Samfélagsmiðlar

Flugfarþegar borga mun meira en hótelgestir fyrir sveigjanlegar bókanir

Vísbendingar eru um að gríðarlega margir bíði með að bóka ferðalög næstu missera vegna óvissunnar sem nú ríkir. Flugfélögin gætu því þurft að draga úr þeirri háu þóknun sem þau leggja á farmiða sem fást endurgreiddir ef farþeginn kýs að halda sig heima.

Flugfarþegar borga mun hærra álag en hótelgestir á pantanir sem hægt er að afbóka gegn fullri endurgreiðslu.

Á þessum tíma árs ætti sala á ferðalögum að vera í hámarki því nú hefur orlofsdögum sumarsins verið úthlutað á flestum vinnustöðum. Aukin útbreiðsla hinnar nýju kórónaveiru hefur hins vegar orðið til þess að margir bíða með að bóka ferðir út í heim. Það mátti til að mynda lesa úr tilkynningu sem Icelandair sendi frá sér á sunnudaginn.

Af þeim sökum má velta því upp hvort ástandið sem nú er uppi verði til þess að stjórnendur flugfélaga taki verðlagninu á afbókanlegum flugmiðum til endurskoðunar. Þess háttar miðar kosta allt að tvöfalt meira en þeir ódýrustu samkvæmt lauslegri athugun Túrista á heimasíðum flugfélaga síðustu sólarhringa. Í hótelgeiranum tíðkast líka að rukka aukalega fyrir afbókanir en þó hlutfallslega mun minna en í fluginu.

Sem dæmi um þetta þá getum við horft til tveggja fyrirtækja innan Icelandair samsteypunnar. Segjum sem svo að akkúrat núna séu hjón í Boston að velta fyrir sér þriggja nátta helgarferð til Reykjavíkur í lok maí. Þau eru hins vegar hikandi vegna kórónaveirunnar og vilja helst eiga möguleika á að fá endurgreitt ef ástandið versnar. Þau skoða heimasíðu Icelandair Marina hótelsins og sjá að þar kostar ódýrasta herbergið um 78 þúsund krónur fyrir þrjár nætur. Ef þau taka þann kost þá fá þau ekki krónu til baka ef þau hætta við ferðina. Aftur á móti býður hótelið þeim sama herbergi á 99 þúsund krónur og þá mega þau afbóka án þess að borga krónu. Icelandair hótelin taka því 27 prósent þóknun fyrir þennan sveigjanleika þessa ákveðnu daga.

Flugfélagið Icelandair rukkar töluvert meira fyrir það sama. Þannig kostar ódýrasta farið, Economy Light, til Íslands fyrir hjónin frá Boston rétt um 110 þúsund þessa síðustu helgi í maí. Flugmiðar sem fást endurgreiddir, Economy Flex, eru hins vegar á 176 þúsund sem er sextíu prósent hærra verð. Icelandair sjálft tekur því meira en tvöfalt hærri þóknun en Icelandair hótelin fyrir að heimila viðskiptavinum sínum að afbóka og fá kaupverðið að fullu endurgreitt.

Nú þegar eftirspurn eftir ferðalögum er lítil þá gæti álagið sem Icelandair og fleiri flugfélög leggja á sveigjanlega farmiða þurft að lækka til að gera þá að alvöru valkosti.

Nýtt efni

Veitingahúsarekstur á Íslandi getur verið töluverður barningur: Vaktafyrirkomulag er kostnaðarsamt og launin vega mjög þungt í rekstri, verð á hráefni er hátt og opinber gjöld ekki síður, einkum á áfengi. Veitingamenn bíða eins og aðrir að gengið verði frá kjarasamningum og það verði hægt að gera einhverjar áætlanir fram í tímann.  Þegar launin sem greiða …

Kauphöllin

Hlutabréfavísatalan Stoxx Europe 600 náði sína hæsta gilda á föstudaginn og hefur þá hækkað um nærri 70 prósent frá því mars 2020 þegar vísitala fór lægst í upphafi heimsfaraldursins. Vísitala Bloomberg sem fylgist með gengi evrópskra flugfélaga hefur á sama tíma hækkað um 23 prósent. Af stóru evrópsku flugfélögunum er Ryanair það eina þar sem …

Tónlistarmaðurinn hefur á þessum árum lagt inn 689 lög í eigin nafni. En þrátt fyrir afar litlar vinsældir hefur maðurinn fengið útborgaðar um það bil sem svarar 90 milljónum íslenskra króna frá streymisveitunum vegna þess hve oft lögin hafa verið spiluð. Til að fá útborgað um eitt hundrað krónur frá tónlistarstreymisveitu þarf lag að vera …

Árið 2023 varð metár í komum ferðamanna til hinnar fornu, fögru og söguríku Aþenu. Um sjö milljónir erlendra ferðamanna lentu á Aþenu-flugvelli sem kenndur er við Eleftherios Venizelos, 600 þúsundum fleiri en 2019. Bandaríkjamenn voru stærsti hópurinn, ein milljón, en næst á eftir komu 687 þúsund Bretar, 478 þúsund Þjóðverjar, 462 þúsund Frakkar og 410 …

Áætlun Ryanair á komandi sumarvertíð byggir á því að félagið fái að lágmarki 50 nýjar Boeing Max þotur en forstjóri flugfélagsins, Michael O'Leary, er svartsýnn á að það gangi eftir. Nýju þoturnar verði í besta falli fjörutíu en upphaflega hafði Boeing lofað 57 nýjum Max-þotum samkvæmt frétt Bloomberg. „Það hamlar vexti okkar að vita ekki …

Stellantis er einn stærsti bílaframleiðandi heims. Í viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag ítrekar Carlos Tavares, forstjóri Stellantis, stuðning samsteypunnar við banni við sölu á bílum knúnum bensíni og dísil árið 2035. Ummælin falla í tilefni af því að margir spá íhaldssveiflu í Evrópuþingskosningum í júní og að í framhaldi af því verði áformum …

Það vakti athygli að fáum dögum eftir lát eins af þekktari ritstjórum The New York Times, Joseph Lelyveld, streymdu inn á Amazon-netverslunina fjölmargar nýjar ævisögur ritstjórans. Lelyveld lést í janúar í ár og þegar bróðir hans Michael fór inn á netið fáum dögum eftir útför Josephs til að sjá hvernig samferðarmenn minntust bróðurins tók hann eftir …

Skotar hafa löngum verið hrifnir af hafragraut. Fornleifarannsókn á Suðureyjum á vegum Bristolháskóla árið 2022 leiddi í ljós að hafragrautur hefur verið hluti af mataræði þeirra árþúsundum saman. Á miðöldum einkenndist veðurfar í Skotlandi af miklum raka og skornum skammti af sólarljósi. Þar af leiðandi náðu aðeins harðgerðustu korntegundir að vaxa og upp frá því …