Samfélagsmiðlar

Útlit fyrir dýrari gistingu á Spáni

Ferðamannastraumurinn hefur legið til Spánar síðustu ár og íslenskir og breskir ferðafrömuðir sjá fram áframhaldandi hækkandi hótelverð þar í landi.

Sólþyrstir Evrópubúar hafa fjölmennt sem aldrei fyrr á Spánarstrendur síðustu ár. Ekki bara yfir sumarmánuðina því vetrarferðir til Kanaríeyja hafa aldrei verið vinsælli. Skýringin á þessu liggur að hluta til í ótryggu ástandi í löndum eins og Tyrklandi og Egyptalandi og á tímabili hafa evrópsk yfirvöld lagst gegn ferðum þegna sinna til þessara landa. Á þeim ferðaviðvörunum hefur verið slakað að einhverju leyti en ferðalangar sækja áfram í öryggið á Spáni. Þessi mikla eftirspurn hefur orðið til þess að verðlagið á Spáni hefur farið upp á við og nú gera breskir ferðafrömuðir ráð fyrir því að verðskrár spænskra hótela hækki á næsta ári um 5 til 10 prósent samkvæmt frétt Independent.

Forsvarsmenn íslenskra ferðaskrifstofa haga líka fundið fyrir þessum breytingum og segist Þórunn Reynisdóttir hjá Ferðaskrifstofu Íslands sjá svipaðar hækkanir á hótelverði á Spáni en hún segir þó markmiðið vera að halda heildarverðinu á pakkaferðum á sama róli og það var í ár. Tómas J. Gestsson hjá Heimsferðum segir Spánverja hafa almennt hækkað verð því megi búast við einhverri hækkun en bróðurpartur þeirra sólarlandaferða sem íslenskar ferðaskrifstofur bjóða upp eru á spænska áfangastaði. Þangað hefur straumurinn héðan líka legið og allt árið í fyrra flugu til að mynda að jafnaði um 500 Íslendingar í viku til Tenerife og tvöfaldaðist fjöldi íslenskra ferðamanna á eyjunni á milli áranna 2014 og 2016.

Sumarprógramm stærst ferðaskrifstofanna hér á landi verður kynnt á næstunni og þá kemur í ljós hvort nýir áfangastaðir bætist við en í fyrrnefndri frétt Independent kemur fram að Bretar séu farnir að bóka Tyrklandsferðir í auknum mæli. En líkt og Túristi greindi frá nýverið þá ætlar ferðaskrifstofan Nazar að bíða í eitt ár í viðbót með að hefja sölu á ferðum þangað á ný frá Íslandi.

 

Nýtt efni

Hann var nýorðinn 14 ára gamall þegar eitt af stóru félögunum í Belgíu, Genk, hafði samband við hann og bauð honum pláss í fótboltaakademíunni sem hafði þá mjög góðan orðstír. Það tók Kevin de Bruyne nokkurn tíma að sannfæra foreldra sína um að það væri góð hugmynd fyrir hann að flytja frá Drongen til að …

Play leitar nú fjárfesta sem vilja leggja félaginu til 1,4 milljarða króna í það minnsta. Stærstu hluthafarnir hafa gefið vilyrði sitt fyrir innspýtingu upp á 2,6 milljarða kr. en sú viðbót er háð því skilyrði að það safnist alla vega 4 milljarðar í nýtt hlutafé. Áður höfðu stjórnendur Play gefið út að þeir þyrftu þrjá …

Mikil umferð farþega var um evrópska flugvelli í janúar, víða fór farþegafjöldinn fram úr því sem var í sama mánuði 2019. Um 46 flugvöllum á Spáni, sem AENA starfrækir, var farþegafjöldinn 18,6 milljónir, sem er 10 prósentum fleiri en í janúar í fyrra. Flestir fóru um flugvöllinn í Madríd nú í janúar síðastliðnum, nærri 4,8 …

Það sem af er ári hefur hægt á eftirspurn á rafbílamarkaði heimsins og framleiðendur bregðast við með því að segja upp starfsfólki, minnka framleiðslukostnað og breyta áætlunum sínum. Þetta bakslag gæti seinkað orkuskiptum í vegasamgöngum.  Þýski gæðabílaframleiðandinn Mercedes-Benz tilkynnti í gær að markmiðum um rafbílavæðingu yrði frestað um fimm ár og sjá til þess að …

Stjórn Volvo Cars ætlar að láta af því verða að minnka hlutinn í sænska rafbílaframleiðandanum Polestar en áformin voru fyrst kynnt í byrjun þessa mánaðar. Fjárfestar tóku tíðindunum vel því hlutabréfin í Volvo hækkuðu í kjölfarið um fjórðung. Endurteknar hlutafjáraukningar Polestar hafa nefnilega haft neikvæð áhrif á gengi Volvo í kauphöllinni í Stokkhólmi samkvæmt frétt …

Notkun á sjálfbæru eldsneyti er besta leiðin til að draga hratt úr losun frá flugsamgöngum, segir Willie Walsh, framkvæmdastjóra Alþjóðasambands flugfélaga, IATA. Hann ræddi mikilvægi þess að minnka losun í ávarpi sínu á flugmálaráðstefnu Changi í Singapúr í vikunni.  Willie Walsh undirstrikaði í ávarpi sínu að flugheimurinn stefndi staðfastlega að kolefnishlutleysi árið 2050: „Við megum …

Vesturland er í útjaðri meginstraums erlendra ferðamanna sem koma til Íslands. Flestir eru þeir á Suðvesturlandi, fara Gullna hringinn og meðfram suðurströndinni - en auðvitað aka margir þeirra eftir Hringveginum í gegnum Borgarfjörð eða halda upp á Snæfellsnes - og áfram sem leið liggur til Vestfjarða með ýmsum útúrdúrum. Við ætlum sem sagt ekki að …

Gott símasamband í höfuðborg Bretlands byggði lengi á hinum 177 metra háa BT Tower sem kenndur var við eigandann, British Telecom. Turninn varð hæsta mannvirkið í London þegar hann var reistur af símafyrirtækinu árið 1964. Það var ekki fyrr en 16 árum síðar að annað mannvirki í London fór upp fyrir þetta símamastur sem einnig …