Samfélagsmiðlar

Grænt ljós á ríkisstuðning við flugfélög

Eftirlitsstofnun EFTA hefur ekki athugasemdir við áform norska stjórnvalda að styðja sérstaklega við fluggeirann þar í landi. Þar með gæti verið komið fordæmi fyrir íslensk stjórnvöld.

Það eru Norwegian og SAS sem munu fá stærstan hluta af þeirri upphæð sem norsk stjórnvöld hafa nú fengið leyfi til að veita til flugreksturs í landinu.

ESA, eftirlitstofnun EFTA, gefur samþykki sitt fyrir því að flugrekendur í Noregi frá stuðning frá hinu opinbera til að styrkja lausafjárstöðu sína vegna þess vanda sem útbreiðsla kórónaveirunnar hefur valdið. Þetta kemur fram í umsögn stofnunarinnar um áform norskra stjórnvalda að ábyrgjast lán upp á 6 milljarða norskra króna til flugrekenda þar í landi. Það jafngildir um 80 milljörðum íslenskra króna.

Helmingur þessarar upphæðar er ætlaður Norwegian en félagið verður þó að uppfylla ströng skilyrði um lækkun skulda og aukið eigið fé til að fá aðgang að stærstum hluta fjárhæðarinnar. Fjórðungur rennur svo til SAS en afgangurinn til minni flugfélaga, t.d. þeirra sem sinna innanlandsflugi.

Í tilkynningu sem birt var á vef ESA nú í morgun segir að eftirspurn eftir flugferðalögum í Noregi hafi dregist verulega saman í kjölfar aukinnar útbreiðslu kórónaveirunnar. Það hafi haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir flugrekendur þar í landi sem sjái nú fram á ört versnandi lausafjárstöðu. „Flugrekstur er mikilvægur hluti af innviðum Noregs og framlag greinarinnar til þjóðarbúsins er mikið,“ segir í umsögninni.

Segja má að þessi úrskurður EFTA hafi gildi hér á landi líka því eitt af hlutverkum ESA er að framfylgja þeim takmörkunum á ríkisaðstoð sem EES samningurinn setur norskum og íslenskum stjórnvöldum. Í ljósi aðstæðna í heiminum í dag heimilar ESA aftur á móti opinberan stuðning við flugrekstur samkvæmt þeirri leið sem Norðmenn ætla að fara.

Þess má geta að hvorki Norwegian né SAS eru umsvifamikil í annarri ferðaþjónstu en flugrekstri. Umsvif Icelandair teygja sig aftur á móti mun víðar og tvær af stærstu ferðaskrifstofum landsins, Iceland Travel og Vita, tilheyra samsteypunni. Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval-Útsýn, telur því ekki eðlilegt að mögulegur opinber stuðningur við flugrekstur Icelandair fari í að efla dótturfélög fyrirtæksins.

„Ef það kemur til þess að íslenska ríkið muni styðja við Icelandair með séraðgerðum þá verður samdægurs að skilja flugreksturinn frá þessum ferðaskrifstofum og setja Icelandair miklar skorður í sölu á pakkaferðum. Það yrði galið að ríkisstuðningur við Icelandair yrði nýttur til að styrkja dótturfélög flugfélagsins í samkeppni við fyrirtæki eins og okkar,“ sagði Þórunn í viðtali við Túrista í gær.


Viltu styðja Túrista?

Nú þegar virkilega á reynir þá stendur Túristi vaktina frá morgni til kvölds. Ef þú ert einn þeirra lesenda sem finnst gagn í skrifum Túrista þá væri ómetanlegt ef þú myndir leggja útgáfunni lið. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Nýtt efni

Notkun á sjálfbæru eldsneyti er besta leiðin til að draga hratt úr losun frá flugsamgöngum, segir Willie Walsh, framkvæmdastjóra Alþjóðasambands flugfélaga, IATA. Hann ræddi mikilvægi þess að minnka losun í ávarpi sínu á flugmálaráðstefnu Changi í Singapúr í vikunni.  Willie Walsh undirstrikaði í ávarpi sínu að flugheimurinn stefndi staðfastlega að kolefnishlutleysi árið 2050: „Við megum …

Vesturland er í útjaðri meginstraums erlendra ferðamanna sem koma til Íslands. Flestir eru þeir á Suðvesturlandi, fara Gullna hringinn og meðfram suðurströndinni - en auðvitað aka margir þeirra eftir Hringveginum í gegnum Borgarfjörð eða halda upp á Snæfellsnes - og áfram sem leið liggur til Vestfjarða með ýmsum útúrdúrum. Við ætlum sem sagt ekki að …

Gott símasamband í höfuðborg Bretlands byggði lengi á hinum 177 metra háa BT Tower sem kenndur var við eigandann, British Telecom. Turninn varð hæsta mannvirkið í London þegar hann var reistur af símafyrirtækinu árið 1964. Það var ekki fyrr en 16 árum síðar að annað mannvirki í London fór upp fyrir þetta símamastur sem einnig …

Velta í ferðaþjónustu í nóvember og desember í fyrra var nærri óbreytt miðað við sama tíma árið 2022 eða rúmlega 121 milljarður króna. Ef veltan hefði verið í takt við verðbólgu og fjölgun gistinátta ferðamanna þá hefði hún verið um 13 milljörðum kr. hærri. Af undirgreinum ferðaþjónustunnar þá var veitingareksturinn sá eini sem hélt í …

Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Bain Capital Credit varð langstærsti hluthafinn í Icelandair í júní 2021 og á nú 17,2 prósenta hlut. Sjóðurinn hefur fjárfest fyrir 10,4 milljarða króna í flugfélaginu en fengi rétt 7,5 milljarða fyrir hlutinn í dag. Mismunurinn nemur nærri 3 milljörðum króna en gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um 18 prósent frá því …

Tölur sem Kóperníkus, lofthjúpsvöktunaþjónusta Evrópusambandsins, og ítölsku umhverfisverndarsamtökin Legambiente kynntu nýlega sýna að í Mílanó mælist svifryk og önnur loftmengun áfram hvað mest í allri Evrópu. Nú er loks rætt um það af yfirvöldum í Mílanó og nærliggjandi borgum og bæjum á Langabarðalandi að grípa einhverra aðgerða - eins og að takmarka notkun á mest …

Þátttaka hins opinbera í rafbílakaupum landsmanna er nú með breyttu sniði. Í stað skattaafsláttar upp á 1,3 milljónir króna, sem dreginn var frá söluverði nýrra rafbíla, þá verða kaupendur bílanna að greiða fullt verð í umboðinu og sækja svo um 900 þúsund króna styrk hjá Orkustofnun í framhaldinu. Þessi breyting var gerð um síðustu áramóti …

Sá sem kaupir ódýrasta fargjaldið hjá Icelandair, Economy Light, þarf að borga aukalega fyrir innritaðan farangur. Áður var töskugjaldið 5.280 krónur en nú þarf að borga allt að 6.600 krónur undir farangurinn aðra leið. Hækkunin nemur 25 prósentum og svo mikil eru hún líka ef innrita á skíði. Flutningur á þeim kostar núna allt að …