Samfélagsmiðlar

Besti fjórðungurinn í fluginu að baki

Bráðlega kemur í ljós hversu vel stjórnendum Icelandair og WOW tókst að nýta háannatímann til að jafna út hið mikla tap sem varð á fyrri helmingi ársins.

Það gengur vel að fylla þotur Icelandair og WOW en spurningin er hvort farmiðaverðið endurspegli að einhverju leyti aukin kostnað flugfélaganna.

Það er engum blöðum um það að fletta að hagur Icelandair og WOW air hefur farið versnandi undanfarin misseri. Staða þeirra er þó vissulega ólík því sjóðir Icelandair eru mun digrari og flugfélagið á allar sínar þotur nema eina. Eigið fé WOW air er hins vegar takmarkað og þoturnar flestar teknar á leigu. Milljarða tap á fyrri helming ársins eiga félögin þó sameiginlegt og líka þá von stjórnenda að staðan batni verulega á seinni hluta ársins og þar vegur nýliðinn ársfjórðungur þungt. „[Þ]riðji fjórðungur á þessu ári verður næstbesti ársfjórðungur í sögu félagsins og því teljum við afkomuspána fyrir seinni hluta ársins í takt við væntingar okkar,“ sagði Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW, til að mynda í viðtali við Fréttablaðið í lok ágúst.

Nú er þessi ársfjórðungur liðinn og í ljósi umræðunnar síðustu mánuði þá er ljóst að uppgjörsins er víða beðið með óþreyju. Ennþá hafa flugfélögin ekkert gefið út um hvernig gekk nema mánaðarlegar farþegatölur. Samkvæmt þeim þá voru þoturnar þéttsetnar í september því hjá WOW var sætanýtingin 88% og 81% hjá Icelandair. Þessi hlutföll segja þó lítið um reksturinn og til marks um það þá var mánaðarleg nýting hjá WOW að jafnaði 88% fyrstu 9 mánuði ársins 2016 og rekstrarhagnaðurinn (EBITDA) nam 5,9 milljörðum á því tímabili. Fyrstu níu mánuði þessa árs hefur meðaltals sætanýtingin verið hærri eða 91% en næsta víst að afkoman fyrir tímabilið mun ekki endurspegla þá bætingu því rekstrartapið á fyrri helmingi ársins var 5,2 milljarðar króna. 

Það liggur ekki fyrir hvort WOW air hafi verið rekið með tapi eða hagnaði á fyrri helmingi ársins 2016 en á því tímabili var hagnaðurinn hjá Icelandair um 6,6 milljarðar. Niðurstaðan fyrstu sex mánuðina í ár var hins vegar tap (EBITDA) upp á rúma 6 milljarða. Sætanýtingin á báðum þessum tímabilum var sú sama eða 80% að meðaltali.

Þessar flutningatölur flugfélaganna gefa því mjög takmarkaða sýn á gang mála og sérstaklega þegar upplýsingar um verðþróun eru ekki opinberar. Þar gætu forsvarsmenn íslensku flugfélaganna tekið skandinavíska kollega sína til fyrirmyndar því í mánaðarlegu uppgjörum SAS og Norwegian er að finna upplýsingar um farmiðaverðið. Í september lækkaði til að mynda meðalfargjaldið hjá Norwegian um 3% en þá voru 89 af hverjum 100 sætum skipuð farþegum. Sætanýtingin hjá SAS var mun lægri eða 78% en þar hækkaði meðalverðið um 5%.

Hversu háar tekjunar voru af hinum þéttsetnu þotum Icelandair og WOW á eftir að koma í ljós. Hitt er þó vitað að það er mun dýrara að reka flugfélaga í dag en það var í fyrra og munar þar miklu um hækkanir á þotueldsneyi. Olíuverðið hefur nefnilega hækkað 40% síðustu 12 mánuði og  verðmunurinn frá haustinu 2016 er tvöfaldur.

Nýtt efni

Kínverjar eru leiðandi í smíði rafbíla, sem taldir eru mikilvægir vegna nauðsynlegra orkuskipta í samgöngum. Hinsvegar er Kína enn mjög háð brennslu kola, nærri 60% rafmagns í landinu er framleitt með kolum og það er enn verið að auka kolanám í landinu. Auk þess sem flutt er inn mikið af olíu og gasi. Jafnhliða er …

Það vour 1.299 bílar skráðir nýir á götuna hér á landi fyrstu þrjár vikurnar í júní og þar af 986 á vegum bílaleiga. Það jafngildir því að 24 prósent nýrra ökutækja fór til einstaklinga en á sama tíma í fyrra var hlutfallið 38 prósent samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins sem ná til 23. júní. Þessar fyrstu þrjár …

Það voru þrjú norræn alþjóðaflugfélög sem hófu flugrekstur í Covid-faraldrinum. Hér á landi var það Play en Flyr og Norse í Noregi. Öll þrjú leigðu árið 2021 þotur á lægra verði en áður hafði þekkst og efndu til hlutafjárútboða meðal fagfjárfesta og almennings. Í byrjun síðasta árs varð Flyr gjaldþrota en rekstur þess byggði á …

Ein árangursríkasta loftslagsaðgerð síðari ára á Íslandi er líklega sú að banna urðun lífræns úrgangs. Þetta bann tók gildi í upphafi árs 2023 og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Smám saman hafa jákvæðar tölur verið að berast, sem gefa tilefni til bjartsýni. Það er semsagt hægt að ná árangri í loftslagsmálum, þótt margir …

Barselóna er ein vinsælasta ferðamannaborg Evrópu en óþol íbúa vegna ágangsins hefur farið vaxandi á síðustu árum - ekki síst vegna húsnæðisvanda ungs fólks sem ekki getur keppt við ferðaþjónustuna í leiguverði. Fyrri borgaryfirvöld hættu útgáfu nýrra leyfa til útleigu og lokað mörgum ferðamannaíbúðum en nú eru í farvatninu enn meiri breytingar. Airbnb og öðrum …

Í Svíþjóð kalla sumarsólstöður, eða Midsommar, á mikil hátíðarhöld þar sem síld og snaps hafa lengstum verið í aðalhlutverki. Sölutölur sænskra kaupmanna sýna þó að vinsældir síldarinnar dala ár frá ári og nú er svo komið að salan hefur helmingast frá árinu 2008. Frá þessu greinir Sænska ríkisútvarpið. Skýringin á þessari þróun liggur í bragðlaukum …

Ferðahópur á Þingvöllum

Alþingi hefur samþykkt tillögu til þingsályktunar, sem ferðamálaráðherra lagði fram í apríl, um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030. Öðlast þingsályktunin þegar gildi en mótun stefnunar var sett á ís þegar Covid-faraldurinn hófst en þráðurinn var tekinn upp að nýju í fyrra. Þá skipaði ráðherra ferðamála, Lilja Alfreðsdóttir, sjö starfshópa til að fara í verkið og komu meira …

Ásgeir Baldurs, framkvæmdastjóri Arctic Adventures

Arctic Adventures er eitt stærsta fyrirtæki landsins í ferðaþjónustu og hefur verið að stækka starfssvið sitt, síðast með kaupum á Special Tours, sem sinnir skoðunarferðum á slóðum hvala og lunda, auk þess að reka Hvalasafnið (Whales of Iceland) í Reykjavík.  Ásgeir Baldurs tók við starfi forstjóra Arctic Adventures fyrir rúmu ári, þegar margir bundu vonir við …