Samfélagsmiðlar

Ótti forstjóra Isavia

Þrátt fyrir einkarétt á góðum gögnum um farþegaflug til og frá landinu þá taldi forstjóri Isavia að framundan væri mun meiri samdráttur í fjölda ferðamanna. Spurt er hvort forstjórinn hafi deilt þessum áhyggjum sínum með stjórnvöldum í ljósi mikilvægis ferðaþjónustunnar.

Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia.

Nú um mánaðamót hefur Skúli Mogensen ekki hugmynd um hversu margir farþegar nýttu sér ferðir Icelandair í janúar. Að sama skapi þekkir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, ekki farþegatölur WOW air. Það er hins vegar einn maður sem getur fengið nákvæmar upplýsingar um hversu marga farþega þessi tvö langumsvifamestu flugfélög landsins flytja á degi hverjum og það er Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia. Í bókum sínum getur hann líka séð hversu margir farþegarnir eru eftir flugleiðum og hve hátt hlutfall eru tengifarþegar. Forstjóri Isavia er líka með skýra mynd af flugáætlun alls millilandaflugs til og frá landinu fram í lok október þegar næsta vetraráætlun hefst.

Þrátt fyrir ótvíræða yfirburðastöðu þegar kemur að upplýsingum um farþegaflug, til og frá landinu, þá virðist Björn Óli ekki hafa mikla tilfinningu fyrir því sem í vændum er. „Það kom okk­ur svo­lítið á óvart hérna inn­an­dyra að þetta var mun betra en við óttuðumst. Við óttuðumst miklu, miklu verra,“ sagði forstjóri Isavia í viðtali við Mbl.is eftir að ferðamannaspá Isavia var kynnt í gær. Hún gerir ráð fyrir því að ferðafólki fækki hér um nærri þrjá af hundraði  í ár.

Í ljósi mikilvægis ferðaþjónustunnar fyrir íslenskt efnahagslíf þá má segja að ferðamannaspá Isavia sé lykilbreyta í hagkerfinu. Af þeim sökum væri fróðlegt að vita hvort Björn Óli hafi komið ótta sínum á framfæri. Ekki bara við stjórn Isavia heldur líka Seðlabankann og stjórnvöld. Það hlýtur nefnilega að vera mikilvægt fyrir þessa aðila að fá vitneskju um það ef sá einstaklingur sem er með nokkurs konar einkarétt á upplýsingum um flugumferð hafi óttast „miklu, miklu verri niðurstöðu.”

En hvað var það sem sló á áhyggjur Björns Óla? Jú, það voru upplýsingar frá Icelandair og WOW air sem gefa til kynna að flugfélögin ætli að setja Íslandsflug í forgang á kostnað tengiflugs yfir hafið. „Það er betri hagnaður af því að fljúga farþega til og frá Íslandi held­ur en skiptif­arþega. Það er virki­lega traust­ur markaður og menn verða að hafa þann markað. Flug­fé­lög­in virðast hafa tekið ákvörðun um að styrkja þann markað, passa sig á að hon­um verði ekki umbreytt, en svo má ekki gleyma að þó að við höf­um séð niður­sveiflu hjá WOW air þá erum við að sjá upp­sveiflu hjá Icelanda­ir,“ sagði Björn Óli í viðtali við Mbl.is um ferðamannaspána.

Það fór hins vegar ekki vel síðast þegar Isavia byggði ferðamannaspá á tölum frá flugfélögunum tveimur. Það gerði fyrirtækið líka í sumarbyrjun í fyrra þegar það birti endurskoðaða áætlun fyrir síðustu sjö mánuði síðasta árs. Þessi uppfærða spá fór hins vegar út af sporinu nærri daginn eftir að hún var birt. Samdrátturinn sem Isavia boðaði síðastliðið sumar í fjölda ferðamanna rættist til dæmis ekki. Ferðafólki fækkaði ekki um 30 þúsund í júlí eins og spáin gerði ráð fyrir heldur fjölgaði þeim um 7 þúsund.

Að þessu sinni gerir spá Isavia ráð fyrir því að skiptifarþegum fækki umtalsvert eða um allt að 30 prósent í ágúst. Það eru jákvæð tíðindi fyrir ferðaþjónustuna, eins og Björn Óli benti á í gær, því þá fækkar ferðafólki minna en sem nemur samdrætti í flugframboði. Björn Óli fagnaði þó þeirri fjölgun skiptifarþega sem var í kortunum í maí í fyrra og vildi meina að sú þróun sýndi þörfina fyrir frekari uppbyggingu Keflavíkurflugvallar. Væntanlegt hrun í fjölda skiptifarþega í ár virðist þó ekki vera ástæða til að staldra við og endurmeta stækkunaráformin ef marka má kynningu Isavia í gær.

Nýtt efni

Ítalía var mesta vínframleiðsluland heims 2023 en þurfti að sætta sig við að sala dróst saman. Það var reyndar staðan hjá flestum vínframleiðsluþjóðunum. Nú liggja fyrir tölur frá helstu markaðslöndum ítalskra vínframleiðenda: Bandaríkjunum, Þýskalandi, Bretlandi, Kanada og Japan, en samanlagður útflutningur til þessara landa nemur 56 prósentum af heildinni. Til samanburðar vega þessi markaðslönd 50 prósent …

Hann var nýorðinn 14 ára gamall þegar eitt af stóru félögunum í Belgíu, Genk, hafði samband við hann og bauð honum pláss í fótboltaakademíunni sem hafði þá mjög góðan orðstír. Það tók Kevin de Bruyne nokkurn tíma að sannfæra foreldra sína um að það væri góð hugmynd fyrir hann að flytja frá Drongen til að …

Play leitar nú fjárfesta sem vilja leggja félaginu til 1,4 milljarða króna í það minnsta. Stærstu hluthafarnir hafa gefið vilyrði sitt fyrir innspýtingu upp á 2,6 milljarða kr. en sú viðbót er háð því skilyrði að það safnist alla vega 4 milljarðar í nýtt hlutafé. Áður höfðu stjórnendur Play gefið út að þeir þyrftu þrjá …

Mikil umferð farþega var um evrópska flugvelli í janúar, víða fór farþegafjöldinn fram úr því sem var í sama mánuði 2019. Um 46 flugvöllum á Spáni, sem AENA starfrækir, var farþegafjöldinn 18,6 milljónir, sem er 10 prósentum fleiri en í janúar í fyrra. Flestir fóru um flugvöllinn í Madríd nú í janúar síðastliðnum, nærri 4,8 …

Það sem af er ári hefur hægt á eftirspurn á rafbílamarkaði heimsins og framleiðendur bregðast við með því að segja upp starfsfólki, minnka framleiðslukostnað og breyta áætlunum sínum. Þetta bakslag gæti seinkað orkuskiptum í vegasamgöngum.  Þýski gæðabílaframleiðandinn Mercedes-Benz tilkynnti í gær að markmiðum um rafbílavæðingu yrði frestað um fimm ár og sjá til þess að …

Stjórn Volvo Cars ætlar að láta af því verða að minnka hlutinn í sænska rafbílaframleiðandanum Polestar en áformin voru fyrst kynnt í byrjun þessa mánaðar. Fjárfestar tóku tíðindunum vel því hlutabréfin í Volvo hækkuðu í kjölfarið um fjórðung. Endurteknar hlutafjáraukningar Polestar hafa nefnilega haft neikvæð áhrif á gengi Volvo í kauphöllinni í Stokkhólmi samkvæmt frétt …

Notkun á sjálfbæru eldsneyti er besta leiðin til að draga hratt úr losun frá flugsamgöngum, segir Willie Walsh, framkvæmdastjóra Alþjóðasambands flugfélaga, IATA. Hann ræddi mikilvægi þess að minnka losun í ávarpi sínu á flugmálaráðstefnu Changi í Singapúr í vikunni.  Willie Walsh undirstrikaði í ávarpi sínu að flugheimurinn stefndi staðfastlega að kolefnishlutleysi árið 2050: „Við megum …

Vesturland er í útjaðri meginstraums erlendra ferðamanna sem koma til Íslands. Flestir eru þeir á Suðvesturlandi, fara Gullna hringinn og meðfram suðurströndinni - en auðvitað aka margir þeirra eftir Hringveginum í gegnum Borgarfjörð eða halda upp á Snæfellsnes - og áfram sem leið liggur til Vestfjarða með ýmsum útúrdúrum. Við ætlum sem sagt ekki að …