Samfélagsmiðlar

Fimmtungi færri flugu innanlands

Það fóru rúmlega fjórtán þúsund færri farþegar um innanlandsflugvelli landsins í apríl. Forstjóri Ernis segir skýringarnar á ástandinu margvíslegar og bendir til að mynda á samkeppni við ríkisstyrktar ferjur og strætisvagnaferðir út á land.

Um fjórðungi færri fóru um Akureyrarflugvöll í april.

Þrátt fyrir að öll páskaumferðin í ár hafi talist til aprílmánaðar þá fóru 21 prósent færri farþegar um innanlandsflugvellina að þessu sinni í samanburði við sama tíma í fyrra. Þá voru páskar um mánaðamótin mars apríl og dreifðist traffíkin í kringum hátíðarnar þar með yfir mánuðina báða í fyrra.

Hinn mikli samdráttur á innanlandsflugvöllunum að þessu sinni er mismunandi eftir stöðum því á Reykjavíkurflugvelli fækkaði farþegum um þrettán af hundraði á meðan hann nam fjórðungi á Akureyrarflugvelli, 27 prósentum á Egilsstöðum og nærri þriðjungi á minni flugvöllunum.

Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect segir aðspurður að samdrátturinn í innanlandsflugi félagsins í apríl sé verulega minni en talning Isavia sýni og segir það líklegast að skýringuna sé að finna hjá öðrum félögum. Og hinn mikli samdráttur í farþegatalningu Isavia kemur Herði Guðmundsson, forstjóra Flugfélagsins Ernir, ekki á óvart. Hann segir að verulegur samdráttur hafi orðið í fjölda farþega í innanlandsfluginu síðustu mánuði og hann telur ástæðuna meðal annars vera þá að fyrirtæki og einstaklingar haldi að sér höndum varðandi flug og ferðir almennt til og frá landsbyggðinni og Reykjavíkur.

„Atvinna er víða að dragast saman og minni eða hægari uppbygging innviða út um land. Það hefur einnig haft að gera að loðnuvertíð brást en það hefur alltaf verið innspýting í atvinnulíf á landsbyggðini þegar hún skilar sér. Töluverð uppbygging á m.a. hótelum út um land hafa aukið flugumferð iðnaðarmanna undanfarin ár en túristum hefur eitthvað fækkað svo fjárfestingar í ferðaþjónustu á landsbygðinni hefur ekki verið að skila mörgum þeim væntingum sem bornar voru til aukningu ferðamanna,“ segir Hörður.

Það er fleira sem spilar inní að mati Harðar og nefnir hann sem dæmi að samkeppni við „ríkisstyrkta ferju“ til Vestmannaeyja hafi áhrif og eins njóti strætisvagnaferðir til Hornafjarðar, Húsavíkur og víðar styrkja frá hinu opinbera. „Íbúi í Vestmannaeyjum greiðir 800 krónur fyrir siglingu upp á Landeyjarsand en við sem ekki búum í Eyjum greiðum 1600 krónur.“

Verðlagning hjá flugfélaginu sjálfur hefur líka sitt að segja því Ernir hefur boðið aðildafélögum verkalýðsfélaga uppá sérkjör þar sem verð á farmiða, t.d. milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur, kostar 8.900 krónur. „Við gerðum ráð fyrir að u.þ.b. tíundi hver farþegi myndi nýta sé þessi kjör en landinn er fljótur að læra og hefur fjöldi manns á viðkomustöðum okkar gengið í verkó til að fá ódýrt flug. Nú svo komið að um fjórðungur allra farþega á suma staði flýgur á verðum sem eru langt undir kosntaði. Þrátt fyrir vildarkjör fækkar flugfarþegum um þessar mundir,“ segir Hörður sem segir það sína reynslu að fólksflutningar í flugi innanlands séu einn skýrasti mælikvarðinn á atvinnuhorfur og væntingar íbúa á landsbyggðinni. „Það dregur fljótt úr ferðagleðinni í samdrætti og aflaleysi en er einnig fljótt að koma til baka um leið og atvinnulífið hjarnar við. Gott dæmi þessu til stuðnings, þó lítið sé, er flug um Bíldudal en það er eini staðurinn þar sem ekki hefur dregið úr umferð undanfarna mánuði. Þar er gott atvinnuástand í laxeldinu og kalkþörungavinnslu um þessar mundir. Ef landsbyggðin nær ekki að blómstra atvinnulega séð þá dregur úr öllu og fluginu einna fyrst.“

Þess bera að geta að í farþegatölum um innanlandsflugvellina eru meðtaldir farþegar í einkaflugi, útsýnisflugi og alþjóðaflugi. Þannig hefur flug bresku ferðaskrifstofunnar Super Break haft jákvæð áhrif á fjölda farþega á Akureyri yfir vetrarmánuðina en skýrir ekki breytingarnar núna í apríl. Það sama má segja um flutning á Færeyjaflugi Atlantic Airways frá Reykjavík til Keflavíkurflugvallar.

Nýtt efni

Lufthansa-flugsamsteypan tilkynnti í dag að flugferðum til Amman í Jórdaníu, Erbil í Kúrdahéruðum Íraks og Tel Aviv í Ísrael yrði frestað til þriðjudags og ekki yrði flogið til Beirút í Líbanon og Teheran í Íran a.m.k. til fimmtudags vegna stríðsógnarinnar og hernaðaraðgerða í Mið-Austurlöndum. Á flugvellinum í Amman í Jórdaníu - MYND: Unsplash/Cila Photography Reuters-fréttastofan …

Hjá Könglum er rík áhersla lögð á að nýta afurðir úr nærumhverfinu, hvort sem það eru jurtir, afgangar eða aukaafurðir bruggunarferlisins. Sjálfbær hugsun og skynsöm nýting náttúrunnar er auk þess í farabroddi þar sem aldrei er tekið meira en náttúran hefur að gefa, svo hún geti tekið við sér aftur eftir uppskeruna. Heitið Könglar varð …

Árið 2001 starfaði Khaled Hosseini sem heimilislæknir en stundaði bókaskrif í frístundum sínum. Hann vaknaði á hverjum morgni klukkan 4:30 og sat við eldhúsborðið yfir bókaskrifum fyrstu þrjár morgunstundirnar. Síðan fór hann í sturtu, klæddi sig og keyrði á læknastofuna til að meðhöndla sjúklinga sína. En sjálfur segir höfundurinn að allan þann tíma sem hann …

Icelandair tekur í notkun þrjár nýjar Boeing Max þotur fyrir sumarvertíðina og sú fyrsta er komin til landsins en hún er fengin af lager flugvélaframleiðandans í Seattle. Hinar tvær eru splunkunýjar og segir Guðni Sigurðsson, talsmaður flugfélagsins, að þær séu báðar komnar af færibandinu og nú fari fram lokaskoðun á þeim. Von er á þessum …

Íslendingar hafa líklega önnur viðmið um það hvað sé hæfilega margt fólk samankomið á einum stað en þjóðir sem vanar eru meiri mannþröng og umferðarþunga alla daga. Sjálfsagt er það eigingjarnt og sjálfmiðað að ætlast til þess að fá að ganga einsamall í friði og ró niður Almannagjá á Þingvöllum á góðum sumardegi. Þeir dagar …

Frestur til að skila inn tilboðum í 35 prósent hlut Landsbankans í Keahótelin, eina stærstu hótelkeðju landsins, rann út fyrir síðustu jól. Ennþá er söluferlið í gangi samkvæmt svari frá bankanum en engar nýjar upplýsingar er að fá um stöðuna. Hluturinn í Keahótelunum var auglýstur til sölu í lok nóvember í fyrra og þá sagði …

Wizz Air er meðal þeirra flugfélaga í heiminum sem losa minnst af CO2 og hefur fengið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir viðleitni til sjálfbærni. Þessi árangur skýrist fyrst og fremst af því að ungverska félagið er með nýjan flugflota í þjónustu sinni, aðallega Airbus A321neo sem flestar eru innan við fimm ára gamlar. Þá hjálpa góð sætanýting …

Þessar niðurstöður komu í ljós í könnun sem Jacques Delors-stofnunin gerði í mars í þessum löndum, en niðurstöðurnar fóru ekki mjög hátt fyrr en The Guardian gerði þær að umtalsefni á dögunum. Niðurstöðurnar þykja nefnilega athyglisverðar í ljósi þess að mikið hefur verið rætt um að bakslag hafi orðið í stuðningi almennings í Evrópu við aðgerðir í umhverfismálum. Könnunin …