Samfélagsmiðlar

Reikna ekki með MAX þotum í vor

Boeing flugvélaframleiðandinn þarf nokkrar vikur í viðbót til að binda lokahnútinn á breytingar á búnaði MAX þotanna. Stjórnendur Southwest Airlines í Bandaríkjunum gera ekki ráð fyrir að nota þoturnar næstu tvo mánuði.

Allt frá því að Boeing MAX þoturnar voru kyrrsettar fyrir þremur vikum síðan þá hafa stjórnendur flugvélaframleiðandans reglulega gefið í skyn að stutt væri í uppfærslur á sjálfvirkum búnaði sem talinn er hafa verið valdur að tveimur mannskæðum flugslysum. Nú herma hins vegar fréttir að ennþá séu nokkrar vikur í að hugbúnaðurinn verði sendur til bandarískra flugmálayfirvalda til prófunar. Samkvæmt USA Today má gera ráð fyrir að búnaðurinn eigi eftir að fara í gegnum mjög strangt eftirlit áður en hann verður samþykktur vestanhafs.

Það stefnir því í nokkra bið í viðbót eftir því að MAX þoturnar fara á loft á ný en sumaráætlun Icelandair byggir á því að félagið hafi níu slíkar til umráða. Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines er með þrjátíu og fjórar þess háttar þotur og flugmönnum félagsins hefur verið tjáð að flugáætlun næstu tveggja mánaða geri ekki ráð fyrir MAX þotum samkvæmt því sem fram kemur í vefmiðlinum Business Journal.

Áður hafa forsvarsmenn Air Canada tekið þá ákvörðun að MAX þotur félagsins verði í fyrsta lagi teknar inn að nýju þann 1.júlí. Síðastliðið sumar notaði Air Canada einmitt MAX þotur í Íslandsflug sitt frá Montreal og Toronto. Norwegian var einnig með þess háttar þotur í flugi sínu milli Stokkhólms og Íslands í vetur.

Í tilkynningu sem Icelandair sendi frá sér í gær segir að félagið hafi möguleika á að auka framboð yfir háannatíma þegar kyrrsetningu Boeing MAX þota félagsins verður aflétt.

Nýtt efni

Skotar hafa löngum verið hrifnir af hafragraut. Fornleifarannsókn á Suðureyjum á vegum Bristolháskóla árið 2022 leiddi í ljós að hafragrautur hefur verið hluti af mataræði þeirra árþúsundum saman. Á miðöldum einkenndist veðurfar í Skotlandi af miklum raka og skornum skammti af sólarljósi. Þar af leiðandi náðu aðeins harðgerðustu korntegundir að vaxa og upp frá því …

Árið 1952 kom út bók á Ítalíu sem bar þann fallega titil Allir okkar liðnu dagar. Í rauninni heitir bókin á ítalska frummálinu Tutti i nostri ieri, sem í beinni þýðingu væri: Allir okkar gærdagar. Bókin sem var skrifuð af ítalska rithöfundinum Natalia Ginzburg var meira eða minna gleymd af heiminum. Árið 2023 gekk bókin skyndilega og …

Amalfiströndin eða Costiera Amalfitana í Campania-héraði er talin meðal mest heillandi ferðamannaslóða Ítalíu. Ströndin snýr að Salernoflóa og Tyrrenahafi, litríkir bæirnir kúra undir bröttum hlíðum Sorrentine-skaga og hafa laðað til sín gesti víða að frá 18. öld, fyrst fína fólkið en síðan fjölbreyttari mannflóru. Yfirvöld vilja fá enn fleiri gesti og unnið er að því …

„Lítil umferð kemur sér vel. En ef bílum fjölgar mikið þá verður þetta verra því vegirnir eru ekki hannaðir fyrir bæði bíla og hjól,“ segir Tyler Wacker hjá fyrirtækinu „Cycling Westfjords“ á Ísafirði, sem bæði býður upp á þjónustu fyrir hjólreiðafólk og heldur úti „Arna Westfjords Way Challenge“, 960 kílómetra hjólreiðakeppni eftir Vestfjarðaleiðinni svokallaðri. „En …

Ítalía var mesta vínframleiðsluland heims 2023 en þurfti að sætta sig við að sala dróst saman. Það var reyndar staðan hjá flestum vínframleiðsluþjóðunum. Nú liggja fyrir tölur frá helstu markaðslöndum ítalskra vínframleiðenda: Bandaríkjunum, Þýskalandi, Bretlandi, Kanada og Japan, en samanlagður útflutningur til þessara landa nemur 56 prósentum af heildinni. Til samanburðar vega þessi markaðslönd 50 prósent …

Hann var nýorðinn 14 ára gamall þegar eitt af stóru félögunum í Belgíu, Genk, hafði samband við hann og bauð honum pláss í fótboltaakademíunni sem hafði þá mjög góðan orðstír. Það tók Kevin de Bruyne nokkurn tíma að sannfæra foreldra sína um að það væri góð hugmynd fyrir hann að flytja frá Drongen til að …

Play leitar nú fjárfesta sem vilja leggja félaginu til 1,4 milljarða króna í það minnsta. Stærstu hluthafarnir hafa gefið vilyrði sitt fyrir innspýtingu upp á 2,6 milljarða kr. en sú viðbót er háð því skilyrði að það safnist alla vega 4 milljarðar í nýtt hlutafé. Áður höfðu stjórnendur Play gefið út að þeir þyrftu þrjá …

Mikil umferð farþega var um evrópska flugvelli í janúar, víða fór farþegafjöldinn fram úr því sem var í sama mánuði 2019. Um 46 flugvöllum á Spáni, sem AENA starfrækir, var farþegafjöldinn 18,6 milljónir, sem er 10 prósentum fleiri en í janúar í fyrra. Flestir fóru um flugvöllinn í Madríd nú í janúar síðastliðnum, nærri 4,8 …