Samfélagsmiðlar

Metfjöldi íslenskra fyrirtækja á stærstu ferðasýningu í heimi

ITB ferðasýningin hófst í gærmorgun en hún er haldin árlega í byrjun mars í þýsku höfuðborginni Berlín.

Sendiherrahjónin Martin Eyjólfsson og Eva Þengilsdóttir ásamt Eliza Reid forsetafrú við Íslandsbásinn á ITB í Berlín.

Metfjöldi íslenskra fyrirtækja er nú staddur í Berlín á ITB ferðasýningunni sem er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum.  Allra jafna sækja hana um 170.000 gestir þar af um 110.000 fagaðilar. Auk þess að vera stærsta ferðasýning í heimi er ITB jafnframt einn stærsti vettvangur ráðstefna, funda og fræðslu um þróun og nýjungar í ferðaþjónustu á heimsvísu.

Það er Íslandsstofa sem heldur utan um skipulagningu Íslandsbássins en að þessu sinni 29 íslensk ferðaþjónustufyrirtæki og þrjár markaðs­stofur landshluta þátt undir merkjum Inspired by Iceland. Aldrei hafa fleiri íslenskir aðilar tekið þátt á Íslandsbásnum og eru yfir eitt hundraða Íslendingar á svæðinu. Meðal sýnenda á íslenska básnum eru ferðaskrifstofur, hótel, flugfélag og afþreyingar­fyrirtæki. Unnið er að markmiðum í íslenskri ferðaþjónustu þar sem lögð er áhersla á að hvetja ferðamenn og erlenda ferðaheildsala til þess að kynna sér ferðaþjónustu um land allt, árið um kring með ábyrgð og öryggi að leiðarljósi.

Íslenska forsetafrúin, frú Eliza Reid, heiðraði sýnendur og gesti Íslandsbássins með nærveru sinni á fyrsta degi ITB og í hádeginu í dag hélt hún inngangsávarp á ráðstefnu um hlut kvenna í ferðaþjónustu heimsins. Benti forsetafrúin á að konur væru í framvarðasveit íslenskrar ferðaþjónustu. Þannig væri ráðherra ferðamála kona og sömuleiðis formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.

Í tengslum við ITB bauð Íslandsstofa í samráði við íslenska sendiráðið í Berlín fulltrúum sérvalinna þýskra fjölmiðla til viðburðar í bústað sendiráðsins þar sem frú Eliza Reid var heiðursgestur. Á fjölmiðlaviðburðinum var farið yfir áherslur í markaðssetningu á íslenskri ferða­þjónustu og hvernig ábyrgð og öryggi hafa verið sett í forgrunn í öllum markaðs­aðgerðum Íslandsstofu og samstarfsaðila úr íslenskri ferðaþjónustu í markaðsverkefninu Inspired by Iceland. Þá fór jafnframt fram kynning á íslenskum matvælum fyrsta sýningardag ITB þar sem gestum íslenska sýningarbássins var boðið að smakka íslenskan mat. Með því var vakin athygli á hágæða íslensku hráefni úr hreinu umhverfi sem ferðamenn geta notið í Íslands­ferðinni og hvernig matur getur orðið hluti af upplifun ferðamanna.

Nýtt efni

Víðast hvar eru gistinætur útlendinga helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustu enda nær eingöngu eyríki að telja ferðafólk við landamæri með einföldum hætti. Hjá frændþjóðum okkar eru gistinæturnar því aðalmálið og nú fjölgar erlendu gestunum í Noregi þónokkuð frá fyrra ári en forsvarsfólk íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja hefur undanfarna mánuði bent á harðnandi samkeppni við þau …

Icelandair var stundvísasta flugfélag Evrópu í nýliðnum júní samkvæmt lista greiningafyrirtækisins Cirium. Að jafnaði voru 84 prósent ferða Icelandair á réttum tíma í síðasta mánuði sem er á pari við stundvísina í maí. Í öðru sæti á lista Cirum er Iberia Express og Iberia í þriðja sæti. SAS varð í fjórða og Finnair í fimmta …

helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …

„Ef maður vill færa út kvíarnar þá verður að taka áhættuna þegar „eina raunverulega" vöruhúsakeðjan í Evrópu er til sölu," segir Ayad Al-Saffar, stofnandi Axcent of Scandinavia, sem um helgina keypti belgíska verslunarfélagið Inno í félagi við fjárfestingafélagið Skel. Stjórnarformaður þess síðastnefnda er Jón Ásgeir Jóhannesson sem jafnframt fer fyrir meirihluta í fjárfestingafélaginu en Jón …

Kaupmannahafnarflugvöllur er fjölfarnasta flughöfn Norðurlanda og fóru hátt í 2,9 milljónir farþega þar um í júní eða ríflega þrefalt fleiri en um Keflavíkurflugvöll á sama tíma. Íslenski flugvöllurinn kemst þó á blað yfir vinsælustu áfangastaðina fyrir farþega í Kaupmannahöfn og er í níunda sæti á topplistanum fyrir júní. Í þeim mánuði nýttu 55.515 farþegar sér …

Þegar heimsfaraldurinn hófst í febrúar árið 2020 lækkaði gengi hlutabréfa í ferðaþjónustufyrirtækjum hratt og hjá Icelandair fór það niður um þrjá fjórðu fyrstu mánuðina eftir að landamærum var lokað til að hefta útbreiðslu veirunnar. Gengið hélt svo áfram að lækka fram á haustið þegar efnt til hlutafjárútboðs þar sem hver hlutur var seldur á 1 …

Aðdáun Indverja á vískíi er ekki ný af nálinni. Þó var það ekki fyrr en í kringum árið 2010 að framleiðandinn Amrut, sem var stofnaður árið 1948, kynnti Indian Single Malt viskí sem átti sérstaklega góðu gengi að fagna í Skotlandi, af öllum stöðum, áður en það hélt áfram til Bandaríkjanna þar sem það mæltist …

Ein leiðin til að sjá eigin augum hversu umsvifamikil atvinnugrein ferðaþjónustan er í landinu er að fara í morgunferð austur á Þingvelli, njóta þess að vera þar nánast einn dálitla stund og hlusta á fuglana syngja, fylgjast síðan með bílaflóðinu inn á stæðin við gestastofuna á Hakinu þegar klukkan fer að ganga tíu. Þá sér …