Samfélagsmiðlar

Ótti forstjóra Isavia

Þrátt fyrir einkarétt á góðum gögnum um farþegaflug til og frá landinu þá taldi forstjóri Isavia að framundan væri mun meiri samdráttur í fjölda ferðamanna. Spurt er hvort forstjórinn hafi deilt þessum áhyggjum sínum með stjórnvöldum í ljósi mikilvægis ferðaþjónustunnar.

Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia.

Nú um mánaðamót hefur Skúli Mogensen ekki hugmynd um hversu margir farþegar nýttu sér ferðir Icelandair í janúar. Að sama skapi þekkir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, ekki farþegatölur WOW air. Það er hins vegar einn maður sem getur fengið nákvæmar upplýsingar um hversu marga farþega þessi tvö langumsvifamestu flugfélög landsins flytja á degi hverjum og það er Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia. Í bókum sínum getur hann líka séð hversu margir farþegarnir eru eftir flugleiðum og hve hátt hlutfall eru tengifarþegar. Forstjóri Isavia er líka með skýra mynd af flugáætlun alls millilandaflugs til og frá landinu fram í lok október þegar næsta vetraráætlun hefst.

Þrátt fyrir ótvíræða yfirburðastöðu þegar kemur að upplýsingum um farþegaflug, til og frá landinu, þá virðist Björn Óli ekki hafa mikla tilfinningu fyrir því sem í vændum er. „Það kom okk­ur svo­lítið á óvart hérna inn­an­dyra að þetta var mun betra en við óttuðumst. Við óttuðumst miklu, miklu verra,“ sagði forstjóri Isavia í viðtali við Mbl.is eftir að ferðamannaspá Isavia var kynnt í gær. Hún gerir ráð fyrir því að ferðafólki fækki hér um nærri þrjá af hundraði  í ár.

Í ljósi mikilvægis ferðaþjónustunnar fyrir íslenskt efnahagslíf þá má segja að ferðamannaspá Isavia sé lykilbreyta í hagkerfinu. Af þeim sökum væri fróðlegt að vita hvort Björn Óli hafi komið ótta sínum á framfæri. Ekki bara við stjórn Isavia heldur líka Seðlabankann og stjórnvöld. Það hlýtur nefnilega að vera mikilvægt fyrir þessa aðila að fá vitneskju um það ef sá einstaklingur sem er með nokkurs konar einkarétt á upplýsingum um flugumferð hafi óttast „miklu, miklu verri niðurstöðu.”

En hvað var það sem sló á áhyggjur Björns Óla? Jú, það voru upplýsingar frá Icelandair og WOW air sem gefa til kynna að flugfélögin ætli að setja Íslandsflug í forgang á kostnað tengiflugs yfir hafið. „Það er betri hagnaður af því að fljúga farþega til og frá Íslandi held­ur en skiptif­arþega. Það er virki­lega traust­ur markaður og menn verða að hafa þann markað. Flug­fé­lög­in virðast hafa tekið ákvörðun um að styrkja þann markað, passa sig á að hon­um verði ekki umbreytt, en svo má ekki gleyma að þó að við höf­um séð niður­sveiflu hjá WOW air þá erum við að sjá upp­sveiflu hjá Icelanda­ir,“ sagði Björn Óli í viðtali við Mbl.is um ferðamannaspána.

Það fór hins vegar ekki vel síðast þegar Isavia byggði ferðamannaspá á tölum frá flugfélögunum tveimur. Það gerði fyrirtækið líka í sumarbyrjun í fyrra þegar það birti endurskoðaða áætlun fyrir síðustu sjö mánuði síðasta árs. Þessi uppfærða spá fór hins vegar út af sporinu nærri daginn eftir að hún var birt. Samdrátturinn sem Isavia boðaði síðastliðið sumar í fjölda ferðamanna rættist til dæmis ekki. Ferðafólki fækkaði ekki um 30 þúsund í júlí eins og spáin gerði ráð fyrir heldur fjölgaði þeim um 7 þúsund.

Að þessu sinni gerir spá Isavia ráð fyrir því að skiptifarþegum fækki umtalsvert eða um allt að 30 prósent í ágúst. Það eru jákvæð tíðindi fyrir ferðaþjónustuna, eins og Björn Óli benti á í gær, því þá fækkar ferðafólki minna en sem nemur samdrætti í flugframboði. Björn Óli fagnaði þó þeirri fjölgun skiptifarþega sem var í kortunum í maí í fyrra og vildi meina að sú þróun sýndi þörfina fyrir frekari uppbyggingu Keflavíkurflugvallar. Væntanlegt hrun í fjölda skiptifarþega í ár virðist þó ekki vera ástæða til að staldra við og endurmeta stækkunaráformin ef marka má kynningu Isavia í gær.

Nýtt efni

„Við erum á lokametrunum í undirbúningi og opnum vonandi í september," segir Inga Harðardóttir, framkvæmdastjóri Flóra hotels, um nýtt íbúðahótel á vegum Reykjavik Residence við Vatnsstíg. Á nýja hótelinu verða 26 íbúðir í nýuppgerðum fasteignum milli Laugavegs og Hverfisgötu en Reykjavik Residence rekur íbúðahótel á nokkrum stöðum í miðborginni. Flóra hotels, móðurfélag Reykjavík Residence, rekur …

Níunda fjórðunginn í röð lækkar verð á notuðum lúxus úrum og verðlækkun ársins nemur 1,2 prósentum, samkvæmt fjárfestingabankanum Morgan Stanley sem vel fylgist með verðþróuninni. Dýrustu úrin hafa lækkað ennþá meira og þannig hefur verðið á notuðu Rolex farið niður um 7,2 prósent síðastliðna 12 mánuði. Morgan Stanley gerir ráð fyrir að þessi verðþróun verði …

Rekstrarafkoma Play var neikvæð um 2,9 milljarða króna í fyrra og svo bættust við rúmir þrír milljarðar í fjármagnskostnað. Tapið fyrir skatt nam því 6,3 milljörðum króna. Afkomuspáin fyrir yfirstandandi ár gerði ráð fyrir að rekstrarafkoman yrði í kringum núllið en nú hefur staðan versnað og reiknað er með neikvæðri afkomu. Þetta kemur fram í …

Verð á hlutabréfum í þýska rafhlöðuframleiðandanum Varta hrundi við opnun markaðar í Frankfurt í dag, eða um nærri 80%, eftir að fréttir bárust af tillögum um endurskipulagningu fyrirtækisins. Þær myndu leiða til þess að hlutabréf núverandi eigenda yrðu nánast verðlaus.  Meðal þess sem að rætt er um er að núverandi meirihlutaeigandi, austurríski milljarðamæringurinn Nichael Tojner, …

Meðal þess sem kom í ljós eftir Covid-19-faraldurinn var að starfsfólk skorti í vaxandi ferðaþjónustu víða um heim. Faraldurinn truflaði gangverk vinnumarkaðar margra landa og sér ekki fyrir endann á því. Skortur á starfsfólki gæti hamlað vexti í greininni. Ætli megi ekki segja að fólk vilji fremur ferðast en þjóna öðrum? Vandræði eru á mörgum …

Íslandssjóðir eru ekki lengur meðal 20 stærstu hluthafa Icelandair en sjóðastýringafyrirtækið, sem er í eigu Íslandsbanka, varð stærsti hluthafinn í Play eftir hlutafjáraukningu í apríl sl. Íslandssjóðir hafa síðustu mánuði dregið töluvert úr fjárfestingu sinni í Icelandair og eru ekki lengur meðal tuttugu stærstu hluthafanna. Nú eru aftur á móti tvö eignarhaldsfélög á vegum Högna …

Ekkert félag flýgur fleirum innan Evrópu en lágfargjaldaflugfélagið Ryanair gerir og síðustu mánuði hafa farþegar félagsins að jafnaði borgað minnað fyrir sætin en þeir sem voru á ferðinni í fyrra. Tekjur félagsins lækkuðu þannig á milli ára samkvæmt uppgjöri sem félagið birti í morgun fyrir fjórðunginn apríl til júní. Sá er fyrsti fjórðungur reikningsársins hjá …

BYD

Kínverski rafbílaframleiðandinn BYD lækkaði verð á bílum sínum á íslenska markaðnum í ársbyrjun þegar dregið var úr opinberum stuðningi við kaup á nýjum rafbílum. Þar með gat Vatt, sem er með umboð fyrir BYD hér á landi, boðið ódýrustu tegundina á lægra verði en í fyrra að því gefnu að kaupandinn fái hinn nýja rafbílastyrk …