Samfélagsmiðlar

Skortur á Airbus þotum gæti sett strik í reikninginn

Endurreisn WOW air sem byggir á flugrekstrarleyfi flugfélagsins kallar á að nýtt félag noti samskonar þotur. Í dag er hins vegar umfram eftirspurn eftir þess háttar flugvélum. Hvorki Skúli Mogensen né aðrir úr framkvæmdastjórn WOW air koma að kaupum á eignum úr þrotabúi flugfélagsins.

WOW air var skilgreint sem kerfislega mikilvægt fyrirtæki af stjórnvöldum og nú liggur fyrir að bandarískur flugrekandi hefur keypt „verðmætustu“ eignirnar úr þrotabúi þess. Það hefur þó ekki fengist staðfest hvort ónefndi flugrekandinn er Oasis Aviation Group, líkt og Viðskiptablaðið fullyrti, enda hefur Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður kaupendanna, varist allra frétta af málinu.

Flugrekstrarbækur WOW air eru hluti af þeim eignum sem kaupandinn fékk úr þrotabúinu samkvæmt frétt Fréttablaðsins. Ef ætlunin er að nýta þau gögn til að sækja um íslenskt flugrekstrarleyfi þá mun hið endureista WOW air þurfa Airbus þotur af sömu tegund og forverinn var með í rekstri. Viðmælendur Túrista, sem vel þekkja til, eru hins vegar sammála um að eins og staðan er í dag þá gæti það orðið mjög snúið að finna lausar Airbus A321 þotur til rekstursins. Þess háttar flugvélar eru einnig nauðsynlegar ef ætlunin er að styðjast við leiðakerfi WOW air og fljúga til áfangastaða bæði í Norður-Ameríku og Evrópu. Ástæðan fyrir skorti á Airbus þotum er sú umfram eftirspurnin sem Boeing MAX krísan hefur valdið. Af þessum sökum gæti það dregist að koma WOW air í loftið á ný nema nýir eigendur eigi nú þegar Airbus þotur eða hafi nú þegar vilyrði fyrir leigusamningum.

Í samtali við Túrista í dag ítrekaði Páll Ágúst, lögmaður kaupendans, það sem hann hefur áður sagt að umbjóðandi hans undirbúi nú nauðsynlega fundi með Samgöngustofu og Isavia. Í framhaldinu er ætlunin að kaupandinn kynna áformin opinberlega en ekki liggur fyrir hvenær það verður. Marmiðið er að vinna málið eins hratt og vel og mögulegt er að sögn Páls Ágústs. Hann segist hafa fullan skilning á því að margir séu spenntir fyrir nánari upplýsingum um stöðuna.

Evrópskar reglur kveða á um að lögaðilar innan EES-svæðisins verði að fara með meirihluta í íslenskum og evrópskum flugfélögum en sem fyrr segir kemur bandarískur flugrekandi að kaupunum á eignum WOW air. Í kringum þær reglur má hins vegar komast líkt og Indigo Partners hefur gert og áður hefur verið fjalla um. Engar upplýsingar fást frá Páli Ágústi um hvort nýr eigandi vörumerkis WOW air sé í samstarfi við evrópska eða íslenska fjárfesta varðandi endurreisn WOW air. Lögmaðurinn staðfestir að hvorki Skúli Mogensen né aðrir úr fyrrum framkvæmastjórn WOW komi að verkefninu.

Í dag rennur út fresturinn sem flugfélög hafa til að staðfesta afgreiðslutíma á flugvöllum fyrir komandi vetraráætlun. Ekki liggur fyrir hvort aðstandendur hins nýja WOW air hafi sótt um komu- og brottfarartíma fyrir veturinn fyrir flug til Íslands frá Bandaríkjunum og þá út á bandarískt flugrekstrarleyfi sitt. Isavia mun ekki fyrr en í september gefa upp hvaða flugfélög sóttu um afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli í vetur samkvæmt svari fyrirtækisins við fyrirspurn Túrista.

Nýtt efni
Arnar Guðmundsson, Íslandsstofu

Íslandsstofa vinnur að því að markaðssetja Ísland sem ferðamannaland, kemur íslenskum fyrirtækjum á framfæri á erlendri grundu og liðkar til eftir bestu getu fyrir erlendri fjárfestingu á fimm sviðum atvinnulífs: orku og grænum lausnum, sjávarútvegi og matvælaframleiðslu, hugviti og tækni, listum og skapandi greinum - og loks ferðaþjónustu. Allt byggist þetta á útflutningsstefnu landsins, sem …

Það voru 27.293 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu hér á landi í mars 2024 sem er aukning um 2 prósent frá sama tíma í fyrra en 2 prósent færri í samanburði við mars 2018. Það ár voru ferðamenn hér flestir en gert er ráð fyrir álíka ferðamannastraumi í ár. Vægi starfsfólks með íslenskan bakgrunn er …

Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen hefur slitið viðræðum við franska Renault um að þróa og smíða saman nýja gerð af rafknúnum smábíl á viðráðanlegu verði, sem keppt gæti við ódýrustu kínversku bílana. Hugmyndin var sú að bíllinn yrðu byggður á grunni Twingo-smábílsins frá Renault. Renault hyggst nú upp á eigin spýtur þróa Twingo áfram sem rafbíl og …

„Pittsburgh flugið fer vel af stað og er ánægjulegt að sjá að farþegar frá 25 Evrópulöndum hafa bókað flug með okkur til Pittsburgh um Ísland og þaðan hafa farþegar bókað flug til 30 áfangastaða Evrópumegin," sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í tilefni af fyrstu áætlunarferð flugfélagsins til bandarísku borgarinnar á fimmtudaginn. Forstjórinn lagði um …

Undirbúningur er á lokastigi um að koma á fót ævintýramiðstöð á Suðurlandi, þar sem gistiaðstaða og þjónusta verður tengd þjónustu, gönguferðum og útivist ævintýragjarnra ferðamanna. Ferðafólk, statt við Skógafoss, í ævintýraleit á Suðurlandi - MYND: ÓJ „Það koma stundum mjög athyglisverð verkefni, eins og þegar reynslumikill aðili úr ævintýraferðaþjónustu, sem hefur verið í slíkum rekstri …

Það er auðvitað eðlilegt að Barselóna, höfuðborg Katalóníu, dragi til sín mikinn fjölda ferðafólks. Borgin er fögur, sögurík og spennandi - en líka dálítið þreytt orðin á öllum þessum vinsældum, hömlulausum gestaganginum. Á síðasta ári gistu yfir 12 milljónir manna borginni, um sjö prósentum færri en 2019. Við bætast síðan allir þeir sem koma í …

Argentíski víniðnaðurinn hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár vegna óðaverðbólgu, óstöðugs gengis og minnkandi útflutnings. Það virðist þó heldur vera að lyftast brúnin á vínframleiðendum og virðast þeir helst þakka það harkalegri aðhaldsstefnu öfgakennda frjálshyggjumannsins Javier Milei, sem tók við forsetaembættinu í Argentínu í desember. Það tók strax að hægja á verðbólgu á fyrstu mánuðum …

Árið 2023 var 4.240 bókum bætt á lista yfir bannaðar bækur í Bandaríkjunum. Aldrei fyrr hafa jafn margar bækur verið bannaðar á einu ári. En á síðustu árum hefur þeim bókum sem settar eru á þennan bannlista fjölgað ár frá ári. Afleiðingin er sú að aðgengi að bókunum er takmarkað og þær eru fjarlægðar af …