Samfélagsmiðlar

Segir Skúla ekki hafa annan kost

Norskur sérfræðingur í fluggeiranum segir það lofa góðu ef Indigo Partners kaupir hlut í WOW air. Fresturinn sem skuldabréfaeigendur hafa veitt bandaríska fjárfestingafélaginu til að ganga frá fjárfestingunni rennur út um mánaðamótin.

wow skuli airbus

Það eru miklar vangaveltur þessa dagana í Noregi um gang mála hjá Norwegian flugfélaginu. Félagið er rekið með bullandi tapi og í annað sinn á tæpu einu ári þurfa hluthafarnir að leggja félaginu til aukið fé. Einn þeirra sem reglulega greinir stöðuna í norskum fjölmiðlum er Hans Jørgen Elnæs sem hefur víðtæka reynslu af flugrekstri. Hann fylgist líka vel með gangi mála í íslenskum fluggeira og sérstaklega núna þegar stutt er í úrslitastund í samningaviðræðum Indigo Partners við Skúla Mogensen, eiganda WOW air.

„Ég tel að Skúli hafi engan annan kost en að taka tilboði Indigo Partners ef fyrirtækið lætur verða af fjárfestingunni eftir að niðurstaða áreiðanaleikakönnunar liggur fyrir nú í lok febrúar,“ segir Hans Jørgen í samtali við Túrista. Og hann segist gera ráð fyrir að Skúli haldi áfram hjá WOW ef af kaupunum verður.

„Indigo Partners, undir forystu William Franke, býr yfir langri og ábatasamri reynslu í að setja á laggirnar lággjaldaflugfélög, sérstaklega þau sem skilgreind eru sem últra lággjaldafélög eins og WizzAir og JetSmart. Fyrirtækið hefur líka keypt sig inní félög og snúið rekstri þeirra við t.d. Tiger, Frontier og  Volaris,“ segir Hans Jørgen og veltir því upp hvað fyrirtækið sjái í WOW air nú þegar félagið er ekki lengur með langdrægar Airbus A330 breiðþotur. „Ekkert af þeim flugfélögum sem tengjast Indigo Partners flýgur langar flugleiðir en WOW air gæti verið fyrsta skrefið í því að að tengja saman evrópsku og bandarísku flugfélögin sem Indigo á hlut í eða rekur. Og þá með Keflavíkurflugvöll sem starfstöð.“

Sú staðreynd að Indigo Partners á inni stóra pöntun á Airbus A321 þotum geti líka verið ein helsta skýringin á fjárfestingunni í WOW að mati Hans Jørgen því íslenska félagið gæti nýtt hluta af nýju þotunum. „Indigo Partners hafa sýnt að félagið fjárfestir í félögum til lengri tíma og það lofar góðu fyrir WOW air.“

Í dag eru 71 dagur liðinn frá því að Indigo Partners og WOW air tilkynntu að fyrirtækin ættu í viðræðum en þá voru aðeins nokkrir klukkutímar liðnir frá því Icelandair féll frá kaupum á sínum helsta keppinaut í flugi til og frá Íslandi. „Ég tel að Icelandair hafi haft raunverulegan áhuga á að taka yfir eða kaupa WOW air en tímasetningin var ekki góð. Stjórnendur Icelandair þurftu að setja í forgang að takast á við eigin vandamál og gáfu því WOW frá sér. Engu að síður er ég sannfærður um að til lengri tíma hefði það verið besta lausnin ef Icelandair hefði eignast WOW og þar með styrkt stöðu sína á heimamarkaðnum,“ segir Hans Jørgen að lokum.

Um miðjan síðasta mánuð veittu eigendur skuldabréfa í WOW air vilyrði sitt fyrir breyttum skilmálum bréfanna. Þessar breytingar voru sagðar forsenda fyrir fjárfestingu Indigo Partners en hinir breyttu skilmálar falla niður þann 28. febrúar ef ekkert verður af samningi milli William Franke, stjórnanda Indigo Partners, og Skúla Mogensen fyrir þann tíma.

Nýtt efni

Margir sem eru að basla í ferðaþjónustu fjarri höfuðborgarsvæðinu horfa öfundaraugum til Suðurlands, sem nýtur nálægðar við Keflavíkurflugvöll og Reykjavík - og státar af áfangastöðum sem ferðamenn sækjast eftir að heimsækja og hafa verið mjög vel kynntir síðustu áratugi.   Það er stöðugur straumur ferðamanna um Suðurland, meðfram „gullströndinni,“ sem hótelhaldarinn fyrir austan nefndi svo - …

Löngu áður en hið svokallaða „Bulletproof“ kaffi leit dagsins ljós settu Tíbetar smjörklípu út í morgunteið sitt til að byrja daginn á rjúkandi og næringarríkan hátt. Í köldu háfjallalofti Himalaja-fjallanna hefur þessi salti, rjómakenndi og hitaeiningaríki drykkur orðið að daglegri hefð sem er ómissandi í matarmenningu þjóðarinnar.Á máli heimamanna nefnist drykkurinn „po cha,“ sem einfaldlega …

Í nærri fimmtán hafa Icelandair og bandaríska flugfélagið Jetblue átt í samstarfi sem gerir viðskiptavinum þeirra kleift að kaupa tengiflug með hinu félaginu á einum miða og innrita farangur alla leið. Þannig getur farþegi sem ætlar héðan til Orlando í sumar keypt farið alla leið hjá Icelandair þó flogið sé með Jetblue seinni legginn, frá …

Aspasinn fyrirfinnst í þremur litbrigðum – hvítur, grænn og fjólublár. Hér er í raun um að ræða sömu plöntuna en afbrigðin hafa ólíka eiginleika og ræðst liturinn af því ásamt hlutfalli sólarljóss við ræktunina. Þetta næringarríka grænmeti er ein þeirra matjurta sem maðurinn hóf fyrst að rækta en elstu heimildir um aspasræktun eru um 2.000 …

Það voru vísbendingar um offramboð á flugi héðan til London og Frankfurt síðastliðinn vetur að mati stjórnenda Icelandair. Nú er hins vegar útlit fyrir nokkru færri brottfarir til beggja þessara borga á komandi vetri. Þannig hefur Wizz Air ekki lengur á boðstólum flug til Íslands frá London og þar með dregst framboð á flugi hingað …

Ferðaskrifstofur sem selja Íslandsferðir horfa nú í auknum mæli á eftir viðskipavinunum til Noregs þar sem verðlagið er skárra. Norskir ferðafrömuðir eru líka brattir í viðtölum þessa dagana og almennt sammála um að nýliðinn vetur hafi gengið vel og sumarið verði „dúndurgott" eins og það síðasta. Og opinberar tölur sýna að veturinn gekk vel í …

Þrotabú Wow Air hefur höfðað 11 riftunarmál vegna greiðslna til kröfuhafa flugfélagsins fyrir gjaldþrot þess í mars 2019. Fyrrum forstjóra flugfélagsins og eigenda, Skúla Mogensen, er stefnt til greiðslu skaðabóta í öllum þessum málum. Auk þess er farið fram á skaðabætur frá fyrrum stjórn fyrirtækisins í níu málum. Í stjórninni sátu Liv Bergþórsdóttir, sem var …

Þingmennirnir Jóhann Páll Jóhannsson (S) og Óli Björn Kárason (D) eru ekki bjartsýnir á að Alþingi nái að afgreiða þingsályktuntillögu Lilju Alfreðsdóttur (B), ráðherra ferðamála, um nýja ferðamálastefnu til ársins 2030. Þetta kom fram í máli þingmannanna í pallborðsumræðum á fundi Samtaka ferðaþjónustunnar í fyrradag. Ráðherrann tók líka þátt í pallborðinu og átti þar lokaorðin. …