Samfélagsmiðlar

Bestu útibarirnir í Stokkhólmi

Síðustu vikur hafa Svíar kosið að sitja utandyra þegar þeir fara út að borða, á kaffihús eða fá sér hressingu í sólinni. Hér eru nokkrir góðir staðir til að sleikja sólina með drykk í hönd í Stokkhólmi.

Veðrið hefur leikið við frændþjóðirnar nú í sumarbyrjun og þar með hefur bekkurinn verið þéttskipaður fyrir utan veitingahúsin í Stokkhólmi á meðan fáir sitja inni. Það er þó ekki nóg að setja borð út á stétt til að komast á lista sænska dagblaðsins Dagens Nyheter yfir bestu úti veitingahúsin í sænsku höfuðborginni.

Hér eru nokkur þeirra sem hlutu náð fyrir augum skríbenta Dagens Nyheter:

  1. Ef þú lætur þér ekki nægja að sitja og njóta heldur vilt líka hafa eitthvað fyrir stafni þá er Boule barinn við Rålambshovsparkern á Kungsholmen staðurinn. Við boule völlinn er boðið upp á suðfranskan mat, ostrur og kampavín og fleira fínt. Látlausara í val á veitingum er einnig í boði.
  2. Útsýnið af svölum Konunglegu óperunnar er frábært og bar hússins nýtur því mikilla vinsælda á sumrin. Hér sýpur þú á kokteilum og horfir yfir að konungshöllinni, þinghúsinu og út á Mäleren. Strömterrassen er við Stömgatan 14.
  3. Það er líka eftirsótt að komast á svalirnar við Södra leikhúsið og horfa þá í öfuga átt við þá sem eru á svölum Óperuhússins. Bar leikhússins er opinn miðvikudaga til laugardaga yfir sumarið. Champagnebaren, Södra Teatern.
  4. Ef þú vilt gefa börnum tækifæri á leik á sama tíma og þú hressir þig við í hitanum þá er Bleck við Blecktornsparken á Söder álitlegur staður. Bleck, Katarina Bangatan 68.
  5. Tvö hundruð sólstólar, útitónleikar, hamborgarar, nachos og fleira í þeim stíl á Solstugan en þaðan er útsýnið yfir Mäleren ljómandi gott.
  6. Á kajanum við Gamla stan eru nokku lágreist hús og í einu þeirra er stór veitingastaður sem kallast Mr. French. Á stéttinni við bryggjukantinn er boðið upp á bröns, hádegismat, kvöldmat með frönsku og arabísku þema. Mister French er í Tullhus 2.
  7. Steikt síld, fiskborgarar, samlokur og fleiri einfaldir réttir við Liljeholmsbron í suðurhluta borgarinnar og að sjálfsögðu fylgir ótakmarkaður aðgangur að sólinni, svo lengi sem hún sýnir sig. Loopen er við Hornstulls strand 6.
  8. Skeppsholmen er lítil eyja í miðborginni sem hýsir m.a. Moderna safnið og fleiri góð. Þarna er líka fallegt hótel og eigendur þess bjóða auðvitað fólki upp á að setjast út í græna garðinn og njóta veitinga og sóla sig smá. Hotel Skeppsholmen er við Gröna gångem 1.


Frá fimmtudegi til sunnudags er hægt að fá ódýrara far með Arlanda Express hraðlestinni frá flugvellinum og niður í bæ. Tilboðið gildir líka yfir hásumarið. Sjá hér

Nýtt efni

Notkun á sjálfbæru eldsneyti er besta leiðin til að draga hratt úr losun frá flugsamgöngum, segir Willie Walsh, framkvæmdastjóra Alþjóðasambands flugfélaga, IATA. Hann ræddi mikilvægi þess að minnka losun í ávarpi sínu á flugmálaráðstefnu Changi í Singapúr í vikunni.  Willie Walsh undirstrikaði í ávarpi sínu að flugheimurinn stefndi staðfastlega að kolefnishlutleysi árið 2050: „Við megum …

Vesturland er í útjaðri meginstraums erlendra ferðamanna sem koma til Íslands. Flestir eru þeir á Suðvesturlandi, fara Gullna hringinn og meðfram suðurströndinni - en auðvitað aka margir þeirra eftir Hringveginum í gegnum Borgarfjörð eða halda upp á Snæfellsnes - og áfram sem leið liggur til Vestfjarða með ýmsum útúrdúrum. Við ætlum sem sagt ekki að …

Gott símasamband í höfuðborg Bretlands byggði lengi á hinum 177 metra háa BT Tower sem kenndur var við eigandann, British Telecom. Turninn varð hæsta mannvirkið í London þegar hann var reistur af símafyrirtækinu árið 1964. Það var ekki fyrr en 16 árum síðar að annað mannvirki í London fór upp fyrir þetta símamastur sem einnig …

Velta í ferðaþjónustu í nóvember og desember í fyrra var nærri óbreytt miðað við sama tíma árið 2022 eða rúmlega 121 milljarður króna. Ef veltan hefði verið í takt við verðbólgu og fjölgun gistinátta ferðamanna þá hefði hún verið um 13 milljörðum kr. hærri. Af undirgreinum ferðaþjónustunnar þá var veitingareksturinn sá eini sem hélt í …

Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Bain Capital Credit varð langstærsti hluthafinn í Icelandair í júní 2021 og á nú 17,2 prósenta hlut. Sjóðurinn hefur fjárfest fyrir 10,4 milljarða króna í flugfélaginu en fengi rétt 7,5 milljarða fyrir hlutinn í dag. Mismunurinn nemur nærri 3 milljörðum króna en gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um 18 prósent frá því …

Tölur sem Kóperníkus, lofthjúpsvöktunaþjónusta Evrópusambandsins, og ítölsku umhverfisverndarsamtökin Legambiente kynntu nýlega sýna að í Mílanó mælist svifryk og önnur loftmengun áfram hvað mest í allri Evrópu. Nú er loks rætt um það af yfirvöldum í Mílanó og nærliggjandi borgum og bæjum á Langabarðalandi að grípa einhverra aðgerða - eins og að takmarka notkun á mest …

Þátttaka hins opinbera í rafbílakaupum landsmanna er nú með breyttu sniði. Í stað skattaafsláttar upp á 1,3 milljónir króna, sem dreginn var frá söluverði nýrra rafbíla, þá verða kaupendur bílanna að greiða fullt verð í umboðinu og sækja svo um 900 þúsund króna styrk hjá Orkustofnun í framhaldinu. Þessi breyting var gerð um síðustu áramóti …

Sá sem kaupir ódýrasta fargjaldið hjá Icelandair, Economy Light, þarf að borga aukalega fyrir innritaðan farangur. Áður var töskugjaldið 5.280 krónur en nú þarf að borga allt að 6.600 krónur undir farangurinn aðra leið. Hækkunin nemur 25 prósentum og svo mikil eru hún líka ef innrita á skíði. Flutningur á þeim kostar núna allt að …