Samfélagsmiðlar

Þrefalt meira tap á fyrri helmingi ársins

Tap Icelandair fyrstu sex mánuði ársins nam 6,2 milljörðum króna. Forstjórinn segir félagið góðri stöðu til að takast á við áskoranir og nýta tækifæri sem upp kunna að koma. Sérfræðingar Landsbankans segja að allt þurfi að ganga upp hjá félaginu á seinni hluta árs svo spár stjórnenda gangi eftir.

Árið í ár ætlar að reynast Icelandair, líkt og fleiri flugfélögum, erfiðara en þau síðustu. Í uppjöri félagsins fyrir fyrri helmingi ársins kemur fram að félagið tapaði 6,2 milljörðum en á sama tíma í fyrra nam tapið 2,1 milljörðum. Þá var félagið reyndar rekið með hagnaði á öðrum ársfjórðungi en það var ekki raunin nú og þarf að leita nokkur ár aftur í tímann til að finna taprekstur hjá félaginu á þessum hluta ársins.

Í tilkynningu frá Icelandair Group kemur fram að þrýstingur á fargjöld, lakari sætanýting og einskiptiskostnaður vegna truflana í flugáætlun skýri lækkun á afkomu á milli ára. „Afkoma annars ársfjórðungs er lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Spár okkar um hækkandi meðalverð á síðari hluta ársins hafa hingað til ekki gengið eftir. Þetta gerist þrátt fyrir að olíuverð hafi hækkað mikið. Samkeppnin á mörkuðum hefur sjaldan verið meiri sem kemur fram með þessum hætti. Við gerum áfram ráð fyrir að til lengri tíma muni hækkun aðfanga leiða til hækkunar meðalverðs,“ segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, í tilkynningu. Hann bætir því við að aðstæður í rekstri flugfélaga séu vissulega krefjandi um þessar mundir. „Icelandair Group er hins vegar í góðri stöðu til að takast á við áskoranir og nýta tækifæri sem upp kunna að koma við slíkar aðstæður.“

Í greinargerð sem hagfræðideild Landsbankans sendi frá sér í kvöld segir að miðað við niðurstöðuna á fyrri helmingi ársins hjá Icelandair þá verði afkoma flugfélagsins á seinni hlutanum að vera betri en á sama tíma í fyrra ef spár stjórnenda Icelandair um EBITDA hagnað eigi að ganga eftir. „Í fljótu bragði virðist allt þurfi að ganga til að efri mörkunum verði náð, þá sérstaklega á fjórða ársfjórðungi. Við erum ekki svo bjartsýnir…,“ segir í skýrslu Landsbankans.

Þar kemur fram að meðalfargjaldið hjá Icelandair hafi hækkað það sem af er ári en þurfi að hækka ennþá meira á seinni hlutanum. Það þýddi að hin mikla hækkun sem orðið hefur á þotueldsneyti myndi skila sér inn í verðlagið af meiri krafti en orðið hefur.

Nýtt efni

Þessar niðurstöður komu í ljós í könnun sem Jacques Delors-stofnunin gerði í mars í þessum löndum, en niðurstöðurnar fóru ekki mjög hátt fyrr en The Guardian gerði þær að umtalsefni á dögunum. Niðurstöðurnar þykja nefnilega athyglisverðar í ljósi þess að mikið hefur verið rætt um að bakslag hafi orðið í stuðningi almennings í Evrópu við aðgerðir í umhverfismálum. Könnunin …

Almennu hlutafjárútboði Play lauk í gær og bárust tilboð upp á 105 milljónir króna en lagt var upp með að selja nýtt hlutafé fyrir allt að 500 milljónir króna. Þátttaka almennings í hlutafjáraukningu Play í nóvember 2022 var heldur ekki í takt við framboð. Þá lögðu stærstu hluthafar félagsins því til 2,3 milljarða króna. Það …

Bandarísk flugfélög hvetja Biden-stjórnina í Bandaríkjunum til að gefa ekki út fleiri flugleyfi fyrir kínverska keppinauta þeirra í flugi milli Kína og Bandaríkjanna. Vísað er til samkeppnishindrana sem flugmálayfirvöld í Kína beita erlend flugfélög. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu. Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna gaf það út í febrúar að kínversk flugfélög gætu boðið allt að 50 flugferðir á …

Kynnisferðir, sem starfa undir vörumerkinu Icelandia, hafa gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Dive.is. Fyrir áttu Kynnisferðir 51% hlut í félaginu á móti Tobias Klose. Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að bjóða upp á námskeið í köfun. Félagið leggur mikið uppúr upplifun viðskiptavina enda er það í efsta …

„Ég myndi halda að við værum stærsta flugfélagið fyrir þá sem eru að fljúga frá Íslandi," sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, á kynningarfundi hlutafjárútboðs félagsins, á þriðjudaginn. Máli sínu til stuðnings sýndi hinn nýi forstjóri og fyrrum stjórnarformaður flugfélagsins glæru þar sem sjá mátti hvernig hlutdeild Play á heimamarkaði hefur aukist og farið upp …

Árið 2018 kynnti netverslunin Amazon nýjung á bandarískum smásölumarkaði: Amazon Just Walk Out-Stores. Verslunin var kynnt sem mikil bylting og í rauninni væri lausn Amazon framtíðarlausn fyrir aðrar smásöluverslanir. Maður skannaði símann sinn þegar gengið var inn í Just Walk Out-verslun Amazon, valdi þær vörur sem maður girntist, setti þær í innkaupakörfu og síðan gat …

MYND: ÓJ

Fyrir heimsfaraldur voru flugsamgöngur milli Íslands og Ítalíu litlar, takmörkuðust lengst af við sumarferðir til Mílanó. Á þessu hefur orðið mikil breyting því nú er hægt að fljúga héðan allt árið til Rómar og Mílanó og á sumrin eykst úrvalið enn frekar.  Ítölsku ferðafólki hefur fjölgað verulega í takt við þessar auknu samgöngur og var …

Sala á hreinum rafbílum frá þýska bílaframleiðandanum BMW jókst um 41 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Með söluaukningunni er vægi rafbíla hjá BMW, sem einnig framleiðir Mini, komið upp í 20 prósent hjá þýska framleiðandnum en hlufallið var 15 prósent fyrir ári síðan samkvæmt frétt Bloomberg. Á sama tíma hefur orðið samdráttur í sölu á …