Samfélagsmiðlar

Raunhæft að auka þau verðmæti sem hver ferðamaður skilur eftir sig í landinu

Eyðsla hvers ferðamanns á degi hverjum var meiri á síðasta ári árin þar á undan. Inn á þetta og margt fleira kom aðalhagfræðingur Samtaka atvinnulífsins á ráðstefnu Icelandair í gær.

Ásdís Kristjánsdóttir, aðalhagfræðingur SA, var meðal þeirra sem hélt erindi á ráðstefnu Icelandair um stöðu og mikilvægi flugrekstrar og ferðaþjónustu hér landi. Þar benti hún meðal annars á að hver ferðamenn hér á landi eyði meiru og dvelja lengur en þeir sem hingað komu árin 2017 og 2018. Aftur á móti var eyðslan ennþá meiri á árum áður og dvalartíminn þá lengri en í dag.

Aðspurð um skýringar á þessari niðursveiflu á árunum 2017-2018 þá segir Ásdís, í svari til Túrista, að styrking krónunnar hafi örugglega haft áhrif á þessa dýfu sem varð á neysluhegðun ferðamanna. „Þá breyttist samsetning ferðamanna einnig með tilkomu WOW Air. Með lággjaldaflugfélögum fljúga sparsamari ferðamenn, sem stoppa styttra og eyða minna. Það er nú að breytast og við sjáum það í tölunum fyrir árið 2019.” 

Ásdís bendir jafnframt á að eyðsla hvers ferðamanns á hverjum degi var meiri á síðasta ári en öll hin árin. „Ferðamaðurinn er því nú að eyða meira á hverjum degi en áður. Verkefnið framundan er hins vegar að ferðamenn eyði enn meiru og dvelji hér lengur. Ég tel að það sé raunhæft að sækja enn frekar fram og auka þau verðmæti sem hver ferðamaður skilur eftir sig í landinu. Nýja-Sjáland treysti eins og við mikið á ferðaþjónustuna en neysla á hvern ferðamann er mun meiri þar í landi en hjá okkur sem dæmi. Við þurfum að horfa til þessara ríkja, hvað eru þau að gera sem við erum ekki að gera? Auðvitað skiptir rekstrarumhverfið máli, hlutverk stjórnvalda er að tryggja sterka innviði og samkeppnishæft umhverfi með hóflegri skattheimtu og gjaldtöku. Fyrirtæki í ferðaþjónustunni þurfa að skapa tækifæri, fjárfesta í nýsköpun og auka framleiðni og verðmætasköpun í greininni.”

Sem fyrr segir var dvalartími ferðamanna lengstum lengri á síðasta áratug en þá voru árstíðarsveflur líka meiri. Óttast þú ekki að ef dvalartíminn lengist að um leið aukist árstíðarsveiflur í ferðaþjónustu? „Lykilatriði er að hámarka arðsemi í ferðaþjónustunni. Lengja dvalartímann og minnka árstíðarsveiflur til að við getum nýtt betur innviði eins og gistirými utan háannar. Það þarf að finna gott jafnvægi hér, tryggja að dvalatíminn aukist ekki aðeins á sumrin heldur einnig yfir vetrartímann,” svarar Ásdís.

Í erindi þínu nefndir þú að skattheimta og laun væru meðal helstu áskorana sem ferðaþjónustan stendur frammi fyrir. Launin breytast varla en hvaða leiðir eru til að slá af skattheimtu og hvaða áhrif hefði það þá á fjármagn til að ráðast í tímabærar endurbætur á vegakerfi? „Ég tel að það ætti að vera forgansverkefni stjórnvalda að lækka tryggingagjaldið hraðar og meira. Tryggingagjaldið leggst á launagreiðslur, er verulega íþyngjandi fyrir mörg fyrirtæki einkum ferðaþjónustuna sem er vinnuaflsfrek grein með hátt launahlutfall. Lækkun tryggingagjaldsins myndi þannig sporna gegn frekari fækkun starfa.” 

Ásdís bendir jafnramt á að forgangsröðun stjórnvalda síðustu ár hefur verið að greiða niður skuldir og nú sé skuldahlutfall ríkissjóðs undir þeirra eigin skuldaviðmiði. „Að mínu mati eru talsverð tækifærin fólgin í því að ráðast í arðbærar innviðafjárfestingar á tímum efnahagslægðar með frekari skuldsetningu nú. Stjórnvöld geta nýtt sér að vextir erlendis eru í sögulegum lágmarki, dregið hingað inn erlent fjármagn til uppbygginga á arðbærum innviðaframkvæmdum eins og endurbætur á vegakerfinu. Frekari innviðafjárfesting er nauðsynleg ekki aðeins fyrir ferðaþjónustuna heldur fyrir atvinnulífið allt og styrkir stoðir hagvaxtar til framtíðar.”

Eins og þú komst inn á er töluverður verðmunur á þriggja rétta máltið á íslensku veitingahúsi  og svo dönsku. Hver er megin skýringin á því og hver eru áhrif krónu og hárra vaxta? „Launahlutfallið er mjög hátt í rekstri veitingahúsa, launakostnaður sem hlutfall af rekstrartekjum hátt í 40 prósent sem hefur auðvitað bein áhrif á verðlagið. Laun á Íslandi eru hærri hér en í Danmörku. Þá bætist annars konar kostnaður við eins og opinberar álögur, áfengisgjaldið og tryggingagjaldið sem dæmi. Gengi krónunnar hefur einnig áhrif, þó raungengið hafi gefið lítillega eftir síðustu misseri þá er það enn hátt í sögulegum samanburði. Allir þessir þættir hafa áhrif á verðlagninguna.”

Flugsamgöngur eru sérstaklega þýðingamiklar fyrir ferðaþjónustu á eyju eins og þú nefndir í erindi þínu. Væri það árangursríkt að þínu viti að draga úr tekjum Isavia með því að lækka verðskrár Keflavíkurflugvallar, bæði gagnvart flugfélögum og öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum? „Það er sanngjarnt og eðlilegt að verðskrá endurspegli kostnaðinn sem hlýst af því að veita þjónustuna. Ef ekki þá eru skattgreiðendur farnir að niðurgreiða þjónustuna. Það má þó gjarnan finna leiðir til að auka hagkvæmni í rekstri flugstöðvarinnar til að hægt sé að lækka verðskránna. Þar gæti einkaframtakið komið að notum. Einkarekstur flugstöðvarinnar hefur verið nefndur, eins og tíðkast víða í Evrópu. Það mætti t.d. sjá fyrir sér að flugstöðin væri rekin af fyrirtæki sem væri í meirihlutaeigu erlends fyrirtækis sem hefur víðtæka reynslu af flugstöðvarekstri og í minnihlutaeigu íslenskra fjárfesta sem hafa áhuga á langtímafjárfestingum í innviðum, eins og lífeyrissjóðir.”

NÚ GETUR ÞÚ STUTT VIÐ ÚTGÁFU TÚRISTA

Nýtt efni

Margir sem eru að basla í ferðaþjónustu fjarri höfuðborgarsvæðinu horfa öfundaraugum til Suðurlands, sem nýtur nálægðar við Keflavíkurflugvöll og Reykjavík - og státar af áfangastöðum sem ferðamenn sækjast eftir að heimsækja og hafa verið mjög vel kynntir síðustu áratugi.   Það er stöðugur straumur ferðamanna um Suðurland, meðfram „gullströndinni,“ sem hótelhaldarinn fyrir austan nefndi svo - …

Löngu áður en hið svokallaða „Bulletproof“ kaffi leit dagsins ljós settu Tíbetar smjörklípu út í morgunteið sitt til að byrja daginn á rjúkandi og næringarríkan hátt. Í köldu háfjallalofti Himalaja-fjallanna hefur þessi salti, rjómakenndi og hitaeiningaríki drykkur orðið að daglegri hefð sem er ómissandi í matarmenningu þjóðarinnar.Á máli heimamanna nefnist drykkurinn „po cha,“ sem einfaldlega …

Í nærri fimmtán hafa Icelandair og bandaríska flugfélagið Jetblue átt í samstarfi sem gerir viðskiptavinum þeirra kleift að kaupa tengiflug með hinu félaginu á einum miða og innrita farangur alla leið. Þannig getur farþegi sem ætlar héðan til Orlando í sumar keypt farið alla leið hjá Icelandair þó flogið sé með Jetblue seinni legginn, frá …

Aspasinn fyrirfinnst í þremur litbrigðum – hvítur, grænn og fjólublár. Hér er í raun um að ræða sömu plöntuna en afbrigðin hafa ólíka eiginleika og ræðst liturinn af því ásamt hlutfalli sólarljóss við ræktunina. Þetta næringarríka grænmeti er ein þeirra matjurta sem maðurinn hóf fyrst að rækta en elstu heimildir um aspasræktun eru um 2.000 …

Það voru vísbendingar um offramboð á flugi héðan til London og Frankfurt síðastliðinn vetur að mati stjórnenda Icelandair. Nú er hins vegar útlit fyrir nokkru færri brottfarir til beggja þessara borga á komandi vetri. Þannig hefur Wizz Air ekki lengur á boðstólum flug til Íslands frá London og þar með dregst framboð á flugi hingað …

Ferðaskrifstofur sem selja Íslandsferðir horfa nú í auknum mæli á eftir viðskipavinunum til Noregs þar sem verðlagið er skárra. Norskir ferðafrömuðir eru líka brattir í viðtölum þessa dagana og almennt sammála um að nýliðinn vetur hafi gengið vel og sumarið verði „dúndurgott" eins og það síðasta. Og opinberar tölur sýna að veturinn gekk vel í …

Þrotabú Wow Air hefur höfðað 11 riftunarmál vegna greiðslna til kröfuhafa flugfélagsins fyrir gjaldþrot þess í mars 2019. Fyrrum forstjóra flugfélagsins og eigenda, Skúla Mogensen, er stefnt til greiðslu skaðabóta í öllum þessum málum. Auk þess er farið fram á skaðabætur frá fyrrum stjórn fyrirtækisins í níu málum. Í stjórninni sátu Liv Bergþórsdóttir, sem var …

Þingmennirnir Jóhann Páll Jóhannsson (S) og Óli Björn Kárason (D) eru ekki bjartsýnir á að Alþingi nái að afgreiða þingsályktuntillögu Lilju Alfreðsdóttur (B), ráðherra ferðamála, um nýja ferðamálastefnu til ársins 2030. Þetta kom fram í máli þingmannanna í pallborðsumræðum á fundi Samtaka ferðaþjónustunnar í fyrradag. Ráðherrann tók líka þátt í pallborðinu og átti þar lokaorðin. …