Samfélagsmiðlar

Valdi konur frá minnihlutanum til að jafna kynjahlutföllin

Fjármálaráðherra snéri við forgangsröðun Pírata í stjórn Isavia og tryggði þannig karlframbjóðendum stjórnarflokkana sín sæti.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra fer með hlut ríkissins í Isavia.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, skipaði nýja stjórn Isavia á ársfundi ríkisfyrirtækisins í lok síðustu viku. Venju samkvæmt eru allir fimm stjórnarmeðlimirnir skipaðir pólitískt en þess háttar tíðkast ekki hjá ríkisfyrirtækjunum sem reka flugvellina í nágrannalöndunum.

Túristi óskaði eftir upplýsingum frá flokkunum fimm, sem eiga fulltrúa í stjórn og varastjórn Isavia, um hvernig staðið var að vali á frambjóðendum. Í svari Gunnars Braga Sveinssonar, þingflokksformanns Miðflokksins, segir að flokkurinn hafi, eins og vera ber, tilnefnt karl og konu í stjórn Isavia en það hafi síðan verið ráðherra sem ákvað hvort þeirra hann gerði að aðalmanni og varamanni. Niðurstaða fjármálaráðherra var að velja Nönnu Margréti Gunnlaugsdóttur í aðalstjórn en til vara er Reynir Þór Guðmundsson. Gunnar Bragi segir að í vali flokksins hafi verið horft til þess að viðkomandi hefði bæði eða annað hvort þekkingu á flugmálum og/eða rekstri og reiðubúin að fylgja eftir stefnu Miðflokksins er kemur að flugmálum. „Isavia er opinbert fyrirtæki og sem slíkt tekur pólitískar ákvarðanir varðandi fjárfestingar, stefnu o.þ.h. Því er eðlilegt að í stjórn séu pólitískir fulltrúar,” segir í svari Gunnars Braga. Þess má geta að varamaður Miðflokksins, Reynir Þór, á fyrirtæki sem er í flugrekstri á Reykjavíkurflugvelli. Aðspurður um hvort það skapi hættu á hagsmunaárekstrum þá segir Gunnar Bragi að um vanhæfi gildi almennar reglur og hann geri ráð fyrir að stjórn Isavia muni fjalla um það.

Tók Evu Pandoru fram yfir Hreiðar

Í svari þingflokks Pírata segir að óskað hafi verið eftir tilnefningum og umsóknum innan hreyfingarinnar í þær stjórnir, nefndir og ráð sem skipa þurfti fulltrúa í. „Við mat á hæfi er almennt litið til þekkingar og reynslu eftir því sem við á, sem og hversu vel sá fulltrúi er í stakk búinn til að starfa samkvæmt gildum og stefnu Pírata.” Niðurstaðan var sú að Hreiðar Eiríksson, lögfræðingur, sem starfar hjá Fiskistofu var tilnefndur sem aðalmaður en Eva Pandora Baldursdóttir, viðskiptafræðingur og fyrrum þingmaður Pírata, til vara. Bjarni Benediktsson, snéri þessari forgangsröðun við því hann skipaði Evu Pandoru í aðalstjórnina.

Með þeirri ákvörðun og valinu á Nönnu Margréti frá Miðflokki má segja að Bjarni hafi gert það mögulegt, með tilliti til kynjahlutfalla, að velja karlana þrjá sem voru aðalframbjóðendur stjórnarflokkana. En þingflokkur Vinstri grænna telfdi fram Valdimari Halldórssyni, framkvæmdastjóra Hvalasafnsins á Húsavík og fyrrum aðstoðarmanni Steingríms J. Sigfússonar, sem aðalframbjóðanda samkvæmt svari Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingflokksformanns. Framkvæmdastjóri VG, Björg Eva Erlendsdóttir, er varamaður.

Aðstoðarkona samgönguráðherra til vara

Jafnframt varð fjármálaráðherra við ósk Framsóknarflokksins um að Matthías Imsland, fyrrum aðstoðarmaður ráðherra flokksins, yrði áfram aðalstjórn og Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarkona samgönguráðherra, í varastjórn. „Valið snýst um að velja einstaklinga sem hafa reynslu og þekkingu á rekstri. Það hafa þessir einstaklingar,” segir í svari Þórunnar Egilsdóttir, þingflokksformanns Framsóknarflokksins.

Ekkert svar frá Sjálfstæðismönnum

Túristi óskaði jafnframt eftir svörum frá Sigurpáli Ingimundarsyni, framkvæmdastjóra þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur ekki orðið við því en þess má geta að Sigurpáll er sonur Ingimundar Sigurpálssonar, stjórnarformanns Isavia. Fastlega má gera ráð fyrir að Ingimundur, sitjandi stjórnarformaður Isavia, hafi verið aðalframbjóðandi Sjálfstæðisflokksins og Sigrún Traustadóttir hafi verið varamaður.

Þess má geta að í kjölfar fréttar Túrista á laugardag um hið pólitíska val í stjórn Isavia þá var óskað eftir viðbrögðum frá fjármálaráðherra og Ingimundi Sigurpálssyni, stjórnarformanni. Þau hafa ekki ennþá borist.

Nýtt efni

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …

Í marsmánuði fór fjöldi erlendra ferðamanna í Japan í fyrsta skipti yfir 3 milljónir, samkvæmt tölum sem birtar voru í síðustu viku. Um 2,7 milljónir komu í febrúar. Auðvitað nýtur japönsk ferðaþjónusta nú uppsafnaðrar löngunar erlendra ferðamanna á að heimsækja loks Japan eftir langvarandi lokun og ferðahindranir í tengslum við Covid-19 en það er ekki …

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands var heiðraður á ársfundi Meet in Reykjavik í gær. Hann leiddi til sigurs umsókn Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS)“ til Reykjavíkur í júlí 2027. Gert er ráð fyrir að 2.500 erlendir vísindamenn og fagfólk á sviði fjarkönnunar frá öllum heimshornum sæki ráðstefnuna …

United Airlines tilkynntu í gær um betri afkomu en vænst var á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur í framhaldi af því að tapið á fyrsta fjórðungi var minna en óttast hafði verið. Megin ástæða þess að vel gengur er einfaldlega mikill áhugi á ferðalögum. Hlutabréf í United hækkuðu strax í fyrstu viðskiptum eftir að tilkynnt var …

Japanskir bílaframleiðandur hafa dregist aftur úr nýrri fyrirtækjum á borð við bandaríska Tesla og kínverska BYD í þróun rafbílasmíði. En menn velta því fyrir sér hvort japanskir framleiðendur á borð við Toyota og Nissan verði ekki fljótir að vinna upp það forskot - og jafnvel ná forystu - með þróun nýrrar gerðar rafhlaðna, sem vonir …

„Viltu nýjan bíl? Ef svarið er já, þá þurfum við að finna pening til að kaupa bílinn. Við getum aflað hans með sjávarútvegi en sú grein er takmörkuð og margir vilja setja skorður á fiskeldi. Til að auka framleiðslu á málmum þarf meiri raforku. Þá er það ferðaþjónustan sem er eftir og því þarf að …

Yfir veturinn eru Bretar fjölmennastir í hópi ferðamanna hér á landi en fyrstu þrjá mánuði þessa árs innrituðu 109 þúsund breskir farþegar sig í flug frá Keflavíkurflugvelli. Fjöldinn stóð í stað frá sama tíma í fyrra en hins vegar fjölgaði brottförum útlendinga um tíund þessa þrjá mánuði. Efnahagsástandið í Bretlandi kann að skýra að það …

Því var fagnað í gær að undirrituð hefði verið viljayfirlýsingu um að Íslandshótel og fjárfestar tengdir Skógarböðunum ætluðu að byggja og reka fjögurra stjörnu hótel við Skógarböðin í Eyjafirði gegnt Akureyri. Á væntanlegu baðhóteli verða 120 herbergi. Sjallinn - MYND: Facebook-síða Sjallans Íslandshótel hafa líka haft áform um að reisa hótel í miðbæ Akureyrar, þar …