Samfélagsmiðlar

Fleiri laus hótelherbergi í Reykjavík í dag en í febrúar

Ef bókunarstaðan hjá Booking.com endurspeglar hótelmarkaðinn í höfuðborginni þá stefnir í að fleiri herbergi verði þar laus um helgina en raunin var í lok febrúar síðastliðinn. Hins vegar er þettbókað hjá Airbnb en þeir gistikostir eru sennilega langflestir án leyfis.

reykjavik Tim Wright

Ef bókunarstaðan hjá Booking.com endurspeglar hótelmarkaðinn í höfuðborginni þá stefnir í að fleiri herbergi verði þar laus um helgina en raunin var í lok febrúar síðastliðinn. Hins vegar er þéttbókað hjá Airbnb. Þegar leitað er eftir tveggja manna hótelbergi í Reykjavík um helgina hjá Booking.com kemur í ljós að 77 prósent af þeim herbergjum sem bókunarsíðan hefur úr að moða í borginni eru frátekin. Þegar Túristi gerði samskonar leit hjá Booking.com fyrir síðustu helgina í febrúar síðastliðnum þá var hins vegar 91 prósent af herbergjunum uppseld. Ferðamaður á leið til höfuðborgarinnar á fimmtudaginn hefur því töluvert fleiri valkosti en sá sem var í sömu sporum fyrir fimm mánuðum síðan þó núna sé háannatími í ferðaþjónustu en ekki hávetur.
Hafa ber í huga að þrátt fyrir að Booking.com sé líklega umsvifamesta hótelbókunarfyrirtæki í heimi þá gefur bókunarstaðan á vefsíðunni ekki fullkomna mynd af reykvíska hótelmarkaðinum. Þetta er þó vísbending um að í dag sé framboð af lausum herbergjum í höfuðborginni töluvert. Það sést líka á því að notendur HotelTonight appsins finna í dag nokkrar lausar gistingar í Reykjavík um helgina en þessa fyrrnefndu febrúarhelgi var ekkert laust hjá HotelTonight.
Bókunarstaðan í Reykjavík er þó mun betri en í höfuðborgum hinna Norðurlandanna þar sem hlutfall lausra herbergja hjá Booking.com í Kaupmannahöfn, Helsinki, Ósló og Stokkhólmi er miklu hærra en hér á landi.

Airbnb með um 3800 gistikosti í Reykjavík

Annað umsvifamikið fyrirtæki í sölu á gistingu á Íslandi er Airbnb en þar á bæ er 92 prósent af allri gistingu í Reykjavík um helgina uppbókuð. Framboðið er þó töluvert því Airbnb býður upp á 306 mismunandi gistingar í höfuðborginni frá fimmtudegi til sunnudags sem þýðir að þessi bandaríska gistimiðlun hefur á sínum snærum ríflega 3800 gistingar í Reykjavík í sumar. Til samanburðar þá hafa tvær stærstu hótelkeðjur landsins, Íslandshótel og Icelandair Hotels, yfir að ráða um 3.500 herbergjum samtals út um allt land. En forsvarsmenn þessara tveggja hótelfyrirtækja segja að í dag sé minna um að fólk bóki herbergi með stuttum fyrirvara. Þess háttar bókanir eru hins vegar hótelunum mjög mikilvægar því þær eru dýrari og oftar en ekki pantaðar beint hótelunum sjálfum. Því þarf ekki að greiða af þeim þóknun til netbókunarfyrirtækja.
Samkvæmt vef Sýslumannsins í höfuborginni hafa 285 leyfi til heimagistingar verið gefin út í Reykjavík en sem fyrr segir þá eru gistikostirnir á Airbnb í borginni ríflega þrettán sinnum fleiri.

Nýtt efni

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …

Toyota í Japan tilkynnti í morgun að framleiðsla fyrirtækisins hefði aukist um sjö prósent í janúar og að þetta væri þrettándi mánuðurinn í röð sem fleiri bílar væru framleiddir en í sama mánuði árið á undan. Meginskýringin er sögð mikil eftirspurn í Bandaríkjunum. Í janúar runnu rúmlega 740 þúsund fleiri Toyotur af færiböndum verksmiðjanna en …

Við þeim sem fara um Ráðhústorg í Kaupmannahöfn þessa dagana blasir við risastór auglýsing frá Icelandair. Velunnari FF7 var þar á ferð í vikunni og sendi meðfylgjandi mynd. Auglýsingin er á húsi númer fjögur við Ráðhústorg og fyrir hornið á vegg sem snýr að H.C. Andersen Boulevard, sem er mikil umferðaræð í gegnum miðborgina. Unnið …

Tæknirisinn Apple hefur síðastliðinn áratug unnið að þróun rafknúinna og sjálfstýrðra ökutækja sem þó aldrei hafa verið formlega kynnt. Og það verður varla úr þessu því nú hefur þessari þróunarvinnu verið hætt samkvæmt frétt Bloomberg. Þriðjungurinn af þeim mörg hundruð manns sem unnið hafa að bílaverkefninu verða færð yfir á svið gervigreindar hjá Apple en …

Útibú Arion banka á Keflavíkurflugvelli lokaði í janúar og við fjármálaþjónustu í flugstöðinni tók Change Group sem hátti hagkvæmasta tilboðið í þennan rekstur í útboði sem Isavia efndi til í fyrra. Ennþá er Change Group þó ekki komin með tilskilin leyfi til að sinna gjaldeyrisviðskiptum hér á landi samkvæmt því sem FF7 kemst næst og …

Hún er svo vinsæl, bandaríski rithöfundurinn Sarah J. Maas, að þegar þriðja bindið í Crescent City-bókaflokknum kom út þann 30. janúar síðastliðinn stóðu aðdáendur hennar í löngum röðum í vetrarkuldanum fyrir framan bókabúðirnar sem höfðu ákveðið að opna búðir sínar á miðnætti á útgáfudeginum í New York og víðar um Bandaríkin. Þessar raðir fyrir framan …

Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur áætlað að af öllum mat sem framleiddur er í heiminum fari um þriðingur í ruslið, eða 1,3 milljarðar tonna á ári. Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna hefur áætlað að á heimsvísu fari um 17 prósent af öllum mat í matvöruverslunum, á veitingastöðum og á heimilum í ruslið. Það er gríðarlegt magn af prýðisgóðri næringu sem þar fer …