöndum og túrista að Norðurlandi myndi svo aukast ennþá meira ef Flugfélag Íslands, eða annað flugfélag, myndi einnig bjóða upp á morgunflug frá Akureyri til Keflavíkur og jafnvel að gera farþegum kleift að fljúga frá landinu með fleiri flugfélögum en bara Icelandair. Ef brottför frá Akureyri væri á dagskrá milli hálf sex og sex að morgni þá næðu farþegarnir að vera komnir inn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar tæpri klukkustund síðar. Það er nógu tímanlega til að ná tugum morgunfluga frá Keflavíkurflugvelli til Evrópu og Ameríku enda væru farþegarnir búnir að innrita farangur og fara í gegnum vopnaleit á Akureyri og slyppu þá við biðraðirnar í Leifsstöð. Vél Flugfélag Íslands myndi svo snúa tilbaka norður um átta leytið um morguninn með farþega úr Ameríkuflugi og síðan aftur til Keflavíkur klukkan tvö líkt og í dæminu hér fyrir ofan. Til að geta boðið upp á morgunflug frá Akureyri þarf flugvélin hins vegar að vera á Akureyri yfir nótt og áhöfn jafnframt staðsett þar.
Ef morgunflugið frá Akureyri yrði á boðstólum þá myndi það hafa í för með sér miklar breytingar fyrir íbúa Akureyrar. Þeim myndi þá nægja að fara á fætur á sama tíma og Reykvíkingar til ná sömu vélinni frá Keflavíkurflugvelli til Evrópu rúmum þremur klukkutímum síðar. Í dag þurfa Akureyringar, líkt og íbúar víða um land, að keyra suður daginn áður, gista yfir nótt á suðvesturhorninu og fara út á Leifsstöð í morgunsárið daginn eftir. 
TENGDAR GREINAR: MIKILVÆG TENGING INNANLANDS- OG MILLILANDAFLUGSTVÖFALT FLEIRI FERÐAMENN EN FARÞEGUM Í INNANLANDSFLUGI FÆKKAR

Nýtt efni

Kínverjar eru leiðandi í smíði rafbíla, sem taldir eru mikilvægir vegna nauðsynlegra orkuskipta í samgöngum. Hinsvegar er Kína enn mjög háð brennslu kola, nærri 60% rafmagns í landinu er framleitt með kolum og það er enn verið að auka kolanám í landinu. Auk þess sem flutt er inn mikið af olíu og gasi. Jafnhliða er …

Það vour 1.299 bílar skráðir nýir á götuna hér á landi fyrstu þrjár vikurnar í júní og þar af 986 á vegum bílaleiga. Það jafngildir því að 24 prósent nýrra ökutækja fór til einstaklinga en á sama tíma í fyrra var hlutfallið 38 prósent samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins sem ná til 23. júní. Þessar fyrstu þrjár …

Það voru þrjú norræn alþjóðaflugfélög sem hófu flugrekstur í Covid-faraldrinum. Hér á landi var það Play en Flyr og Norse í Noregi. Öll þrjú leigðu árið 2021 þotur á lægra verði en áður hafði þekkst og efndu til hlutafjárútboða meðal fagfjárfesta og almennings. Í byrjun síðasta árs varð Flyr gjaldþrota en rekstur þess byggði á …

Ein árangursríkasta loftslagsaðgerð síðari ára á Íslandi er líklega sú að banna urðun lífræns úrgangs. Þetta bann tók gildi í upphafi árs 2023 og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Smám saman hafa jákvæðar tölur verið að berast, sem gefa tilefni til bjartsýni. Það er semsagt hægt að ná árangri í loftslagsmálum, þótt margir …

Barselóna er ein vinsælasta ferðamannaborg Evrópu en óþol íbúa vegna ágangsins hefur farið vaxandi á síðustu árum - ekki síst vegna húsnæðisvanda ungs fólks sem ekki getur keppt við ferðaþjónustuna í leiguverði. Fyrri borgaryfirvöld hættu útgáfu nýrra leyfa til útleigu og lokað mörgum ferðamannaíbúðum en nú eru í farvatninu enn meiri breytingar. Airbnb og öðrum …

Í Svíþjóð kalla sumarsólstöður, eða Midsommar, á mikil hátíðarhöld þar sem síld og snaps hafa lengstum verið í aðalhlutverki. Sölutölur sænskra kaupmanna sýna þó að vinsældir síldarinnar dala ár frá ári og nú er svo komið að salan hefur helmingast frá árinu 2008. Frá þessu greinir Sænska ríkisútvarpið. Skýringin á þessari þróun liggur í bragðlaukum …

Ferðahópur á Þingvöllum

Alþingi hefur samþykkt tillögu til þingsályktunar, sem ferðamálaráðherra lagði fram í apríl, um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030. Öðlast þingsályktunin þegar gildi en mótun stefnunar var sett á ís þegar Covid-faraldurinn hófst en þráðurinn var tekinn upp að nýju í fyrra. Þá skipaði ráðherra ferðamála, Lilja Alfreðsdóttir, sjö starfshópa til að fara í verkið og komu meira …

Ásgeir Baldurs, framkvæmdastjóri Arctic Adventures

Arctic Adventures er eitt stærsta fyrirtæki landsins í ferðaþjónustu og hefur verið að stækka starfssvið sitt, síðast með kaupum á Special Tours, sem sinnir skoðunarferðum á slóðum hvala og lunda, auk þess að reka Hvalasafnið (Whales of Iceland) í Reykjavík.  Ásgeir Baldurs tók við starfi forstjóra Arctic Adventures fyrir rúmu ári, þegar margir bundu vonir við …