Öfugt við flest flugfélög þá hefur Icelandair haldið að sér höndum þegar kemur að útgáfu á sérstöku snjallsímaforriti. Í sumar hleypti félagið þó af stokkunum þess háttar í Finnlandi líkt og Túristi greindi frá. Og núna er Icelandair appið komið til Íslands.
Þar með geta íslenskir símnotendur leitað að farmiðum með flugfélaginu í forritinu og svo innritað sig og haldið utan um farseðla þegar komið er að ferðinni.
Í appinu á einnig að vera hægt að panta sér varning úr Saga boutique og veitingar fyrir flugferðina.