Samfélagsmiðlar

Með forkaupsrétt á ferðaskrifstofum Arion

Fresturinn sem einn fjárfestir fékk til að ganga frá kaupum á fimm norrænum ferðaskrifstofum af íslenska bankanum rennur fljótlega út. Heimsferðir eru ólíklega hluti af viðskiptunum.

Danska eignarhaldsfélagið Travelco Nordic heldur utan um hlut Arion banka í fimm norrænum ferðaskrifstofum.

Stuttu eftir gjaldþrot Primera Air í október 2018 þá flutti Andri Már Ingólfsson rekstur ferðaskrifstofanna sjö sem tilheyrðu jafnframt hinu íslenska Primera Travel Group yfir danskt dótturfélag sem fékk heitið Travelco Nordic. Um mitt síðasta ár tók Arion banki samsteypuna yfir og flutti íslensku ferðaskrifstofurnar Heimsferðir og Terra Nova yfir í sérstakt félag.

Það var yfirlýst markmið Arion við yfirtökuna að selja ferðaskrifstofurnar sem fyrst. Í dag er aðeins Terra Nova, sem sérhæfir sig í skipulagningu Íslandsferða, komin í hendur nýrra eiganda en það var íslenska ferðaskrifstofan Nordic Visitor sem keypti.

Sala á hinum ferðaskrifstofunum sex hefur ekki ennþá borið árangur og nú eru liðnir rúmir tveir mánuðir frá því að Fréttablaðið sagði frá því að söluferli á Travelco væri á lokametrunum. Heimildir Túrista herma að mögulegur kaupandi sé fjárfestingafélagið Triton en það keypti í fyrra hollenska ferðaskipuleggjandann Sunweb.

Framkvæmdastjóri Travelco Nordic, Peder Hornshøj, staðfestir í viðtali við danska ferðaritið Standby í dag að einn fjárfestir hafi fengið forkaupsrétt á ferðaskrifstofunum en fresturinn sem sá hafi fengið sé brátt útrunninn. Það voru aftur á móti þrjú félög sýnt Travelco Nordic á sínum tíma að sögn Hornshøj.

Aðspurður um hvort Arion banka liggi á að selja Travelco Nordic þá segir framkvæmdastjórinn að íslenska bankafólkið verðir sífellt ánægðara með gang mála hjá ferðaskrifstofunum enda sé gangurinn góður í dag. Síðasta ár var þó samsteypunni erfitt eftir fall Primera Air sögn Hornshøj og til marks um það þá fækkaði farþegum ferðaskrifstofanna í Danmörku töluvert í fyrra.

Sem fyrr segir þá setti Arion banki rekstur íslensku ferðaskrifstofanna og þær tilheyra því ekki lengur Travelco Nordic. Og af orðum Hornshøj að dæma þá er eingöngu sala á því fyrirtæki langt kominn. Heimsferðir eru því væntanlega ekki hluti af viðskiptunum ef sú ferðaskrifstofa hefur lengi verið ein af allra stærstu ferðaskrifstofum landsins.

Líkt og Túristi hefur áður greint frá þá vinnur Andri Már Ingólfsson nú að endurkomu sinni í ferðageirann með opnun nýrrar ferðaskrifstofu sem ber heitið Aventura. Sú á að taka til starfa nú í janúar samkvæmt því sem fram kemur í atvinnuauglýsingu. Heimasíða skrifstofunnar hefur þó ennþá ekki verið opnuð.

NÚ GETUR ÞÚ STUTT VIÐ BAKIÐ Á ÖFLUGARI TÚRISTA

Nýtt efni

Kynnisferðir, sem starfa undir vörumerkinu Icelandia, hafa gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Dive.is. Fyrir áttu Kynnisferðir 51% hlut í félaginu á móti Tobias Klose. Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að bjóða upp á námskeið í köfun. Félagið leggur mikið uppúr upplifun viðskiptavina enda er það í efsta …

„Ég myndi halda að við værum stærsta flugfélagið fyrir þá sem eru að fljúga frá Íslandi," sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, á kynningarfundi hlutafjárútboðs félagsins, á þriðjudaginn. Máli sínu til stuðnings sýndi hinn nýi forstjóri og fyrrum stjórnarformaður flugfélagsins glæru þar sem sjá mátti hvernig hlutdeild Play á heimamarkaði hefur aukist og farið upp …

Árið 2018 kynnti netverslunin Amazon nýjung á bandarískum smásölumarkaði: Amazon Just Walk Out-Stores. Verslunin var kynnt sem mikil bylting og í rauninni væri lausn Amazon framtíðarlausn fyrir aðrar smásöluverslanir. Maður skannaði símann sinn þegar gengið var inn í Just Walk Out-verslun Amazon, valdi þær vörur sem maður girntist, setti þær í innkaupakörfu og síðan gat …

MYND: ÓJ

Fyrir heimsfaraldur voru flugsamgöngur milli Íslands og Ítalíu litlar, takmörkuðust lengst af við sumarferðir til Mílanó. Á þessu hefur orðið mikil breyting því nú er hægt að fljúga héðan allt árið til Rómar og Mílanó og á sumrin eykst úrvalið enn frekar.  Ítölsku ferðafólki hefur fjölgað verulega í takt við þessar auknu samgöngur og var …

Sala á hreinum rafbílum frá þýska bílaframleiðandanum BMW jókst um 41 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Með söluaukningunni er vægi rafbíla hjá BMW, sem einnig framleiðir Mini, komið upp í 20 prósent hjá þýska framleiðandnum en hlufallið var 15 prósent fyrir ári síðan samkvæmt frétt Bloomberg. Á sama tíma hefur orðið samdráttur í sölu á …

Kínverski bílaframleiðandinn Chery virðist vera að ná samningum um að eignast fyrstu verksmiðju sína í Evrópu, nánar tiltekið í katalónska höfuðstaðnum Barselóna á Spáni. Um er að ræða verksmiðju sem Nissan lokaði árið 2021 og er markmið yfirvalda á Spáni og héraðsstjórnarinnar í Katalóníu að endurheimta þau 1.600 störf sem þá glötuðust. Nú hefur katalónski …

Sjö af þeim níu þotum sem voru í flota Wow air undir það síðasta voru í eigu flugvélaleigunnar Air Lease Corporation (ALC). Ein þeirra var kyrrsett á Keflavíkurflugvelli í kjölfar gjaldþrots flugfélagsins þann 28. mars árið 2019 en í takt við samkomulag Wow Air og Isavia var ávallt ein þota félagsins eftir á Keflavíkurflugvelli sem …

Það styttist í að Strætó geti boðið farþegum upp á að greiða með bankakortum á snertilausan hátt í vögnum sínum. „Loksins!“ segja vafalaust margir óreglulegir notendur þjónustunnar, sem hafa pirrað sig á því hversu flókið og fráhrindandi greiðslukerfi Strætó er - að þurfa að hlaða niður Klapp-appinu (smáforriti), kaupa sérstaka passa með fyrirframgreiddum fargjöldum og …