Samfélagsmiðlar

Kallar eftir ferðamálaráðuneyti

Varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir tímabært að greinin fái meira vægi í stjórnsýslunni. Varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir tímabært að greinin fái meira vægi í stjórnsýslunni.
Það er útlit fyrir metaukningu í komu ferðafólks hingað til lands í ár og aldrei hafa fleiri Íslendingar flogið út í heim. Á sama tíma fölgar túristum á heimsvísu jafnt og þétt. Mikilvægi ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar eykst því ekki bara hér á landi heldur út um allan heim. Þrátt fyrir það eru sérstök ferðamálaráðuneyti vandfundin í löndunum í kringum okkur. Í Frakklandi, vinsælasta ferðamannalandi heims, fer utanríkisráðherra landsins með málefni tengd túrisma, á Spáni eru þau á borði ráðherra orku- og ferðamála en viðskiptaráðherrar Svíþjóðar og Danmerkur bera ábyrgð á málaflokknum í sínum löndum. Í Noregi er það samgönguráðherrann sem fer fyrir ferðaþjónustuni en sá háttur var einnig hafður á hér á landi um áratugaskeið eða fram til ársins 2007 þegar málaflokkurinn fór til iðnaðarráðherra. Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line og varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar, telur hins vegar fulla þörf á íslensku ferðamálaráðuneyti í næstu ríkisstjórn. „Það er löngu kominn tími á að ferðaþjónustan fái meira vægi í stjórnsýslunni. Núna er eitt og hálft stöðugildi í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu helgað ferðaþjónustunni, sem er orðin stærsta atvinnugrein landsins með 24 þúsund starfsmenn og skilar jafn miklum gjaldeyristekjum og sjávarútvegurinn og stóriðjan samanlagt. Það segir sig sjálft að stjórnsýslan getur ekki sinnt málefnum ferðaþjónustunnar svo vel sé með þessu móti.”

„Við þurfum að fá ferðamálaráðherra”

Á síðasta kjörtímabili ríflega tvöfaldaðist fjöldi ferðamanna hér á landi og þá fór Ragnheiður Elín Árnadóttir, viðskipta- og iðnaðarráðherra, með ferðamálin. Hún fékk hins vegar ekki brautargengi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningar og því ljóst að nýr aðili tekur við málaflokknum. Þórir vill hins vegar sjá ferðamálin annars staðar en hjá væntanlegum iðnaðar- og viðskiptaráðherra og nefnir sem dæmi að þau geti farið vel saman með samgöngumálunum eða landbúnaðarráðuneytinu. Aðalatriðið er, að hans mati, að atvinnugreinin fái mun meira vægi en nú er. „Með sérstöku ráðuneyti ferðamála tryggjum við að þau brýnu stjórnsýsluverkefni sem snúa að greininni séu ekki munaðarlaus heldur fái viðunandi afgreiðslu og eftirfylgni. Áður en ferðaþjónustan fór að vaxa jafn gríðarlega og raun ber vitni, þá komst atvinnugreinin af með lítinn stuðning stjórnsýslunnar. En núna blasa við tröllaukin verkefni á vegum hins opinbera til að ferðaþjónustan geti haldið áfram að vaxa og dafna þannig að bæði landsmenn og ferðamenn verði sáttir. Þess vegna verðum við að fá sérstakt ráðuneyti ferðamála til að fylgja þessum verkefnum eftir. Það þarf að ráðast í stórfellda uppbyggingu innviða, úrbætur á vinsælum ferðamannastöðum og þar fram eftir götunum. Þessu verður ekki sinnt af borðshorni í einhverju ráðuneyti, við þurfum að fá ferðamálaráðherra.”

Nægt fjármagn til

Stjórnstöð ferðamála var sett tímabundið á laggirnar fyrir rúmu ári síðan en að henni standa fjögur ráðuneyti ásamt Samtökum ferðaþjónustunnar. Þórir segir tilganginn þann að skilgreina þau verkefni sem þarf að ráðast í til að bregðast við vexti ferðaþjónustunnar en Stjórnstöðinni er hins vegar ekki ætlað að sjá um framkvæmdir. „Verkefnalistinn og kostnaðaráætlanir liggja fyrir og væntanlegur ráðherra ferðamála getur glaðst yfir því að nægir peningar eru til svo hægt sé að ráðast í þessi brýnu verkefni. Það er gert ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs af ferðamönnum fari vel yfir 100 milljarða á næsta ári og aðeins þarf 7 prósent af þeirri upphæð til að koma málum í gott horf. Afgangurinn af ferðamannatekjunum getur síðan farið í heilbrigðiskerfið, menntamálin, vegabætur og önnur brýn verkefni sem blasa við ríkisvaldinu.”

Nýtt efni

Þessar niðurstöður komu í ljós í könnun sem Jacques Delors-stofnunin gerði í mars í þessum löndum, en niðurstöðurnar fóru ekki mjög hátt fyrr en The Guardian gerði þær að umtalsefni á dögunum. Niðurstöðurnar þykja nefnilega athyglisverðar í ljósi þess að mikið hefur verið rætt um að bakslag hafi orðið í stuðningi almennings í Evrópu við aðgerðir í umhverfismálum. Könnunin …

Almennu hlutafjárútboði Play lauk í gær og bárust tilboð upp á 105 milljónir króna en lagt var upp með að selja nýtt hlutafé fyrir allt að 500 milljónir króna. Þátttaka almennings í hlutafjáraukningu Play í nóvember 2022 var heldur ekki í takt við framboð. Þá lögðu stærstu hluthafar félagsins því til 2,3 milljarða króna. Það …

Bandarísk flugfélög hvetja Biden-stjórnina í Bandaríkjunum til að gefa ekki út fleiri flugleyfi fyrir kínverska keppinauta þeirra í flugi milli Kína og Bandaríkjanna. Vísað er til samkeppnishindrana sem flugmálayfirvöld í Kína beita erlend flugfélög. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu. Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna gaf það út í febrúar að kínversk flugfélög gætu boðið allt að 50 flugferðir á …

Kynnisferðir, sem starfa undir vörumerkinu Icelandia, hafa gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Dive.is. Fyrir áttu Kynnisferðir 51% hlut í félaginu á móti Tobias Klose. Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að bjóða upp á námskeið í köfun. Félagið leggur mikið uppúr upplifun viðskiptavina enda er það í efsta …

„Ég myndi halda að við værum stærsta flugfélagið fyrir þá sem eru að fljúga frá Íslandi," sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, á kynningarfundi hlutafjárútboðs félagsins, á þriðjudaginn. Máli sínu til stuðnings sýndi hinn nýi forstjóri og fyrrum stjórnarformaður flugfélagsins glæru þar sem sjá mátti hvernig hlutdeild Play á heimamarkaði hefur aukist og farið upp …

Árið 2018 kynnti netverslunin Amazon nýjung á bandarískum smásölumarkaði: Amazon Just Walk Out-Stores. Verslunin var kynnt sem mikil bylting og í rauninni væri lausn Amazon framtíðarlausn fyrir aðrar smásöluverslanir. Maður skannaði símann sinn þegar gengið var inn í Just Walk Out-verslun Amazon, valdi þær vörur sem maður girntist, setti þær í innkaupakörfu og síðan gat …

MYND: ÓJ

Fyrir heimsfaraldur voru flugsamgöngur milli Íslands og Ítalíu litlar, takmörkuðust lengst af við sumarferðir til Mílanó. Á þessu hefur orðið mikil breyting því nú er hægt að fljúga héðan allt árið til Rómar og Mílanó og á sumrin eykst úrvalið enn frekar.  Ítölsku ferðafólki hefur fjölgað verulega í takt við þessar auknu samgöngur og var …

Sala á hreinum rafbílum frá þýska bílaframleiðandanum BMW jókst um 41 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Með söluaukningunni er vægi rafbíla hjá BMW, sem einnig framleiðir Mini, komið upp í 20 prósent hjá þýska framleiðandnum en hlufallið var 15 prósent fyrir ári síðan samkvæmt frétt Bloomberg. Á sama tíma hefur orðið samdráttur í sölu á …