Samfélagsmiðlar

Stjórnendur Icelandair komnir í takt við starfsbræður sína vestanhafs

Hjá Icelandair var búist við að bandarísk flugmálayfirvöld myndu votta breytingar á hugbúnaði MAX þotanna um miðjan þennan mánuð. Það gekk ekki eftir. Nú hefur félagið boðað breytingar á flugáætlun sinni lengra fram í tímann líkt og stjórnendur amerískra flugfélaga höfðu gert fyrir nokkru síðan.

Ein af MAX þotum Icelandair.

Upphafleg sumaráætlun Icelandair byggði á því að félagið hefði til umráða níu Boeing MAX þotur. Allar flugvélar af þessari gerð voru kyrrsettar um miðjan mars í kjölfar flugslysa í Eþíópíu og Indónesíu sem kostuðu 346 manns lífið. Á þeim tíu vikum sem liðið hafa frá því að flugbannið var sett á hafa stjórnendur Icelandair í þrígang gefið út nýjar tímasetningar fyrir mögulega endurkomu þotanna.

Fyrst voru gerðar breytingar á sumaráætluninni fram í miðjan júní en sá frestur var svo framlengdur um einn mánuð þann 3. maí sl. Þremur dögum síðar fullyrti Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs félagsins, á opnum afkomufundi Icelandair, að tæknilega væri búið að leysa allt það sem kom upp í flugslysunum tveimur. „Sú lausn verður vottuð af amerískum flugmálayfirvöldum fyrir miðjan maí. Það er í raun og veru ekkert nýtt sem hefur komið upp síðan í byrjun apríl hvað varðar frekari vandamál með vélarnar,“ sagði Jens.

Nú liggur fyrir að bandarísk flugmálayfirvöld vottuðu ekki MAX þoturnar um miðjan maí og reyndar var það fyrst á fimmtudaginn í síðustu viku sem Boeing flugvélaframleiðandinn sagðist hafa lokið við hugbúnaðaruppfærsluna. Í gærkvöld greindi forstjóri bandarísku flugöryggisstofnunarinnar hins vegar frá því að Boeing hefði hætt við að afhenta henni þessa breytingu á MCAS-búnaðinum, sem talinn er hafa valdið slysunum, eftir að stofnunin gerði athugasemdir við hana. Í kjölfarið gaf Icelandair út að félagið ætlaði að gera breytingar á sinni flugáætlun fram í miðjan september sem yrði til þess að sætisframboð myndi dragast saman um fimm af hundraði.

Þetta er þriðja breytingin á sumaráætluninni frá því að MAX þoturnar voru kyrrsettar. Stjórnendur flugfélaga eins og Air Canada, Southwest og American Airlines ákváðu strax í apríl að gera breytingar á áætluninni fram í ágústlok. Í tilkynningu frá American Airlines og Southwest sagði að þó búist væri við að þoturnar færu í loftið fyrr þá hefði flugáætluninni verið breytt út sumarið svo starfsmenn og farþegar þyrftu ekki að efast um ferðaplön sín á þeim tíma sem flestir eru á ferðinni.

Nýtt efni

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …

Toyota í Japan tilkynnti í morgun að framleiðsla fyrirtækisins hefði aukist um sjö prósent í janúar og að þetta væri þrettándi mánuðurinn í röð sem fleiri bílar væru framleiddir en í sama mánuði árið á undan. Meginskýringin er sögð mikil eftirspurn í Bandaríkjunum. Í janúar runnu rúmlega 740 þúsund fleiri Toyotur af færiböndum verksmiðjanna en …

Við þeim sem fara um Ráðhústorg í Kaupmannahöfn þessa dagana blasir við risastór auglýsing frá Icelandair. Velunnari FF7 var þar á ferð í vikunni og sendi meðfylgjandi mynd. Auglýsingin er á húsi númer fjögur við Ráðhústorg og fyrir hornið á vegg sem snýr að H.C. Andersen Boulevard, sem er mikil umferðaræð í gegnum miðborgina. Unnið …

Tæknirisinn Apple hefur síðastliðinn áratug unnið að þróun rafknúinna og sjálfstýrðra ökutækja sem þó aldrei hafa verið formlega kynnt. Og það verður varla úr þessu því nú hefur þessari þróunarvinnu verið hætt samkvæmt frétt Bloomberg. Þriðjungurinn af þeim mörg hundruð manns sem unnið hafa að bílaverkefninu verða færð yfir á svið gervigreindar hjá Apple en …

Útibú Arion banka á Keflavíkurflugvelli lokaði í janúar og við fjármálaþjónustu í flugstöðinni tók Change Group sem hátti hagkvæmasta tilboðið í þennan rekstur í útboði sem Isavia efndi til í fyrra. Ennþá er Change Group þó ekki komin með tilskilin leyfi til að sinna gjaldeyrisviðskiptum hér á landi samkvæmt því sem FF7 kemst næst og …

Hún er svo vinsæl, bandaríski rithöfundurinn Sarah J. Maas, að þegar þriðja bindið í Crescent City-bókaflokknum kom út þann 30. janúar síðastliðinn stóðu aðdáendur hennar í löngum röðum í vetrarkuldanum fyrir framan bókabúðirnar sem höfðu ákveðið að opna búðir sínar á miðnætti á útgáfudeginum í New York og víðar um Bandaríkin. Þessar raðir fyrir framan …

Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur áætlað að af öllum mat sem framleiddur er í heiminum fari um þriðingur í ruslið, eða 1,3 milljarðar tonna á ári. Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna hefur áætlað að á heimsvísu fari um 17 prósent af öllum mat í matvöruverslunum, á veitingastöðum og á heimilum í ruslið. Það er gríðarlegt magn af prýðisgóðri næringu sem þar fer …