Samfélagsmiðlar

Norwegian fram úr væntingum og gengi hlutabréfa rýkur upp

Í morgunsárið kynntu forstjóri og stjórnarformaður Norwegian afkomu félagsins á þriðja ársfjórðungi og boðuðu áframhaldandi aðhald. Virði félagsins hækkaði um fimmtung strax í kjölfarið.

Það er óhætt að segja að fjárfestar hafi tekið nýjasta ársfjórðungs uppgjöri Norwegian vel. Gengi bréfanna hækkaði strax um nærri 21 prósent sem skrifast aðallega á að hagnaður félagsins á síðasta ársfjórðungi var umfram væntingar greiningaraðila. Svonefndur EBITDAR hagnaður (afkoma að teknu tillti til vaxtagreiðslna og -tekna, skattgreiðslna og leigugreiðslna) á fjórðungnum var 4,4 milljarðar norskra króna  sem samsvarar um 60 milljörðum íslenskra króna. Það er metafkoma hjá félaginu á þessum arðbærasta fjórðungi ársins.

Þessi jákvæða þróun skrifast meðal annars á hærri meðalfargjöld og eins eru umsvifamiklar sparnaðaraðgerðir farnar að skila árangri. Erfið lausafjárstaða félagsins hefur líka batnað í kjölfar á sölu á þotum og hlutabréfum í banka sem kenndur er við flugfélagið sjálft. Einnig tilkynnti Norwegian í morgun um langþráðan samning við kínverskan banka um stofnun sameiginlegs félagsins sem taka á yfir þær Airbus þotur sem Norwegian á pantaðar. Þær fyrstu verða afhentar í byrjun næsta árs. Eins og staðan er núna er ætlunin að leigja þær áfram í stað þess að Norwegian taki þær inn í sinn flota sem í dag samanstendur af Boeing þotum eingöngu.

Og sú staðreynd að Norwegian hefur lagt allt sitt traust á bandaríska flugvélaframleiðandann skapar mikla óvissu. Það kom nefnilega fram í máli Geir Karlsen forstjóra á fundinum að í vetur munu sjö Boeing Dreamliner þotur sitja á jörðu niðri vegna viðhalds á hreyflum. Á sama tíma gerir félagið ekki ráð fyrir Boeing MAX þotunum fyrr í en í lok mars þegar sumaráætlun félagsins hefst. Til samanburðar gera áform Icelandair ennþá ráð fyrir þotunum í ársbyrjun. Karlsen nefndi það einnig að vegna þess hve staða MAX þotanna er óljós þá er erfitt að endurskipuleggja flotann með því að selja fleiri eldri flugvélar eins og upphaflega hafði verið gert ráð fyrir.

Þegar Karlesen forstjóri hafði lokið máli sínu þá steig í pontu Daninn Niels Smedegaard sem tók við sem stjórnarformaður í Norwegian fyrr á þessu ári. Og segja má að tónninn í erindi hans hafi verið þungur. Hann kynnti nefnilega til sögunnar nýja stefnumörkun þar sem marmiðið væri að nýta þá möguleika sem fyrir eru til að auka tekjurnar en ekki síður til að skera niður. Fyrsta skrefið á þeirri vegferð er tíu prósent samdráttur í framboði strax á næsta ári. Dró Smedegaard ekki fjöður yfir að stjórn og stjórnendur félagsins yrðu harðlega gagnrýnd þegar að því kæmi að tilkynna um lokanir á flugleiðum og annan niðurskurð sem því fylgdi. Hann fór þó ekki nánar út í hvar yrði helst borið niður en miðað við að Norwegian tekur í gagnið fjórar nýjar Dreamliner þotur á næsta ári þá gætu flugleiðir innan Evrópu frekar dottið út en þær lengri yfir Atlantshafið.

Í dag flýgur Norwegian til Íslands frá Tenerife, Barcelona, Las Palmas, Ósló og Alicante. Flugið frá Madríd leggst af í byrjun næsta árs.

Nú getur þú tekið þátt í að styrkja og efla útgáfu Túrista

Nýtt efni

Biðinni er brátt lokið og eftirvæntingarfullir aðdáendur írska rithöfundarins Sally Rooney getað andað léttar því að í liðinni viku var tilkynnt af The Wylie Agency, umboðsskrifstofu rithöfundarins, að ný bók væri væntanleg frá henni þriðjudaginn 24. september 2024.  Alex Bowler, talsmaður Faber & Faber, enska forlags rithöfundarins, sendi líka frá sér tilkynningu í tilefni af væntanlegri  …

Farþegar á Keflavíkurflugvelli gátu að jafnaði valið á milli nærri 10 brottfara á dag til höfuðborgar Bretlands í síðasta mánuði. Þetta er viðbót um eina ferð frá sama tíma í fyrra ef tillit er tekið til þess að nú er hlaupaár. London var sú borg sem oftast var flogið til frá Keflavíkurflugvelli í febrúar samkvæmt …

Það er bannað að auglýsa vín á Íslandi - nema auðvitað í amerískum samfélagsmiðlum og þeim erlendu vefsíðum sem íslenskir lesendur heimsækja. Áfengisauglýsingar eru hinsvegar mikilvæg tekjulind fjölmiðla í löndum allt í kringum okkur enda býr áfengisiðnaðurinn yfir miklu fjármagni og vill viðhalda áhuga neytenda á öllum aldri á þessum viðurkennda en varasama vímugjafa. FF7 …

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …