Samfélagsmiðlar

Dvínandi áhugi á ferðum til Bandaríkjanna

trump

Vísbendingar eru um stefna og aðgerðir nýs Bandaríkjaforseta og ferðaþjónusta landsins sér fram á gríðarlegt tap. Vísbendingar eru um stefna og aðgerðir nýs Bandaríkjaforseta dragi úr eftirspurn eftir ferðalögum vestur um haf. Ferðaþjónusta landsins sér fram á gríðarlegt tap.
Hóteleigandinn Donald J. Trump, sem nú fer með völdin í Hvíta húsinu, nýtur sennilega minnkandi vinsælda meðal fyrrum kollega sinna í ferðageiranum. Enda útlit fyrir töluverðan samdrátt í komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna í ár samkvæmt spám.
Í frétt Dagens Nyheter í dag kemur fram að töluvert hafi dregið úr sölu á ferðum til Bandaríkjanna frá Svíþjóð. Samdrátturinn nemur til að mynda 13% hjá ferðaskrifstofunni Ticket sem er ein sú stærsta í Svíþjóð. „Við sjáum greinileg Trump-áhrif. Sumir bóka ekki vegna ferðabannsins sem forsetinn hefur reynt að koma á en aðrir upplifa ákveðið óöryggi í kringum Bandaríkin og það dregur úr áhuga þeirra á að ferðast þangað,“ er haft eftir talskonu ferðaskrifstofunnar í sænska dagblaðinu. Hjá ferðaskrifstofunni Resia hefur sala á Bandaríkjareisum dregist ennþá meira saman eða um 18%.

Hefur áhrif á fargjöldin

Þessi minnkandi eftirspurn eftir ferðum til Bandaríkjanna er farin að hafa áhrif á fargjöldin að mati sænskra ferðafrömuða og samkæmt annarri rannsókn þá varð 14% samdráttur í bókunum á flugmiðum til bandarískra borga frá V-Evrópu í síðustu viku janúarmánaðar. Og af fréttum bandaríska fjölmiðla að dæma þá hafa verðskrár hótel í New York og Las Vegas farið lækkandi undanfarið. Það eru því vísbendingar um að spá Tourism Economic um að erlendum ferðamönnum í Bandaríkjunum fækki um 6,3 milljónir í ár gangi eftir. En ef það gerist þá er gert ráð fyrir að ferðaþjónusta landsins verði af tekjum upp á 11 milljarða dollara . 

Íslendingar líka minna spenntir

Af Norðurlandaþjóðunum eru flugsamgöngurnar við Bandaríkin mestar frá Íslandi og helgast það af því að bæði Icelandair og WOW air gera út á flug milli Evrópu og N-Ameríku með millilendingu á Keflavíkurflugvelli. Þar með geta farþegar í Leifsstöð valið úr beinu flugi til fleiri áfangastaða vestanhafs og tíðari ferða en til að mynda þeir sem flúga frá Kaupmannahöfn, Stokkhólmi eða Ósló. Nálægðin við Bandaríkin og þessari miklu flugsamgöngur hafa líka haft hvetjandi áhrif á ferðahegðun Íslendinga því miklu hærra hlutfall íslensku þjóðarinnar ferðast til Bandaríkjanna en þekkist meðal hinna Norðurlandaþjóðanna eða hjá Eystrarsaltslöndunum. Bandaríkjareisum Íslendinga gæti hins vegar farið fækkandi því samkvæmt nýlegri lesendakönnun Túrista, sem ríflega þúsund svör fengust í, þá segja 68% að kjör Trump og framganga hans á forsetastóli hafi dregið úr áhuga sínum á ferðalögum til Bandaríkjanna.

Nýtt efni

Bandarísk flugfélög hvetja Biden-stjórnina í Bandaríkjunum til að gefa ekki út fleiri flugleyfi fyrir kínverska keppinauta þeirra í flugi milli Kína og Bandaríkjanna. Vísað er til samkeppnishindrana sem flugmálayfirvöld í Kína beita erlend flugfélög. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu. Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna gaf það út í febrúar að kínversk flugfélög gætu boðið allt að 50 flugferðir á …

Kynnisferðir, sem starfa undir vörumerkinu Icelandia, hafa gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Dive.is. Fyrir áttu Kynnisferðir 51% hlut í félaginu á móti Tobias Klose. Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að bjóða upp á námskeið í köfun. Félagið leggur mikið uppúr upplifun viðskiptavina enda er það í efsta …

„Ég myndi halda að við værum stærsta flugfélagið fyrir þá sem eru að fljúga frá Íslandi," sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, á kynningarfundi hlutafjárútboðs félagsins, á þriðjudaginn. Máli sínu til stuðnings sýndi hinn nýi forstjóri og fyrrum stjórnarformaður flugfélagsins glæru þar sem sjá mátti hvernig hlutdeild Play á heimamarkaði hefur aukist og farið upp …

Árið 2018 kynnti netverslunin Amazon nýjung á bandarískum smásölumarkaði: Amazon Just Walk Out-Stores. Verslunin var kynnt sem mikil bylting og í rauninni væri lausn Amazon framtíðarlausn fyrir aðrar smásöluverslanir. Maður skannaði símann sinn þegar gengið var inn í Just Walk Out-verslun Amazon, valdi þær vörur sem maður girntist, setti þær í innkaupakörfu og síðan gat …

MYND: ÓJ

Fyrir heimsfaraldur voru flugsamgöngur milli Íslands og Ítalíu litlar, takmörkuðust lengst af við sumarferðir til Mílanó. Á þessu hefur orðið mikil breyting því nú er hægt að fljúga héðan allt árið til Rómar og Mílanó og á sumrin eykst úrvalið enn frekar.  Ítölsku ferðafólki hefur fjölgað verulega í takt við þessar auknu samgöngur og var …

Sala á hreinum rafbílum frá þýska bílaframleiðandanum BMW jókst um 41 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Með söluaukningunni er vægi rafbíla hjá BMW, sem einnig framleiðir Mini, komið upp í 20 prósent hjá þýska framleiðandnum en hlufallið var 15 prósent fyrir ári síðan samkvæmt frétt Bloomberg. Á sama tíma hefur orðið samdráttur í sölu á …

Kínverski bílaframleiðandinn Chery virðist vera að ná samningum um að eignast fyrstu verksmiðju sína í Evrópu, nánar tiltekið í katalónska höfuðstaðnum Barselóna á Spáni. Um er að ræða verksmiðju sem Nissan lokaði árið 2021 og er markmið yfirvalda á Spáni og héraðsstjórnarinnar í Katalóníu að endurheimta þau 1.600 störf sem þá glötuðust. Nú hefur katalónski …

Sjö af þeim níu þotum sem voru í flota Wow air undir það síðasta voru í eigu flugvélaleigunnar Air Lease Corporation (ALC). Ein þeirra var kyrrsett á Keflavíkurflugvelli í kjölfar gjaldþrots flugfélagsins þann 28. mars árið 2019 en í takt við samkomulag Wow Air og Isavia var ávallt ein þota félagsins eftir á Keflavíkurflugvelli sem …