Samfélagsmiðlar

Þýsku ferðafólki fækkaði jafn mikið og flugferðunum til Þýskalands

Áætlunarflugið til Þýskalands drógst saman um fjórðung í júní en jókst umtalsvert til Bandaríkjanna. Ferðamannafjöldinn frá löndunum tveimur endurspeglar þessa þróun.

Bandaríkjamenn eru langfjölmennastir í hópi ferðamanna hér á sumrin og þar á eftir koma Þjóðverjar. Bandarísku túristarnir eru reyndar miklu fleiri en þeir þýsku. Í júní fyrra flugu héðan um 72 þúsund Bandaríkjamenn á meðan Þjóðverjarnir voru um 50 þúsund færri. Í nýliðnum júní breikkaði bilið umtalsvert þegar bandarísku ferðamennirnir voru um 93 þúsund en þeir þýsku rétt rúmlega 16 þúsund.

Samdrátturinn hjá þeim síðarnefndu nam því 24 prósentum í síðasta mánuði en talningar Túrista á flugumferð til og frá Keflavíkurflugvelli leiða í ljósi að áætlunarferðunum hingað frá Þýskalandi fækkaði nærri jafn mikið eða um 26 prósent. Á sama hátt jókst flugumferðin milli Íslands og Bandaríkjanna um ríflega 40 af hundraði sem er hlutfallslega meiri aukning en varð í komum bandarískra ferðamanna eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.

Þar sést hvernig flugumferðin héðan þróaðist í júní til þeirra fimm þjóða sem eru fjölmennastar í hópi ferðamanna hér á landi. Ferðafólkinu fækkaði frá Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi og Kanada og líka áætlunarferðunum. Þessu var öfugt farið þegar litið er til Bandaríkjanna. Vissulega er ekki aðeins hægt að skella skuldinni á færri ferðamenn á færri flugferðir því áætlanir flugfélaganna endurspegla að einhverju leyti eftirspurn á hverjum markaði fyrir sig. Það hefur til að mynda komið víða fram að hækkun íslensku krónunnar hefur haft neikvæð áhrif á sölu Íslandsferða í Þýskalandi.

Það er þó ljóst að ákvörðun stjórnenda Icelandair að hætta næturflugi héðan til Evrópu skyldi eftir sig stórt skarð á þýska markaðnum, þannig fækkaði áætlunarferðunum héðan til Munchen úr 71 í 32. Sú fækkun skrifast líka á brotthvarf Airberlin sem fór á hausinn í byrjun vetrar en félagið hafði verið stórtæki í Íslandsflugi í 12 ár, þar á meðal frá Munchen. Auk þess drógu stjórnendur Eurowings úr sínu flugi og þannig var ekki flogið hingað frá Stuttgart í sumar. Ferðunum frá Berlín fækkaði líka þónokkuð þrátt fyrir að borgin sé nú hluti að leiðakerfi Icelandair á ný. Þaðan flugu bæði Airberlin og Eurowings síðastliðið sumar en ekki í ár.

Þess ber að geta að talningar Túrista byggja aðeins á fjölda flugferða en ekki fjölda farþega. Þess háttar tölur eru ekki opinberar hér á landi öfugt við það sem þekkist í mörgum öðrum löndum. Túristi hefur kært þá afstöðu Isavia til úrskurðarnefndar upplýsingamála. Ráðherra ferðamála sagði í vikunni að hún telji ástæðu til að endurskoða upplýsingagjöfina hér á landi.

Nýtt efni

Biðinni er brátt lokið og eftirvæntingarfullir aðdáendur írska rithöfundarins Sally Rooney getað andað léttar því að í liðinni viku var tilkynnt af The Wylie Agency, umboðsskrifstofu rithöfundarins, að ný bók væri væntanleg frá henni þriðjudaginn 24. september 2024.  Alex Bowler, talsmaður Faber & Faber, enska forlags rithöfundarins, sendi líka frá sér tilkynningu í tilefni af væntanlegri  …

Farþegar á Keflavíkurflugvelli gátu að jafnaði valið á milli nærri 10 brottfara á dag til höfuðborgar Bretlands í síðasta mánuði. Þetta er viðbót um eina ferð frá sama tíma í fyrra ef tillit er tekið til þess að nú er hlaupaár. London var sú borg sem oftast var flogið til frá Keflavíkurflugvelli í febrúar samkvæmt …

Það er bannað að auglýsa vín á Íslandi - nema auðvitað í amerískum samfélagsmiðlum og þeim erlendu vefsíðum sem íslenskir lesendur heimsækja. Áfengisauglýsingar eru hinsvegar mikilvæg tekjulind fjölmiðla í löndum allt í kringum okkur enda býr áfengisiðnaðurinn yfir miklu fjármagni og vill viðhalda áhuga neytenda á öllum aldri á þessum viðurkennda en varasama vímugjafa. FF7 …

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …