Samfélagsmiðlar

Ennþá tóbak í flugvélunum

Það má ekki reykja í háloftunum en sum flugfélag hafi þó ennþá tekjur af því að selja sígarettur.

Þó reykingar um borð hafi lengi verið bannaðar þá selja sum flugfélög ennþá sígarettur.

Norska krabbameinsfélagið biðlar nú til forsvarsmanna Norwegian og SAS, tveggja stærstu flugfélaganna þar í landi, um að hætta að sölu á sígarettum sem tollfrjálsum varningi um borð. Tilefni þess að málið komst í hámæli núna er sú staðreynd að hollenska flugfélagið KLM, sem er stórtækt í Noregi, hefur ákveðið að hætta að bjóða tóbak um borð. Í grein norska Dagblaðsins er haft eftir aðalritara krabbameinsfélagsins þar í landi að hún vonist til þess að norsku flugfélögin fylgi fordæmi KLM og annarra norrænna flugfélaga sem hafi hætt þessari sölu. Nefnir hún þar sérstaklega Finnair og Icelandair.

Í frétt Dagblaðsins norska fullyrðir talsmaður SAS að tóbakssalan sé til endurskoðunar en hins vegar segir upplýsingafulltrúi Norwegian að svo lengi sem farþegar sækist eftir þessari vöru þá verði hún á boðstólum.

Sem fyrr segir þá er tóbak ekki til sölu í þotum Icelandair og í svari til Túrista segir Guðjón Arngrímsson, talsmaður félagsins, að þessu hafi verið hætt fyrir allmörgum árum. Svanhvít Friðriksdóttir hjá WOW air segir aðspurð að það hafi verið rætt innan fyrirtæksins að hætta að selja sígarettur um borð en endanlega ákvörðun hafi ekki verið tekin.

Það er aldarfjórðungur liðin frá því að fyrstu reyklausu þotur Icelandair fóru í loftið en það var þann 1. apríl árið 1993. Reykingabannið takmarkaðist þó aðeins við flug félagsins til Norðurlanda og Bretlands og í frétt Morgunblaðsins, þar sem fjallað var um hið nýja reyklausa flug, viðurkennir einn viðmælandi blaðsins að bannið muni hafa áhrif á ferðalög sín. „Ég kem til með að velja flugleiðir þar sem ekki gildir reykbann svo framarlega sem ég næ tengiflugi og ferðatilhögun raskast ekki þeim mun meira. Sem dæmi færi ég frekar til Amsterdam en London fyrst svona er í pottinn búið,“ sagði kona ein í samtali við Morgunblaðið árið 1993. Í grein blaðsins voru svo þessi leiðbeiningar birt fyrir reykingafólk sem var á leið í flug.

Leiðbeiningar til reykingafólks á ferðalögum:
1. Byrjaðu að undirbúa hugann fyrir reyklaust flug nokkrum dögum áð-ur en þú leggur af stað.

2. Þú getur haft með þér fitusnautt og hollt nasl, sem að hluta til kemur í stað tóbaks.

3. Slakaðu á spenntum vöðvum í öxlum og hálsi og andaðu nokkrum sinnum djúpt og rólega.

4.Notaðu hendurnar, t.d. til að ráða krossgátur eða skrifa niður kosti þess að reykja ekki.

5.Stattu upp og teygðu úr þér eins oft og kostur er.

6. Slepptu kaffí og áfengi og drekktu heldur vatn, ávaxtasafa eða mjólk.

7. Verðlaunaðu sjálfa(n) þig eftir reyklaust flug, t.d. með því að fara á góðan veitingastað um kvöldið.

8. Athugaðu möguleikann á að nota reyklaust flug til að hætta loksins að reykja.

9. Það merkilega er að löngun í sígarettu líður hjá fyrr eða síðar. Hvort sem þú reykir hana eða ekki.

Nýtt efni

Fyrstu fimm mánuði ársins hefur verð á flugmiðum frá Íslandi til útlanda verið ódýrara en á sama tímabili í fyrra. Í maí lækkaði verðið um 5,7 prósent samkvæmt nýjum mælingum Hagstofunnar en til samanburðar hækkaði verðlag almennt um 6,2 prósent á milli ára. Verðmælingar Hagstofunnar ná til fleiri flugfélaga en þeirra íslensku en þau standa …

Þess hefur verið beðið að Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilkynnti um refsitolla á innflutning kínverskra rafbíla. Kínversk stjórnvöld hafa verið sökuð um óeðlilega mikinn ríkisstuðning við innlenda framleiðendur og var þetta meðal umræðuefna í Evrópuferð forseta Kína nýverið. Ný tollheimta myndi þýða milljarða evra aukalegar álögur á kínverska rafbílaframleiðendur.  Xi-Jingping, forseti Kína - MYND: Britta Pedersen/dpa-Zentralbild/dpa/Alamy Nú …

Það er stundum margt um ferðamanninn á Skólavörðustíg og á Laugavegi. Einhverjir tuða vegna þessa, segjast vilja endurheimta miðborgina, en fleiri gera sér grein fyrir því að ferðamenn hafa glætt miðborgina nýju lífi. Það er svo annað mál að ferðamannafjöldi leiðir gjarnan til einhæfni í þjónustu: Ferðamannamenn í miðborginni - MYND: ÓJ Minjagripaverslunum fjölgar óhæfilega, …

Kynnisferðir hf. hagnaðist um rúmlega 1,3 milljarða króna á síðasta ári og tvöfaldaðist hann á milli ára. Tekjur félagsins námu 14,5 milljörðum króna og jukust um 30 prósent frá í fyrra. „Við erum afar stolt af þeim árangri sem náðist í rekstri félagsins á síðasta ári þrátt fyrir hátt vaxtastig og aðrar krefjandi ytri aðstæður. …

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, og ríkisstjórn hans með Janet Yellen, fjármálaráðherra, fremsta í flokki, hafa nú kynnt fyrstu opinberu leiðbeiningarnar fyrir markað með kolefniseiningar þar í landi. Leiðbeininginum er ætlað auka líkurnar á því að kolefniseiningar sem ganga kaupum og sölum séu af nægilegum gæðum og að verkefnin sem liggi þeim til grundvallar skili raunverulegum árangri, …

„Fyrir þessa aðgerð voru rúmlega 800 manns í störfum sem ekki eru flugtengd og uppsagnirnar náðu eingöngu til þeirra," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, en fyrirtækið samdi í dag um starfslok 82 starfsmanna. Uppsagnirnar náðu ekki til áhafna líkt og FF7 hafði áður greint frá. „Eins og við höfum sagt þá var árið …

Ráðuneyti viðskipta og sjávarútvegsmála í Noregi kynnti fyrir tveimur árum drög að frumvarpi um að þarlendir kjarasamningar og reglur um aðbúnað næðu líka til áhafna erlendra skipa sem færu um norska lögsögu. Litið yrði svo á að um leið og erlent skip færi inn fyrir norska lögsögu giltu um það sömu reglur og alla innlenda …

Fjárfestar lögðu Play til 4,6 milljarða króna í hlutafjárútboði félagsins sem lauk þann 11. apríl síðastliðinn. Í kjölfarið urðu töluverðar breytingar á hópi stærstu hluthafa félagsins. Nú er lífeyrissjóðurinn Birta stærsti einstaki hluthafinn en samanlagt fara sjóðir á vegum Íslandssjóða fyrir enn stærri hlut. Meðal nýrra stórra hluthafa er félag í eigu Einars Sveinssonar og …