Samfélagsmiðlar

Segir skuldasöfnun WOW fordæmalausa

Stjórnarformaður flugvélaleigunnar sem á kyrrsettu Airbus þotuna á Keflavíkurflugvelli er harðorður í garð Isavia og hótar að fara í skaðabótamál við fyrirtækið og íslenska ríkið. Forsætisráðherra hefur sagt Isavia með tryggingu fyrir skuldum WOW en fjármálaráðherra hefur ekkert tjáð sig um málið nema með stuttri Twitter færslu síðastliðið haust.

Ein af þotum WOW við Leifsstöð.

Sjö af þeim níu þotum sem voru í flota WOW air undir það síðasta voru í eigu flugvélaleigunnar Air Lease Corporation. Ein af flugvélunum stendur ennþá á Keflavíkurflugvelli þar sem Isavia kyrrsetti hana í kjölfar gjaldþrots WOW air. Fer Isavia fram á að leigusalinn geri upp ríflega tveggja milljarða króna skuld WOW air við Keflavíkurflugvöll.

Þessi krafa virðist koma Steve Udvar-Házy, stofnanda og stjórnarformanns Air Lease Corporation, spánskt fyrir sjónir þrátt fyrir að fyrirtækið sé ein umsvifamesta flugvélaleiga heims með um þrjú hundruð þotur í nærri sjötíu löndum. Í harðorðri yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær vegna málsins er fullyrt að leitað verði allra leiða til að fá hnekkt ákvörðunum Isavia og endurheimta flugvélina.

„Framganga Isavia og krafa um að óskylt fyrirtæki gangist í ábyrgðir fyrir skuldum sem til eru komnar án vitundar þess og Isavia ber sjálft ábyrgð á er í senn ófyrirleitin og óskiljanleg,“ segir Steve Udvar-Házy. Hann segir það líka alvarlegt að Isavia hafi gert upp á milli flugrekenda á Keflavíkurflugvelli með því að leyfa WOW air að safna upp skuld á laun á meðan önnur flugfélög þurftu að standa skil á sínu. Að lokum segir stjórnarformaðurinn að þetta mál hafi valdið Íslandi og íslenskum stjórnvöldum álitshnekki og að fyrirtæki í flugiðnaði fylgist af áhuga með framvindunni.

Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem stjórnendur Isavia hafa gripið til kyrrsetninga en í þeim tilvikum voru forsendurnar aðrar og upphæðirnar mun lægri. Íslenskir ráðamenn hafa þó líklega verið upplýstir um veð Isavia í leiguvélum WOW air því þremur dögum fyrir gjaldþrot flugfélagsins sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, í viðtali við Rúv, að Isavia hefði ákveðnar tryggingar fyrir skuldum WOW air. Hún fór þó ekki nánar út í hvaða tryggingar það væru.

Í fyrrnefndri yfirlýsingu Air Lease Corporation kemur fram að fyrirtækið ætli að krefja Isavia ohf. og íslenska ríkið um bætur vegna tjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna öftrunar Isavia á brottför farþegaþotu félagsins. Kyrrsetningin hefur nú varað í nærri fjórar vikur en gera má ráð fyrir að leiguverð nýlegrar Airbus A321 þotu sé á bilinu 35 til 50 milljónir króna á mánuði. Sú upphæð er hins vegar aðeins lítið brot af heildarskuld WOW air við Isavia og þar með við hið opinbera.

Það er Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sem fer með hlut ríkisins í Isavia en hann hefur ekki tjáð sig opinberlega mögulegt milljarða tjón Isavia. Í færslu á Twitter í september síðastliðnum rifjaði hann þó upp leiðara Morgunblaðsins frá haustinu 1980 þar sem til umræðu var möguleg ríkisaðstoð við Icelandair. Tilefni þessarar færslu Bjarna var frétt Morgunblaðsins um vangoldin lendinga- og farþegagjöld WOW air á Keflavíkurflugvelli.

Stjórn Isavia er skipuð pólitískt og það er Sjálfstæðisflokkurinn sem skipar stjórnarformanninn. Á aðalfundi fyrirtækisins í mars síðastliðnum hætti Ingimundur Sigurpálsson sem stjórnarformaður og við tók Orri Hauksson, forstjóri Símans. Björn Óli Hauksson, sem verið hefur forstjóri Isavia sl. áratug, sagði svo starfi sínu lausu í kjölfarið en nýr stjórnformaður neitar því að starfslokin skrifist á fall WOW air. Líkt og Túristi hefur áður bent á þá er Matthías Imsland, varaformaður stjórnar Isavia, einn af stofnendum WOW air. Hann hefur sagt að hann telji sig ekki þurfa að víkja af stjórnarfundum þegar málefni WOW eru til umræðu.

Nýtt efni

Árið 1970 barst Pattie Boyd nafnlaust og dularfullt ástarbréf frá einhverjum sem þráði hana afar heitt. Vandinn var bara sá að Pattie var þegar gift öðrum manni og ekki ófrægum; hún og George Harrison gítarleikari The Beatles höfðu búið saman í sex ár þegar bréfið barst Pattie.  „Ég skrifa þér þessa orðsendingu í þeim megintilgangi …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …