Samfélagsmiðlar

Þriðji hver ferðamaður á Tenerife er Breti

tenerife stor

Fall breska pundsins síðastliðið sumar hefur ekki dregið úr áhuga Breta á sólarlandaferðum til Tenerife. Fall breska pundsins síðastliðið sumar hefur ekki dregið úr áhuga Breta á sólarlandaferðum til Tenerife.
Rétt rúmlega tvær milljónir breskra ferðalanga lögðu leið sína til Tenerife í fyrra sem er aukning um sextán prósent frá því í hittifyrra. Þessi mikla viðbót kom ráðamönnum á spænsku eyjunni ánægjulega á óvart samkvæmt frétt Travelmole enda var búist við að það myndi draga úr utanlandsferðum Breta í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar um aðild Bretlands að Evrópusambandinu. Eftir að niðurstöðurnar lágu fyrir féll breska pundið og hefur það ekki náð flugi á ný. Þar af leiðandi er það dýrari fyrir Breta að dvelja í útlöndum í dag en það var á sama tíma í fyrra.
Þess má geta að breskum ferðamönnum á Íslandi fjölgaði um rúmlega fjórðung á seinni hluta síðasta árs þrátt fyrir að krónan hafi styrkst á sama tíma og pundið hríðlækkaði.

Bjartsýn á framhaldið

Sólþyrstir N-Evrópubúar drógu verulega úr vetrarferðum til Egyptalands í kjölfar byltingarinnar þar fyrir fimm árum siðan.  Á meðan hefur aðsóknin í Kanaríeyjar, þar á meðal Tenerife, aukist verulega. Ferðamannastraumurinn á Spánarstrendur hefur svo aukist enn frekar í kjölfar þess að stjórnmálaástandið í Tyrklandi versnaði til mikilla muna sl. sumar. Spánverjar gera því ráð fyrir að árið í ár verði metár í komum ferðamanna til landsins og á Tenerife er búist við alla við tíund fleiri ferðamönnum á fyrri helmingi ársins. Til Tenerife komu þangað 5,6 milljónir erlendra ferðamanna í fyrra eða þrefalt fleiri en sóttu Ísland heim.

Nýtt efni

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …