Samfélagsmiðlar

Kristinn er til í Soðboð í Brussel

kristinn sod

Flæmingja aspas, stúmp eða bláskel í belgísku öli verður vafalítið miklu oftar á boðstólum á íslenskum heimilum hér eftir þökk sé Soði Brusselbúans Kristins Guðmundssonar. Flæmingja aspas, stúmp eða bláskel í belgísku öli verður vafalítið miklu oftar á boðstólum á íslenskum heimilum hér eftir þökk sé Soði Brusselbúans Kristins Guðmundssonar. Í þessum skemmtilegu og frumlegu matreiðsluþáttum kennir Kristinn áhorfendum hvernig á að matreiða hefðbundna belgíska rétti en hann tekur líka snúning á klassískum smellum. Og það er ekki annað að sjá en að Kristinn sakni einskis úr íslenska eldhúsinu nema kannski stöku orða yfir áhöld og hráefni. Túristi spurði Youtube-kokkinn út í þættina, Brussel og áhuga hans á að bjóða íslenskum sælkerum í heimsókn. 
Hvernig varð Soð til?
Soð kom aðallega til vegna stress yfir því að ég hefði ekkert að gera í sumarfríinu. Ég og kærastan ætlum til Íslands og búa í sumarbústað stóran part sumarsins og ég er ekki maður sem liggur bara og gerir ekki neitt. Áttaði mig á því seinasta sumar að ég var með eitthvert „passion“ fyrir því að elda utandyra og kannski sýniþörf líka þannig þetta small einhvernv eginn allt saman og úr varð einhver Suða af mér að elda upp í vinnustofunni minni.

Þú eldar töluvert af belgískum réttum en er matarmenning Belga ekki Íslendingum frekar framandi?
Jú, ég myndi halda að þekking Íslendinga á belgískri matargerð sé lítil sem engin, þó auðvitað séu undartekningar þar á. Ég þurfti náttúrulega að búa mér til einhvurslags ramma utan þættina og þá lá það bara beinustu leið að elda belgískt, enda búinn að vera vinna í belgísku eldhúsi í frekar langan tíma.

Belgískur bjór kemur líka við sögu. Er hann mikilvægur hluti af eldamennskunni?
Belgískur bjór er stór partur af belgískri matargerð, kemur oft fyrir, enda alveg einstakt hráefni og alveg hrikalega skemmtilegt. Mér fannst það vanta einhvern veginn í íslenska matarmenningu að fólk fari að nota þetta hráefni í eldun, enda vanari að nota rauðvín. En hvað veit ég samt, ég er búinn að búa erlendis í 11 ár, þetta er bara svona mín tilfinning.

Þú hefur gert töluvert af því að ganga um Brussel með íslenska ferðamenn. Hvað kemur landanum mest á óvart í borginni?
Já, ég var að ganga með henni Tinnu Ottesen, Gengið í Brussel, og það hefur verið alveg ótrúlega skemmtilegt ævintýri. Það sem kemur Íslendingum mest á óvart er hversu skemmtileg þessi borg er, því fólk hugsar um einhverjar moldvörpur haldandi á skjalatöskum hlaupandi um borgina. Brussel hefur alveg æðislega sögu og er alveg mega skemmtileg, þó það séu nú nokkrar moldvörpur með skjalatöskur hérna en þá eru þær oft mjög ungar og hressar týpur.

Kemur til greina að bjóða upp á matarferðir um Brussel og jafnvel í stúdíóið?
Ég hef verið að hugsa hvernig væri hægt að blanda saman Soð og göngutúrum. Mig langar nefnilega að bjóða fólki hingað heim, í stúdíóið, að fá sér kvöldverð þar sem hægt væri að tala um sögu Belgíu ásamt því að snæða góðan kvöldverð og drekka vel útvalda bjóra með matnum. Borðstofuborðið mitt tekur um 12 manns í sæti, þannig nóg er plássið. Endilega finnið Soð á Facebook og sendið mér skilaboð og sjáið hvort ég sé laus fyrir hópinn ykkar.

Ein í lokin, þú ert oft kappklæddur í þáttunum. Er kalt í Soð-stúdíóinu?

Ég tók fyrstu þættina upp í janúar og það er engin kynding í vinnustofunni þannig að þá er það bara lopinn, húfan og hitinn frá gashellunni. En nú er allt að fara í hina áttina og. það fer að verða of heitt upp í vinnustofu. Það þykir mér ekki gott enda betra að klæða af sér kuldan en að vera hálfnakinn að vinna með sagir, slípirokk og sjóðheitar pönnur.
Á Facebook síðu Soðs má finna nánari upplýsingar um prógrammið en allir þættirnir eru svo á Youtube en á fimmtudögum bætist við nýr þáttur. Hér fyrir eldar Kristinn stúmp.

Til Brussel fljúga bæði Icelandair og WOW og framboð á ferðum þangað fyrir áhugasama um belgíska matargerð og Soð er því mikið.

Nýtt efni

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …

MYND: ÓJ

Kínverskir ferðamenn hafa verið töluvert áberandi í Reykjavík og víðar um land í vor. Auðvitað er fólk af kínverskum uppruna búsett um allan heim og eitthvað af því fer í Íslandsferðir en þeim hefur snarfjölgað sem koma hingað alla leið frá Alþýðulýðveldinu Kína. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli komu hingað í marsmánuði 8.642 Kínverjar og …

Brasilíski flugframleiðandinn Embraer greinir frá góðum gangi í pöntunum og afhendingu véla á fyrstu mánuðum ársins. Mestur var fögnuðurinn í höfuðstöðvunum í São José dos Campos þegar American Airlines staðfesti kaup á 90 farþegaþotum af gerðinni E175, sem verða notaðar í innanlandsflugi og eru hluti af stórri endurnýjun flugflota félagsins. E175 eru meðaldrægar vélar, oftast …

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …