Samfélagsmiðlar

Stemning fyrir gistináttaskatti í Edinborg

Borgaryfirvöld í höfuðborg Skotlands skoða innleiðingu á nýjum skatti sem leggst fyrst og fremst á ferðamenn.

edinborg a

Frá Edinborg.

Til Edinborgar koma árlega um fjórar og hálf milljón ferðamanna og ferðaþjónusta borgarinnar stendur sterkt að mati borgarfulltrúans Adam McVey sem mælir nú fyrir nýjum hótelskatti í borginni. Ekki liggur fyrir hvort skatturinn muni nema tveimur prósentum af verði gistingarinnar eða miðist við tvö pund á fyrir hverja selda gistináttaeiningu.

Ef síðari aðferðin verður fyrir valinu þá verður gjaldið jafn hátt og íslenski gistináttaskatturinn er eða 300 krónur á hverja gistináttaeiningu. Víðast hvar eru gistináttaskattar hlutfallslegir í takt við tegund gistingar og eru þá lagðir á hvern gest. Með íslensku aðferðinni er engin greinarmunur gerður á svefnpokaplássi eða hótelsvítu. Gesturinn í kojunni borgar því jafn mikið og allir gestir svítunnar samanlagt.

Í frétt Independent kemur fram að kannanir sýni að almennur stuðningur er við þessar tillögur McVey meðal íbúa Edinborgar. Þannig bárust hátt í tvö þúsund umsagnir um skattinn og 85 prósent þeirra voru jákvæðar. Engum sögum fer að stuðningi ferðaþjónustu borgarinnar við hina boðuðu skattheimtu.

Nýtt efni

Play mun fækka flugferðunum sínum til Norður-Ameríku um fjórðung í vetur í samanburði við þann síðasta líkt og FF7 greindi frá. Til viðbótar hefur félagið gert breytingar á flugáætlun sinni til Evrópu. Í sumum tilfellum fjölgar ferðunum en þeim fækkar í öðrum. Þannig gerir áætlunin fyrir september ráð fyrir tíu prósent færri ferðum en í …

Play er með fjóra áfangastaði Bandaríkjunum og einn í Kanada og býður félagið nú upp á daglegar ferðir til þeirra allra nærri allt árið um kring. Yfir vetrarmánuðina hefur Play þó dregið úr framboði en næsta vetur verður niðurskurðurinn meiri en áður. Næstkomandi nóvember er aðeins reiknað með 99 brottförum frá Keflavíkurflugvelli til Bandaríkjanna og …

Nú í vikunni hafa mælingar í Noregi og Bandaríkjunum sýnt að verðlag í þessum tveimur löndum hjaðnar hraðar en greinendur höfðu reiknað með. Það sama er upp á teningnum í Svíþjóð en í morgun birti hagstofan þar í landi nýjar verðlagsmælingar sem sýna að verðbólga sl. 12 mánuði mælist nú 2,6 prósent. Ef vaxtakostnaður er …

Gengi hlutabréf í Icelandair hefur nú fallið um 61 prósent síðustu 12 mánuði og kostar hver hlutur í dag 86 aura. Í hlutafjárútboðinu sem efnt var til í september 2020, til að koma flugfélaginu í gegnum heimsfaraldurinn, var hluturinn seldur á 1 krónu. Stuttu eftir útboðið fór gengið eins langt niður og það er í …

Á fyrri helmingi ársins komu aðeins færri Bandaríkjamenn til Íslands en á sama tíma í fyrra þrátt fyrir tíðari flugferðir. Há verðbólga vestanhafs er væntanlega ein af skýringunum á þessum samdrætti enda hafa skuldsettir Bandaríkjamenn nú minna á milli handanna. Nú gæti hagur þess hóps vænkast því verðlag í Bandaríkjunum lækkaði meira í síðasta mánuði …

Vestanhafs er hefur ekkert flugfélag verið rekið með meiri hagnaði en Delta síðustu ár. Á nýafstöðnum öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, voru tekjur félagsins hærri en nokkru sinni áður á þessum hluta árs en aftur á móti var kostnaðurinn líka hærri. Þar með lækkaði hagnaðurinn um 30 prósent á milli ára samkvæmt uppgjöri sem flugfélagið …

Þessa dagana er mikið rætt um samdrátt í íslenskri ferðaþjónustu miðað við síðasta ár en þá er einblínt á að vöxturinn haldi ekki áfram á sama hraða og hann hefur gert eftir heimsfaraldur. Ef bornar eru saman tölur um komur erlendra ferðamanna á fyrstu fimm mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil 2019 sést að …

Það fóru 212 þúsund farþegar með erlend vegabréf í gegnum vopnaleitinni á Keflavíkurflugvelli í júní en þessi talning er notuð til að leggja mat á fjölda ferðamanna hér á landi. Í júní í fyrra var þessi hópur 20 þúsund farþegum fjölmennari og miðað við aukið flugframboð á milli ára þá mátti gera ráð fyrir viðbót …