Samfélagsmiðlar

Áfram lækkar verðið hjá Avis og Hertz við Keflavíkurflugvöll

Verðskrár tveggja af stærstu bílaleigum landsins hafa lækkað umtalsvert síðustu vikur og miklu munar á verðinu í dag og í fyrra. 

island vegur ferdinand stohr

Verðskrár tveggja af stærstu bílaleigum landsins halda áfram að lækkað. Ferðamaður sem byrjar tveggja vikna ferðalag um Ísland á mánudaginn getur í dag bókað bílaleigubíl hjá bæði Hertz og Avis fyrir mun minna en ef hann hefði gengið frá leigunni með góðum fyrirvara í vor. Í dag kostar bíll af minnstu gerð hjá Hertz 90.200 krónur en 99.600 hjá Avis en í könnun Túrista í lok mars var verðið hjá Avis, fyrir sama bíl, 133 þúsund en 112 þúsund hjá Hertz.
Leiguverðið fyrir seinni tvær vikurnar í júlí hefur lækkað hjá bílaleigunum tveimur síðustu vikur, eins og kannanir Túrista hafa sýnt, en aldrei hefur verðið verið eins lágt og það er í dag. Sé litið til verðslagsins fyrir ári síðan þá kemur í ljós að ferðamaður sem leigir bíl hjá Avis og Hertz í dag borgar meira en helmingi minna en sá sem bókaði bílaleigubil í mars í fyrra til afnota í júlí það ár. Þá kostaði nefnilega ódýrasti bíllinn hjá Avis og Hertz rúmlega 200 þúsund krónur. Í dag er verðið hins vegar meira en helmingi lægra eins þó aðeins séu tveir dagar í að leigutímabilið hefjist.

Offramboð á bílaleigubílum

Í viðtali við Morgunblaðið í lok júní fullyrti eigandi Bílaleigunnar Geysis að offramboð væri á bílaleigubílum hér á landi og verðskrár þeirra hefðu því lækkað. Og eins sjá má á dæmunum hér fyrir ofan þá á það sannarlega við nú yfir hásumarið en verðlækkunin er þó hlutfallslega minni í evrum talið enda hefur íslenska krónan styrkt umtalsvert síðastliðið ár. Engu að síður er ljóts að erlendir ferðamenn geta fengið ódýrari bílaleigubíla við Keflavíkurflugvöll í dag en í fyrra.

Nýtt efni

Notkun á sjálfbæru eldsneyti er besta leiðin til að draga hratt úr losun frá flugsamgöngum, segir Willie Walsh, framkvæmdastjóra Alþjóðasambands flugfélaga, IATA. Hann ræddi mikilvægi þess að minnka losun í ávarpi sínu á flugmálaráðstefnu Changi í Singapúr í vikunni.  Willie Walsh undirstrikaði í ávarpi sínu að flugheimurinn stefndi staðfastlega að kolefnishlutleysi árið 2050: „Við megum …

Vesturland er í útjaðri meginstraums erlendra ferðamanna sem koma til Íslands. Flestir eru þeir á Suðvesturlandi, fara Gullna hringinn og meðfram suðurströndinni - en auðvitað aka margir þeirra eftir Hringveginum í gegnum Borgarfjörð eða halda upp á Snæfellsnes - og áfram sem leið liggur til Vestfjarða með ýmsum útúrdúrum. Við ætlum sem sagt ekki að …

Gott símasamband í höfuðborg Bretlands byggði lengi á hinum 177 metra háa BT Tower sem kenndur var við eigandann, British Telecom. Turninn varð hæsta mannvirkið í London þegar hann var reistur af símafyrirtækinu árið 1964. Það var ekki fyrr en 16 árum síðar að annað mannvirki í London fór upp fyrir þetta símamastur sem einnig …

Velta í ferðaþjónustu í nóvember og desember í fyrra var nærri óbreytt miðað við sama tíma árið 2022 eða rúmlega 121 milljarður króna. Ef veltan hefði verið í takt við verðbólgu og fjölgun gistinátta ferðamanna þá hefði hún verið um 13 milljörðum kr. hærri. Af undirgreinum ferðaþjónustunnar þá var veitingareksturinn sá eini sem hélt í …

Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Bain Capital Credit varð langstærsti hluthafinn í Icelandair í júní 2021 og á nú 17,2 prósenta hlut. Sjóðurinn hefur fjárfest fyrir 10,4 milljarða króna í flugfélaginu en fengi rétt 7,5 milljarða fyrir hlutinn í dag. Mismunurinn nemur nærri 3 milljörðum króna en gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um 18 prósent frá því …

Tölur sem Kóperníkus, lofthjúpsvöktunaþjónusta Evrópusambandsins, og ítölsku umhverfisverndarsamtökin Legambiente kynntu nýlega sýna að í Mílanó mælist svifryk og önnur loftmengun áfram hvað mest í allri Evrópu. Nú er loks rætt um það af yfirvöldum í Mílanó og nærliggjandi borgum og bæjum á Langabarðalandi að grípa einhverra aðgerða - eins og að takmarka notkun á mest …

Þátttaka hins opinbera í rafbílakaupum landsmanna er nú með breyttu sniði. Í stað skattaafsláttar upp á 1,3 milljónir króna, sem dreginn var frá söluverði nýrra rafbíla, þá verða kaupendur bílanna að greiða fullt verð í umboðinu og sækja svo um 900 þúsund króna styrk hjá Orkustofnun í framhaldinu. Þessi breyting var gerð um síðustu áramóti …

Sá sem kaupir ódýrasta fargjaldið hjá Icelandair, Economy Light, þarf að borga aukalega fyrir innritaðan farangur. Áður var töskugjaldið 5.280 krónur en nú þarf að borga allt að 6.600 krónur undir farangurinn aðra leið. Hækkunin nemur 25 prósentum og svo mikil eru hún líka ef innrita á skíði. Flutningur á þeim kostar núna allt að …