Samfélagsmiðlar

Norwegian ætlar að ná 17 milljörðum í hlutafé í nótt

Norska flugfélagið þarf á styrkja stöðu sína og leitar núna til stærstu eigendanna. Sérfræðingar eru þó ekki bjartsýnir á gang mála hjá þessum umsvifamesta flugfélagi Norðurlanda.

norwegian 3

Stærstu hluthöfum norska flugfélagsins Norwegian býðst nú að kaupa hlutabréf í félaginu að virði 1,3 milljarða norskra króna. Það jafngildir um 17 milljörðum íslenskra króna og hófst söfnunin seinnipartinn í dag og lýkur í fyrramálið. Samkvæmt tilkynningu frá Norwegian þá á hið aukna hlutafé að styrkja samkeppnisstöðu lággjaldaflugfélagsins og tryggja núverandi og komandi fjárfestingar.

Vöxtur Norwegian hefur verið mjög hraður síðustu ár og er félagið nú orðið það stærsta á Norðurlöndum. Umsvifin takmarkast þó ekki aðeins við flug til og frá Norðurlöndunum því félagið er með starfstöðvar í nokkrum Evrópulöndum, vestanhafs og í Argentínu. Reksturinn hefur hins vegar verið þungur og á síðasta ári tapaði félagið um 300 milljónum norskra króna, um 3,8 milljörðum íslenskra króna. Þetta ár byrjar líka illa og því hefur félagið lækkað afkomuspá sína en tapreksturinn er aðallega rakinn til hækkandi olíuverðs.

Græða bara í júlí

Michael O´Leary, forstjóri Ryanair, stærsta lággjaldaflugfélags Evrópu, hefur ítrekað fullyrt að Norwegian sé eitt þeirra evrópsku flugfélaga sem eigi sér ekki langa framtíð og Karl Johan Molnes, frá verðbréfafyrirtækisins Norne Securities, er líka svartsýnn á framhaldið. Í viðtali við norska viðskiptablaðið Dagens Næringsliv nú í kvöld segir hann að það komi honum ekki á óvart að Norwegian verði að sækja aukið hlutafé en miðað við gang mála þá verði þetta ekki í síðasta skipti sem eigendurnir verði að láta aukið fjármagn í félagið. Máli sínu til stuðnins fullyrðir Karl Johan að í dag sé júlí eini mánuðurinn sem Norwegian er rekið með hagnaði og það gangi ekki til lengdar. Hann mælist því til að fyrirtækið leggi niður lengri flugleiðir og hætti við áform sín í Argentínu. „Þau verða líka að fá fleiri viðskiptaferðalanga um borð til að þéna peninga því að á bandaríska markaðnum er vitað að 13 prósent farþeganna standa undir um helmingi teknanna.“

Tekjurnar hafa hrunið

Johan Pedersen hjá Sydbank í Danmörku tekur í sama streng í viðtali við Børsen nú í kvöld og bendir á að tekjur Norwegian hafi hrunið á risavaxinn hátt síðustliðin ár. Hann býst þó ekki við að fargjöldin hækki á næstunni en segir að félagið kaupi sér ekki langan tíma í hlutafjárútboðinu sem lýkur í morgunsárið.

Myndi hafa áhrif á Icelandair og WOW

Í dag býður Norwegian upp á áætlunarferðir til Íslands frá Noregi, Svíþjóð, Bretlandi og Spáni og er því í beinni samkeppni við Icelandair og WOW air á nokkrum flugleiðum frá Keflavíkurflugvelli. Samkeppnin við íslensku flugfélögin er þó aðallega í ferðum yfir Atlantshafið enda flýgur Norwegian til nokkurra þeirra borga vestanhafs og í Evrópu sem eru hluti af leiðakerfum Icelandair og WOW air. Verðstefna Norwegian er líka ein helsta ástæða þess að fargjöld milli N-Ameríku og Evrópu hafa farið hratt lækkandi síðustu ár. Ef norska félagið dregur saman seglin eða hækkar fargjöldin hjá sér gæti það orðið til þess að verð á farmiðum frá Evrópu til Bandaríkjanna hækki almennt í verði. Þeirri breytingu myndu vafalítið forsvarsmenn margra samkeppnisaðila Norwegian fagna en þó kannski ekki opinberlega. 

Þess má geta haustið 2013 tók Túristi viðtal við Bjørn Kjos, forstjóra og stofnanda Norwegian. Þar ræddi hann meðal annars Icelandair, WOW air og Sterling Airlines. En Norwegian og Sterling áttu í harðri samkeppni í Skandinavíu á árunum 2005 til 2008.

 

 

 

Nýtt efni

Lufthansa-flugsamsteypan tilkynnti í dag að flugferðum til Amman í Jórdaníu, Erbil í Kúrdahéruðum Íraks og Tel Aviv í Ísrael yrði frestað til þriðjudags og ekki yrði flogið til Beirút í Líbanon og Teheran í Íran a.m.k. til fimmtudags vegna stríðsógnarinnar og hernaðaraðgerða í Mið-Austurlöndum. Á flugvellinum í Amman í Jórdaníu - MYND: Unsplash/Cila Photography Reuters-fréttastofan …

Hjá Könglum er rík áhersla lögð á að nýta afurðir úr nærumhverfinu, hvort sem það eru jurtir, afgangar eða aukaafurðir bruggunarferlisins. Sjálfbær hugsun og skynsöm nýting náttúrunnar er auk þess í farabroddi þar sem aldrei er tekið meira en náttúran hefur að gefa, svo hún geti tekið við sér aftur eftir uppskeruna. Heitið Könglar varð …

Árið 2001 starfaði Khaled Hosseini sem heimilislæknir en stundaði bókaskrif í frístundum sínum. Hann vaknaði á hverjum morgni klukkan 4:30 og sat við eldhúsborðið yfir bókaskrifum fyrstu þrjár morgunstundirnar. Síðan fór hann í sturtu, klæddi sig og keyrði á læknastofuna til að meðhöndla sjúklinga sína. En sjálfur segir höfundurinn að allan þann tíma sem hann …

Icelandair tekur í notkun þrjár nýjar Boeing Max þotur fyrir sumarvertíðina og sú fyrsta er komin til landsins en hún er fengin af lager flugvélaframleiðandans í Seattle. Hinar tvær eru splunkunýjar og segir Guðni Sigurðsson, talsmaður flugfélagsins, að þær séu báðar komnar af færibandinu og nú fari fram lokaskoðun á þeim. Von er á þessum …

Íslendingar hafa líklega önnur viðmið um það hvað sé hæfilega margt fólk samankomið á einum stað en þjóðir sem vanar eru meiri mannþröng og umferðarþunga alla daga. Sjálfsagt er það eigingjarnt og sjálfmiðað að ætlast til þess að fá að ganga einsamall í friði og ró niður Almannagjá á Þingvöllum á góðum sumardegi. Þeir dagar …

Frestur til að skila inn tilboðum í 35 prósent hlut Landsbankans í Keahótelin, eina stærstu hótelkeðju landsins, rann út fyrir síðustu jól. Ennþá er söluferlið í gangi samkvæmt svari frá bankanum en engar nýjar upplýsingar er að fá um stöðuna. Hluturinn í Keahótelunum var auglýstur til sölu í lok nóvember í fyrra og þá sagði …

Wizz Air er meðal þeirra flugfélaga í heiminum sem losa minnst af CO2 og hefur fengið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir viðleitni til sjálfbærni. Þessi árangur skýrist fyrst og fremst af því að ungverska félagið er með nýjan flugflota í þjónustu sinni, aðallega Airbus A321neo sem flestar eru innan við fimm ára gamlar. Þá hjálpa góð sætanýting …

Þessar niðurstöður komu í ljós í könnun sem Jacques Delors-stofnunin gerði í mars í þessum löndum, en niðurstöðurnar fóru ekki mjög hátt fyrr en The Guardian gerði þær að umtalsefni á dögunum. Niðurstöðurnar þykja nefnilega athyglisverðar í ljósi þess að mikið hefur verið rætt um að bakslag hafi orðið í stuðningi almennings í Evrópu við aðgerðir í umhverfismálum. Könnunin …