Samfélagsmiðlar

Íslensk ferðaþjónusta á stærstu ferðasýningu heims

itb2017

Fulltrúar fjölda margra íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja taka þátt í ITB í Berlín. Fulltrúar fjölda margra íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja taka nú þátt ITB sýningunni sem fer fram í Berlín. Áhugi á landinu fer ekki þverrandi en hátt gengi krónunnar veldur vandræðum. Menn eru uggandi um framhaldið segir Bjarni Hrafn Ingólfsson hjá Terra Nova og Ása Torfadóttir hjá Snæland Travel segir meira um afbókanir nú en áður.
Ferðamálayfirvöld frá 187 löndum auk þúsunda fyrirtækja í faginu taka nú þátt í stærstu ferðasýningu heims, ITB, sem fram fer í Berlín. Fyrstu daga sýningarinnar eru helgaðir fagfólki í geiranum en um helgina fær almenningur tækifæri til að kynna sér ferðaþjónustu heimsbyggðarinnar. Það er hins vegar ekki einfalt að gera allri sýningunni skil því svæði hennar nær yfir fjórum sinnum fleiri fermetra en Kringlan gerir. Búist er við 180 þúsund gestum á sýninguna en megin áhersla flestra fyrirtækja er á fyrstu dagana þegar stórkaupendur og seljendur koma saman.

Þéttskipuð dagskrá

Meðal sýnenda í ár eru um þrjátíu íslensk fyrirtæki og bróðurhluti þeirra er á svæði á vegum Íslandsstofu. Útsendarar þessara fyrirtækja eru hátt í hundrað talsins og greinilegt að þar er á ferðinni fólk með mikla reynslu af svona viðburðum. Sumir hafa sótt ITB-sýninguna um langt skeið og eru með stífa dagskrá alla daga. Oftast eru um að ræða fundi með erlendum ferðasölum sem bjóða í dag upp á Íslandsreisur en svo eiga sér líka stað samræður við ýmis konar fyrirtæki sem vilja kynna sig fyrir íslenskum ferðaþjónustuaðilum. Því þrátt fyrir smæð íslenska markaðarins þá hefur hraður vöxtur hans vakið athygli á heimsvísu og greinilegt að margir hafa trú á að svo verði áfram. Til að mynda sagði fulltrúi alþjóðlegs tæknifyrirtækis við Túrista að þar á bæ væri meiri áhersla lögð á að koma sér á framfæri hjá reykvískum gististöðum en hótelum í Ósló eða Helsinki.

Jákvæð og neikvæð teikn á lofti

Af samtölum Túrista við íslensku þátttakendurna að dæma þá er fer áhuginn á Íslandi sem áfangastað alls ekki dvínandi líkt og stóraukin flugumferð um Keflavíkurflugvöll næstu misseri ber vott um. Á sama tíma eru hótel víða þéttbókuð og erlendum ferðamönnum hefur fjölgað um 59,5 prósent það sem af er ári. Þrátt fyrir þetta þá leynir það sér ekki að íslenska fagfólkið hefur miklar áhyggjur af háu gengi íslensku krónunnar og eins angrar stefna eða stefnuleysi stjórnvalda í málefnum ferðaþjónustunnar marga. Nýjustu tíðindi af niðurskurði í samgönguáætlun voru til að mynda mikið rædd og vonbrigðin leyndu sér ekki, sérstaklega hvað varðar frestun á uppbyggingu Dettifossvegar.

Ferðamálaráðherra sagði þörf á nýfjárfestingum í samgöngum

Í því samhengi má rifja upp að nýr ráðherra ferðamála sagði í viðtali á Morgunvaktinni í janúar að það væri ánægjulegt að markmiðið væri að leggja auknar áherslur á samgöngumál. „Við vitum öll að það þarf að gera betur í því. Það er fjárfestingagat vegna hrunsins og það þarf að fylla upp í það. Ofan á það kemur allur þessi fjöldi ferðamanna sem kallar á viðhald og nýfjárfestingar.“ Túristi hefur sent ráðherra spurningu um hvort hún sé sátt við breytingar á samgönguáætlun eða hvort hún ætli að beita sér fyrir breytingu á henni. Ráðherra hefur hins vegar ekki svarað vegna anna. Aðspurð segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, að hún gefi sér það að ráðherra ferðamála muni leggja hart að sér til að tryggja þær samgönguframkvæmdir sem ferðaþjónustan hefur ítrekað kallað eftir en er nú enn og aftur ýtt út af borðinu. „Hún veit það jafn vel og við að samgöngur eru lífæð ferðaþjónustunnar og hefur talað fyrir þeim,“ bætti Helga við. 

Túristi ræddi við tvo fulltrúa íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja á ITB: 

Ása Torfadóttir skrifstofustjóri hjá Snæland Travel:
Er það þess virði að taka þátt í ITB?
Það er algjörlega þess virði að vera hér. Bæði til að hitta núverandi viðskiptavini og svo koma inn fullt af nýjum.
Hvernig verður framhaldið?
Þetta fer eftir krónunni. Það er erfitt að vera í þessari óvissu en ef hún heldur áfram að styrkjast þá er erfitt að segja hvað gerist. Og hún má ekki styrkjast meira. Ég myndi vilja geta breytt sumum pökkum, t.d. bókað ódýrari gistingu en það er allt uppbókað þrátt fyrir allt og erfitt að gera breytingar.
Styrking krónunnar vegur þá þungt hjá ykkur?
Þetta hefur mikil áhrif á okkur, mjög mikil. Það er verið að afbóka meira en á sama tíma og áður en mismunandi eftir mörkuðum. Þjóðverjar eru til að mynda viðkvæmari fyrir verðhækkunum. Jafnframt er erfiðara að selja ferðir fyrir 2018 því það er erfitt að verðleggja fram í tímann þegar gengið er svona rokkandi. Það er eitt að vera með hátt gengi en annað að búa við þessar sveiflur. Það er erfitt að segja við kúnnann að verðið gæti breyst þegar frá líður.

Bjarni Hrafn Ingólfsson
framkvæmdastjóri Terra Nova:
Er mikilvægt að taka þátt í ITB?
Alveg klárlega. Hér gefst tækifæri til að rækta viðskiptasambönd og koma á nýjum viðskiptum um leið. Hingað koma líka aðilar alls staðar að úr heiminum.
Sérðu breytingar á eftispurn eftir Íslandsferðum?
Ekki ennþá en maður sér ákveðna þróun í þá átt að það er minni sala í lengri og dýrari ferðum en aukning í þeim sem eru styttri og ódýrari.
Hefur hátt gengi íslensku krónunnar áhrif á starfsemina?
Já, við finnum fyrir því. Árið í fyrra var frábært ef þú telur fjölda ferðamanna en þessi sterka króna og breytingar á henni á skömmum tíma í fyrra varð til þess að afkoma ferðaþjónustufyrirtækja endurspeglar ekki þessa söluaukningu.
Hvernig eru horfurnar?
Menn eru mjög uggandi um framhaldið. Ef krónan heldur áfram að styrkjast og er flökktandi þá mun það hafa þau áhrif að afkoma íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja verður afleit. Flest fyrirtækin eru að verðleggja sína þjónustu í erlendri mynt, oftast í evru. Styrking krónunnar útvatnar tekjurnar því framlegðin í þessum geira er ekki há og stórar sveiflur á genginu éta hana upp.
En hvernig finnst þér staðan á stjórnvöldum?
Eftir kosningabaráttu þar sem allir töluðu um að styrkja innviði þá veit það ekki á gott að strax eftir kosningar fari menn að skera niður.
Nýtt efni

Ítalía var mesta vínframleiðsluland heims 2023 en þurfti að sætta sig við að sala dróst saman. Það var reyndar staðan hjá flestum vínframleiðsluþjóðunum. Nú liggja fyrir tölur frá helstu markaðslöndum ítalskra vínframleiðenda: Bandaríkjunum, Þýskalandi, Bretlandi, Kanada og Japan, en samanlagður útflutningur til þessara landa nemur 56 prósentum af heildinni. Til samanburðar vega þessi markaðslönd 50 prósent …

Hann var nýorðinn 14 ára gamall þegar eitt af stóru félögunum í Belgíu, Genk, hafði samband við hann og bauð honum pláss í fótboltaakademíunni sem hafði þá mjög góðan orðstír. Það tók Kevin de Bruyne nokkurn tíma að sannfæra foreldra sína um að það væri góð hugmynd fyrir hann að flytja frá Drongen til að …

Play leitar nú fjárfesta sem vilja leggja félaginu til 1,4 milljarða króna í það minnsta. Stærstu hluthafarnir hafa gefið vilyrði sitt fyrir innspýtingu upp á 2,6 milljarða kr. en sú viðbót er háð því skilyrði að það safnist alla vega 4 milljarðar í nýtt hlutafé. Áður höfðu stjórnendur Play gefið út að þeir þyrftu þrjá …

Mikil umferð farþega var um evrópska flugvelli í janúar, víða fór farþegafjöldinn fram úr því sem var í sama mánuði 2019. Um 46 flugvöllum á Spáni, sem AENA starfrækir, var farþegafjöldinn 18,6 milljónir, sem er 10 prósentum fleiri en í janúar í fyrra. Flestir fóru um flugvöllinn í Madríd nú í janúar síðastliðnum, nærri 4,8 …

Það sem af er ári hefur hægt á eftirspurn á rafbílamarkaði heimsins og framleiðendur bregðast við með því að segja upp starfsfólki, minnka framleiðslukostnað og breyta áætlunum sínum. Þetta bakslag gæti seinkað orkuskiptum í vegasamgöngum.  Þýski gæðabílaframleiðandinn Mercedes-Benz tilkynnti í gær að markmiðum um rafbílavæðingu yrði frestað um fimm ár og sjá til þess að …

Stjórn Volvo Cars ætlar að láta af því verða að minnka hlutinn í sænska rafbílaframleiðandanum Polestar en áformin voru fyrst kynnt í byrjun þessa mánaðar. Fjárfestar tóku tíðindunum vel því hlutabréfin í Volvo hækkuðu í kjölfarið um fjórðung. Endurteknar hlutafjáraukningar Polestar hafa nefnilega haft neikvæð áhrif á gengi Volvo í kauphöllinni í Stokkhólmi samkvæmt frétt …

Notkun á sjálfbæru eldsneyti er besta leiðin til að draga hratt úr losun frá flugsamgöngum, segir Willie Walsh, framkvæmdastjóra Alþjóðasambands flugfélaga, IATA. Hann ræddi mikilvægi þess að minnka losun í ávarpi sínu á flugmálaráðstefnu Changi í Singapúr í vikunni.  Willie Walsh undirstrikaði í ávarpi sínu að flugheimurinn stefndi staðfastlega að kolefnishlutleysi árið 2050: „Við megum …

Vesturland er í útjaðri meginstraums erlendra ferðamanna sem koma til Íslands. Flestir eru þeir á Suðvesturlandi, fara Gullna hringinn og meðfram suðurströndinni - en auðvitað aka margir þeirra eftir Hringveginum í gegnum Borgarfjörð eða halda upp á Snæfellsnes - og áfram sem leið liggur til Vestfjarða með ýmsum útúrdúrum. Við ætlum sem sagt ekki að …