Samfélagsmiðlar

Segir WOW ætla að kúvenda viðskiptafargjöldum

Forstjóri WOW air segir það hafa verið þegjandi samkomulag hjá stóru flugfélögunum að halda farmiðum á fremsta farrýminu háu og boðar hann miklar verðlækkanir.

flug danist soh

Það kostar vanalega margfalt meira að sitja í breiðu sætunum fremst í farþegarýminu en þessum hefðbundnu aftar í flugvélinni. Og þó dýru sætin séu hlutfallslega fá þá skipta tekjurnar af þeim sköpum fyrir flugfélögin. Sérstaklega í flugi yfir Norður-Atlantshafið því samkvæmt nýlegri greiningu IATA, alþjóða samtaka flugfélaga, þá stóðu farþegarnnir í fremsta farrými undir um helmingi tekna flugfélaganna á flugi milli Evrópu og Norður-Ameríku. Það er mun hærra hlutfall en í áætlunarflugi yfir Kyrrahafið eða á milli Evrópu og Asíu.

Það þarf því ekki að undrast að lággjaldaflugfélögin reyni nú að fá fleiri viðskiptaferðalanga um borð. Í vikunni blés WOW air til sóknar með sérstökum „Premium” fargjöldum sem koma í stað „Biz” farmiðanna sem kynntir voru fyrir ári síðan. Skúli Mogensen, forstjóri WOW, segir að „Biz” fargjöldin hafi verið tilraun sem hafi gengið það vel að nú sé ætlunin að fara alla leið og að flestar vélar WOW air verði komnar með stór sæti fyrir „Premium” farþega fyrir sumarbyrjun. Uppsetning á þeim í öllum flugflotanum á að ljúka í sumarlok. Á bilinu 8 til 24 stór sæti verða í hverri þotu.

Betri sæti eru hins vegar ekki aðal málið í samkeppninni um viðskiptaferðalanga því það er verðið og boðar Skúli mikla lækkun á fargjöldunum fyrir þennan hóp enda stenst núverandi verðlagning ekki skoðun að hans mati. „Á meðan almennu fargjöld hafa farið lækkandi þá hækka viðskiptafargjöldin. Bilið þarna á milli er orðið mjög mikið og við teljum okkur geta gert mikið betur og munum bjóða fargjöld sem eru 50 til 70% lægri en það sem gerist og gengur í dag,” segir Skúli. Hann telur þegjandi samkomulag hjá stóru flugfélögunum ástæðuna fyrir því að viðskiptafargjöldin hafi ekki fylgt sömu verðþróun og almenna farmiðarnir.

Af handahófi hefur Túristi borið saman viðskiptafargjöld Icelandair og WOW air á tveimur dagsetningum á næstum vikum. Eins og sjá má þá er WOW nokkru ódýrara í byrjun maí en Icelandair býður betur í júní. Hins vegar er munurinn mikill á fargjöldum félaganna ef flogið er frá London til New York. Á þeirr leið býður hins vegar Norwegian hagstæðara viðskiptafargjald en British Airways er langdýrast. Hafa ber í huga að fargjöldin eru ekki keimlík. Stundum fæst forgangur í vopnaleit með farinu á meðan önnur bjóða upp á aðgang að betri stofum og þráðlaust net.

Nýtt efni

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …