Samfélagsmiðlar

Ná aukalega um helmingi af þeim fjölda sem flaug með WOW

Stjórnendur Icelandair hafa sett í forgang að selja fólki flug til og frá Íslandi í stað þess að gera aðallega út á tengifarþega. Það hefur skilað sér í fleiri bókunum ferðamanna á leið til Íslands.

Tengifarþegar sátu að jafnaði í rúmlega öðru hverju sæti í þotum Icelandair og WOW sl. sumar. Nú fer hlutfall þessa farþegahóps lækkandi hjá Icelandair.

Undanfarin ár hefur megináherslan hjá Icelandair verið á farþega á leið milli Evrópu og Norður-Ameríku og þar var líka fókusinn hjá WOW air. Þetta varð til þess að tengifarþegar skipuðu meira en helming sætanna í þotum félaganna tveggja. Eftir gjaldþrot helsta keppinautarins hafa stjórnendur Icelandair sett farþega á leið til og frá Íslandi í forgang. Þetta hafa þeir meðal annars gert með fjölgun brottfarartíma og verðlagningu, t.d. með því að taka ekki eins virkan þátt í verðstríðinu í flugi yfir Atlantshafið.

Þessi stefnubreyting, ásamt falli WOW air auðvitað, hefur orðið til þess að í dag eiga þrjátíu prósent fleiri bókað far með félaginu til Íslands í sumar en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sem félagið sendi frá sér í gær.

Þar kemur ekki fram hversu mörg sæti þetta eru en miðað við farþegatölur Icelandair og WOW air síðastliðið sumar þá má gera ráð fyrir að Icelandair hafi flutt á bilinu 270 til 290 þúsund ferðamenn til landsins í júní, júlí og ágúst í fyrra. Á því tímabili hafa komið hingað 180 til 200 þúsund ferðamenn með WOW air en alls fóru 804 þúsund erlendir ferðamenn um Keflavíkurflugvöll yfir sumarið. Hlutdeild íslensku flugfélaganna hefur þá verið samanlögð rétt um sextíu prósent.

Að því gefnu að nú þegar hafi bókað far rúmur helmingur þeirra erlendu ferðamanna sem fljúga munu með Icelandair í sumar þá þýðir það viðbótar sölu upp á 45 til 55 þúsund sæti. Það er um fjórðungur af fjöldanum sem WOW air flutti hingað sl. sumar. Miðað við sama takt í bókunum á flugi til Íslands, á kostnað tengifarþega, þá gæti Icelandair brúað allt að helming að því skarði sem WOW skildi eftir sig í sumar þegar horft er til erlendra ferðamanna.

Eins ber að hafa í huga að þó taldir hafi verið 804 þúsund erlendir ferðamenn á Keflavíkurflugvelli í sumar þá voru þeir nokkru færri. Lætur nærri að einn af hverjum sjö hafi verið ranglega meðtalinn því þetta voru annað hvort útlendingar búsettir á Íslandi eða svokallaðir sjálftengifarþegar.  Þessi skekkja mun væntanlega dragast saman í sumar og ferðamannatalningin á Keflavíkurflugvelli því verða nær raunverulegu tölunni en hún hefur verið síðustu ár.

Þessu til viðbótar má nefna að hlutfall ferðamanna í þotum Icelandair er í raun hærra en félagið hefur gefið upp í gegnum tíðina. Það var nefnilega í fyrsta sinn nú í ársbyrjun sem það kom fram í uppgjöri félagsins að fjórði hver tengifarþega félagsins ferðaðist á svokölluðu „stop-over“ fargjaldi. Þeir sem það gera dvelja á landinu á milli flugferða og eru því ekki hefðbundnir tengifarþegar. Ef hlutfallið hefur verið þetta hátt sl. sumar þá hefur Icelandair í raun vantalið erlendu ferðamennina um borð í vélum félagsins um 40 til 50 þúsund á því tímabili. Þessi hópur dregst væntanlega saman í sumar í ljósi fyrrnefndra áherslubreytinga en vanmatið er þó áfram umtalsvert.

Nýtt efni

Um síðustu mánaðamót var greint frá því á borgarvef Amsterdam að innan marka hennar væri að finna 10 snjalldælur sem ökumenn gætu nýtt sér án endurgjalds. Það sem greinir snjalldælu frá þessum hefðbundnu, sem ökumenn geta nálgast víða til að dæla lofti í bíldekkin, er að þær tryggja að þrýstingur sé réttur. Margir ökumenn hafa …

Eins og raunin var í gær, þá fá ferðamenn ekki að fara upp á Akrópólishæðina í Aþenu um miðjan daginn vegna óvenjulega mikils hita miðað við árstíma. Engum verður hleypt upp á hæðina frá hádegi til klukkan fimm síðdegis. Sama gildir um aðra fornleifastaði í landinu, sem ferðamenn sækjast eftir að skoða. Allir sem hafa …

Í byrjun síðasta vetrar hóf Easyjet að fljúga tvisvar í viku milli London og Akureyrar. Aldrei áður höfðu áætlunarferðir verið í boði á þessari flugleið og íbúar á Norðurlandi tóku þessari nýjung fagnandi og voru í meirhluta sætanna í þotum breska flugfélagsins. Þetta mátti sjá á tölum norðlenska gististaða því breskum gestum fjölgaði ekki ýkja …

Ákvörðun Evrópusambandsins um að leggja allt að 38,1 prósents viðbótartoll á kínverska rafbíla vekur áhyggjur margra í alþjóðlega viðskiptaheiminum. Verndartollum er ætlað að hemja samkeppni að utan, reisa varnir á heimavelli, en leiða auðvitað gjarnan til þess að mótaðilinn svarar fyrir sig. Það óttast einmitt evrópskir framleiðendur, sem háðir eru viðskiptum við Kína, að gerist …

Vorið 2021, stuttu áður en Play fór í loftið í fyrsta sinn, efndi félagið til hlutafjárútboðs þar sem söfnuðust 10 milljarðar króna. Í kjölfarið voru bréfin skráð á First North Growth í Kauphöllinni en um þann markað gilda ekki eins strangar reglur og Aðalmarkað Nasdaq. Í tengslum síðustu hlutafjáraukningu, sem lauk í apríl síðastliðnum, var …

Viðskiptastríð vesturveldanna og Kína heldur áfram að þyngjast því fyrr í dag gaf Evrópusambandið út að 38,1 prósent innflutningstollar yrðu lagðir á kínverska rafbíla frá og með næsta mánuði. Sú hækkun bætist við þann 10 prósent toll sem í dag ríkir á innflutning rafbíla frá Kína til aðildarríkja ESB. Þessi viðbótartollur hefur verið yfirvofandi síðustu …

Það var í júní 2014 sem breska lággjaldaflugfélagið Flybe, sem nú er gjaldþrota, hóf áætlunarflug til Íslands frá Birmingham. Flugleiðin stóð ekki undir væntingum stjórnenda Flyby og var lögð niður eftir níu mánuði. Þá tók Icelandair við keflinu og hélt úti tíðum ferðum milli Íslands og þessarar næstfjölmennustu borgar Bretlands fram í ársbyrjun 2018. Síðan …

Í Bandaríkjunum eru lestarsamgöngur ekki eins góðar og í Evrópu og þurfa þeir sem ætla að sækja komandi landsfundi Demókrata og Repúblikana annað hvort að keyra eða fljúga á fundarstað. Af þeim sökum hefur bandaríska flugfélagið United Airlines bætt við 118 flugferðum til og frá Chicago í ágúst í tilefni af landsfundi Demókrata. Repúblikanar hittast …