Samfélagsmiðlar

Lán til ferðaþjónustunnar hækkuðu um 32 milljarða

Vægi lánveitinga sem tengjast túrisma er mismunandi hátt hjá stærstu bönkunum en hæst er það hjá Íslandsbanka. Arion banki jók lánin til greinarinnar langmest í fyrra og þá aðallega í samgöngumál.

Island seljalandsfoss taylor leopold

Lán til ferðaþjónustunnar námu tæplega 223 milljörðum króna í lánabókum Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans um síðustu áramót. Höfðu þau hækkað um 33 milljarða frá árinu 2016 samkvæmt þeim upplýsingum sem finna má í ársuppgjörum bankanna þriggja. Vægi lána til ferðaþjónustunnar er langhæst hjá Íslandsbanka eða 13% af útistandandi lánum til viðskiptavina bankans. Hjá Landsbankanum er hlutfallið 8% en 7% hjá Arion banka. Hjá tveimur fyrrnefndu bönkunum var hlutfall lána til ferðaþjónustu óbreytt frá árinu 2016 en hækkaði um 2 prósentustig hjá Arion.

Í milljörðum talið þá er skuld ferðaþjónustunnar 94 milljarðar hjá Íslandsbanka á meðan skuldin við Landsbankanna nemur 75 milljörðum og nærri 54 milljörðum hjá Arion banka. Í heildina voru þetta 223 milljarðar um síðustu áramót en í árslok 2016 var heildarskuldin nærri 191 milljarður. Viðbótin nemur því 32 milljörðum og rúmur helmingur hennar kemur frá Arion banka því þar jukust útlán tengd ferðaþjónustu um 18 milljarða í fyrra. Stærsti hluti þessarar viðbótarlána frá Arion banka fóru í samgöngumál innan ferðaþjónustu því lánveitingar til fyrirtækja í þess háttar rekstri fjórfölduðust í fyrra. Fóru úr 3,6 milljörðum í 14,5 milljarða líkt og Túristi greindi núverið frá nýverið.

Það fást hins vegar ekki nánari upplýsingar frá Arion banka um hvernig þessi lán skiptast á milli greina en samkvæmt atvinnuvegaflokkun Hagstofunnar, sem Arion banki styðst við, þá gætu lánin hafa farið til flugfélaga, bílaleiga, hópferðafyrirtækja auk annars konar fyrirtækja sem tengjast á einhvern hátt samgöngum innan ferðaþjónustu.

Túristi hefur óskað eftir upplýsingum frá bæði Íslandsbanka og Landsbankanum um hvernig lán þeirra til ferðaþjónustunnar skiptast eftir flokkum en í svari Landsbankans segir að ekki sé hætt að veita frekari upplýsingar. Hjá Íslandsbanka munu 55% allra lána til ferðaþjónustu flokkast undir verslun og þjónustu, 21% tilheyrir fasteignafélögum, 18% heyrir undir iðnað og flutning en þau 6% sem eftir standa eru óflokkuð.

Nýtt efni

Um síðustu mánaðamót var greint frá því á borgarvef Amsterdam að innan marka hennar væri að finna 10 snjalldælur sem ökumenn gætu nýtt sér án endurgjalds. Það sem greinir snjalldælu frá þessum hefðbundnu, sem ökumenn geta nálgast víða til að dæla lofti í bíldekkin, er að þær tryggja að þrýstingur sé réttur. Margir ökumenn hafa …

Eins og raunin var í gær, þá fá ferðamenn ekki að fara upp á Akrópólishæðina í Aþenu um miðjan daginn vegna óvenjulega mikils hita miðað við árstíma. Engum verður hleypt upp á hæðina frá hádegi til klukkan fimm síðdegis. Sama gildir um aðra fornleifastaði í landinu, sem ferðamenn sækjast eftir að skoða. Allir sem hafa …

Í byrjun síðasta vetrar hóf Easyjet að fljúga tvisvar í viku milli London og Akureyrar. Aldrei áður höfðu áætlunarferðir verið í boði á þessari flugleið og íbúar á Norðurlandi tóku þessari nýjung fagnandi og voru í meirhluta sætanna í þotum breska flugfélagsins. Þetta mátti sjá á tölum norðlenska gististaða því breskum gestum fjölgaði ekki ýkja …

Ákvörðun Evrópusambandsins um að leggja allt að 38,1 prósents viðbótartoll á kínverska rafbíla vekur áhyggjur margra í alþjóðlega viðskiptaheiminum. Verndartollum er ætlað að hemja samkeppni að utan, reisa varnir á heimavelli, en leiða auðvitað gjarnan til þess að mótaðilinn svarar fyrir sig. Það óttast einmitt evrópskir framleiðendur, sem háðir eru viðskiptum við Kína, að gerist …

Vorið 2021, stuttu áður en Play fór í loftið í fyrsta sinn, efndi félagið til hlutafjárútboðs þar sem söfnuðust 10 milljarðar króna. Í kjölfarið voru bréfin skráð á First North Growth í Kauphöllinni en um þann markað gilda ekki eins strangar reglur og Aðalmarkað Nasdaq. Í tengslum síðustu hlutafjáraukningu, sem lauk í apríl síðastliðnum, var …

Viðskiptastríð vesturveldanna og Kína heldur áfram að þyngjast því fyrr í dag gaf Evrópusambandið út að 38,1 prósent innflutningstollar yrðu lagðir á kínverska rafbíla frá og með næsta mánuði. Sú hækkun bætist við þann 10 prósent toll sem í dag ríkir á innflutning rafbíla frá Kína til aðildarríkja ESB. Þessi viðbótartollur hefur verið yfirvofandi síðustu …

Það var í júní 2014 sem breska lággjaldaflugfélagið Flybe, sem nú er gjaldþrota, hóf áætlunarflug til Íslands frá Birmingham. Flugleiðin stóð ekki undir væntingum stjórnenda Flyby og var lögð niður eftir níu mánuði. Þá tók Icelandair við keflinu og hélt úti tíðum ferðum milli Íslands og þessarar næstfjölmennustu borgar Bretlands fram í ársbyrjun 2018. Síðan …

Í Bandaríkjunum eru lestarsamgöngur ekki eins góðar og í Evrópu og þurfa þeir sem ætla að sækja komandi landsfundi Demókrata og Repúblikana annað hvort að keyra eða fljúga á fundarstað. Af þeim sökum hefur bandaríska flugfélagið United Airlines bætt við 118 flugferðum til og frá Chicago í ágúst í tilefni af landsfundi Demókrata. Repúblikanar hittast …