Samfélagsmiðlar

Óvíst hvort nýjasta bakslagið seinki MAX þotunum

Heimspressan, bandarísk flugmálayfirvöld og stjórnendur Boeing hafa fjallað um stöðuna á MAX þotunum um helgina. Ekki liggur hins vegar fyrir hvort nýjustu tíðindi verði til þess að vottun á þotunum dragist.

MAX þota Icelandair í Berlín. Núverandi áætlun flugfélagsins geri ráð fyrir að þess háttar þota flytji á ný farþega þangað þann 7. janúar nk.

Spjótin hafa staðið á stjórnendum Boeing síðustu sólarhringa eftir að í ljós kom að þeir höfðu ekki upplýst flugmálayfirvöld vestanhafs um þriggja ára gömul samskipti flugmanna Boeing sem sýna fram á efasemdir þeirra um MCAS kerfið í MAX þotunum umtöluðu. En flugslysin tvö, þar sem 346 manns létu lífið, eru rakin til stýrikerfisins. Forstjóri bandaríska flugmálaeftirlitsins, FAA, kallaði á föstudag eftir skýringum frá Boeing á því hvers vegna ekki hafði verið upplýst fyrr um þessi samkipti flugmannanna.

Heimspressan hefur fjallað um málið yfir helgina og tvær fréttatilkynningar hafa borist frá Boeing vegna stöðunnar. Í þeirri síðari, sem birt var í gær, segir að það liggi fyrir að þessar fyrrnefndu efasemdir flugmannanna hafi snúist um flugherminn, sem þá var ófullgerður, en ekki flugvélarnar sjálfar. Í tilkynningunni kemur fram að stjórnendur Boeing hafi fullan skilning á þeirri athygli sem málið hafi vakið. Þeir harma jafnframt að fyrrnefnd samskipti flugmannanna hafi ratað í fréttir án almennilegra útskýringa um að þeir hafi í raun ekki verið að skiptast á skoðunum um MAX þoturnar heldur flugherminn sem þeir voru að prófa á þessum tímapunkti.

Ekki hefur komið fram hvort þetta nýjasta bakslag seinki endurkomu Boeing MAX þotanna enn frekar en áætlun Icelandair gerir ráð fyrir að flugvélarnar verði komnar í loftið strax eftir áramót. Stjórnendur Southwest og Air Canada gáfu það aftur á móti út í síðustu viku að þeir reikni ekki með þotunum fyrr en um miðjan febrúar. Og hjá Norwegian eru ekki lengur neinar MAX flugvélar í vetraráætluninni en henni lýkur í enda mars.

Hvort Icelandair fylgi í kjölfarið kemur væntanlega í ljós á næstunni. Það hefur verið allur gangur á því með hversu löngum fyrirvara félagið hefur tekið MAX út úr áætlun. Það var t.d. ekki fyrr en þann þriðja maí sl. sem áætlun Icelandair fram í miðjan júlí var breytt.

Nú getur þú tekið þátt í að styrkja og efla útgáfu Túrista

Nýtt efni

Heldur færri beiðnum um vegabréfsáritun var hafnað á Schengen-svæðinu 2023 miðað við árið á undan, 1,6 milljónum eða 15,8 prósentum af heildarfjölda áritana í stað 17,9 prósenta. Flestum beiðnum var að venju hafnað í Frakklandi eða 436.893, samkvæmt frétt SchengenNews, en Frakkar taka líka við flestum beiðnum. Þau ríki sem koma næst á eftir á …

Þegar nýtt íslenskt flugfélag fer í loftið þá er Kaupmannahöfn ávallt meðal fyrstu áfangastaða. Þannig var það í tilfelli Iceland Express, sem þó var ekki fullgilt flugfélag, Wow Air og Play. Hjá öllum þremur var stefnan ekki sett á Stokkhólm fyrr en fleiri þotur höfðu bæst í flotann. Play fór sína fyrstu ferð til sænsku …

Árið 2023 varð landsvæði sem nam tvöfaldri stærð Lúxemborgar eldum að bráð í Evrópu - meira en hálf milljón hektara gróðurlendis eyðilagðist. Samkvæmt upplýsingum Evrópska upplýsingakerfins um gróðurelda (European Forest Fire Information System - EFFIS) voru 37 prósent umrædds lands þakin runnum og harðblaðaplöntum en á 26 prósentum óx skógur.  Auk gríðarlegs tjóns vistkerfisins fylgdu …

Kopar er nú meðal eftirsóttustu hráefna í iðnaði og verð á honum hækkar ört - svipað og gerðist með hráolíuna á áttunda áratugnum eftir að olíuframleiðendur í Arabalöndunum settu viðskiptabann á Bandaríkin og bandalagsríki þeirra vegna stuðnings við Ísrael í Yom Kippur-stríðinu. Mikil hækkun á verði kopars á mörkuðum skýrist raunar að hluta af auknum …

Ísland komst fyrst á kortið hjá United Airlines vorið 2018 þegar félagið hóf áætlunarflug hingað frá New York. Síðar bætti bandaríska flugfélagið við ferðum hingað frá Chicago og í báðum tilvikum voru brottfarir í boði frá frá vori og fram á haust. Í fyrra varð ekkert út Íslandsflugi United frá New York en í lok …

Ferjan Sæfari leggst að bryggju í Sandvík, þorpi Grímseyjar, um hádegisbil eftir um þriggja klukkustunda siglingu frá Dalvík. Ferjan stoppar ekki lengi í eyjunni í þetta sinn heldur leggur aftur af stað frá Grímsey klukkan 14. Dagsferðalangar í Grímsey á veturna stoppa því aðeins í tæpar tvær klukkustundir í eyjunni en leggja á sig meira …

Mótun ferðamálastefnu fyrir Ísland til ársins 2030 var sett á ís þegar Covid-faraldurinn hófst en þráðurinn var tekinn upp að nýju í fyrra. Þá skipaði ráðherra ferðamála, Lilja Alfreðsdóttir, sjö starfshópa til að fara í verkið og komu meira en 100 manns að þeirri vinnu. Drög að tillögu til þingsályktunar voru birti í febrúar og …

Þrátt fyrir takmarkað framboð á flugi innan Evrópu þá eru fargjöld ekki á uppleið og verðþróunin er neytendum í hag nú í sumarbyrjun að sögn forstjóra og fjármálastjóra Ryanair sem kynntu nýtt ársuppgjör félagsins nú í morgun. Reikningsár þessa stærsta lágfargjaldaflugfélags Evrópu lauk í lok mars sl. og þar var niðurstaðan hagnaður upp á 1,9 …