Eitt tilboð barst í millilandaflug héðan í sumar

Samgöngurráðuneytið hefur gert samning við Icelandair sem tryggja á flugsamgöngur til og frá landinu í sumar.

Stokkhólmur er ein þeirra þriggja borga sem flogið verður til samkvæmt samkomulagi Icelandir og Samgönguráðuneytisins.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gert nýjan samning við Icelandair sem tryggir lágmarks flug til Evrópu og Bandaríkjanna til og með 27. júní. Í frétt á vef stjórnarráðsins kemur fram að flogin verða tvö flug á viku á þrjá áfangastaði út samningstímann og hægt er að framlengja samninginn fram í september ef þörf krefur. Sem fyrr takmarkast ferðirnar við Boston, London og Stokkhólm en flug til New York og Kaupmannahafnar verður skoðað á tímabilinu. „Markmiðið er sem fyrr að tryggja flugsamgöngur til og frá landinu vegna þess ástands sem skapast hefur vegna Covid-19 faraldursins,“ segir í fréttinni.

Þar kemur fram að í aðdraganda samninga auglýstu Ríkiskaup eftir tilboðum á evrópska útboðsvefnum TED (Tenders Electronic Daily). Icelandair var eina flugfélagið sem gerði tilboð. Ríkið mun greiða að hámarki 300 milljónir króna vegna upphafstímabils samningsins frá 17. maí til 27. júní. Greiðslur fyrir flug á öllu tímabilinu geta að hámarki orðið hálfur milljarður króna. Tekjur Icelandair af flugunum munu ennfremur lækka greiðslur.

„Ráðuneytið getur framlengt samningnum tvívegis, fyrst til 8. ágúst og aftur til 19. september nk. Um er að ræða framhald á samningum sem gerðir hafa verið við Icelandair um lágmarks millilandaflug á tímabilinu 27. mars til og með 16. maí. Það voru Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sem undirrituðu samninginn með rafrænum hætti,“ segir á vef stjórnarráðsins.

Flogin verða tvö flug á viku á þrjá áfangastaði út samningstímann. Drög að flugáætlun fyrir tvær næstu vikur liggja fyrir. Þessar tvær vikur mun Icelandair fljúga samtals 12 ferðir (24 flugleggi) til Boston, London og Stokkhólms. Flugáætlun næstu tvær vikur er eftirfarandi með þeim fyrirvara að dagsetningar geta breyst og flug fallið niður:

Boston (Logan International – BOS) 21., 23., 28. og 30. maí.
London (Heathrow – LHR) 17., 20., 24. og 27. maí.
Stokkhólmur (Arlanda – ARN) 20., 23., 27. og 30. maí.

Verði unnt að fljúga til New York (JFK) eða Kaupmannahafnar á samningstímanum getur ríkið ákveðið í samráði við Icelandair að flogið verði til New York í stað Boston og til Kaupmannahafnar í stað Stokkhólms.

Nýtt efni

Það var auðvitað mikil eftirvænting í herbúðum Icelandair-fólks vegna komu þessarar Airbus-vélar sem boðar nýja tíma hjá félaginu. Endurnýjunartími er hafinn. Þrjár flugvélar til viðbótar sömu gerðar koma fyrir næsta sumar og síðar langdrægar A321XLR-vélar. Esja yfir Reykjavík - MYND: ÓJ Esja er hljóðlát og sparneytin flugvél, með 187 sæti, 22 á Saga Premium og …

Í nóvember komu 608 nýir bílar á götuna og af þeim voru flest eintök frá Toyota eða 95 eintök, þar af 59 Land Cruiser jeppar. Næstflestir nýir bílar voru af tegundinni Kia en Hyundai og Tesla deila þriðja sætinu. Nýskráðum eintökum fækkaði hjá öllum þessum fjórum bílaframleiðendum frá nóvember í fyrra en aðeins um tvo …

„Þetta er mjög stórt skref. Við höfum aldrei tekið á móti Airbus-flugvél áður í 87 ára sögu Icelandair. Þetta eru vélarnar sem munu taka við af Boeing 757-vélunum, sem nýst hafa gríðarlega vel í leiðakerfinu á undanförnum árum,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í tilefni af afhendingu fyrstu Airbus 321LR-vélarinnar í Hamborg í dag. …

Það eru engin merki um það á heimsíðu Play að afkastageta félagsins eigi eftir að skerðast með fækkun flugvéla á næsta ári. Engu að síður stendur til að framleigja hluta af þeim 10 þotum sem fyrirtækið er með í langtímaleigu líkt og tilkynnt var um miðjan október sl. Á bókunarsíðu Play eru í dag fimmtungi …

Á Norðurlöndunum hefur það tíðkast að hið opinbera reki alþjóðaflugvelli en í Kaupmannahöfn var meirihlutinn í flugvellinum seldur á sínum tíma. Sú einkavæðing hefur alltaf verið umdeild og meira að segja ráðherrar á hægri væng stjórnmálanna hafa talað um hana sem mistök. Á löngu tímabili átti ástralskur fjárfestingasjóður 59,4 prósent hlut í Kastrup í félagi …

Rafbílar í hleðslu

Það voru 608 fólksbílar skráðir nýir á götuna í nýliðnum nóvember en á sama tíma í fyrra voru þeir 1.545. Samdrátturinn nemur 61 prósenti en til samanburðar hefur nýskráðum fólksbílum fækkað um 43 prósent það sem af er ári samkvæmt gagnagrunni Samgöngustofu. Í nóvember í fyrra stóðu hreinir rafbílar undir 81 prósent af nýskráningunum en …

Tíminn sem ætlaður var til fundahalda á fimmtu ríkjaráðstefnu Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna í Búsan í Suður-Kóreu um aðgerðir gegn þeim háska sem lífríkinu stafar af plastmengun virðist ekki duga til að ná bindandi samkomulagi í þá átt. Nú er rætt um að halda viðræðum áfram á næsta ári. Þangað til heldur plastframleiðslan áfram á fullu …

Sú ríkisstjórn sem nú er endanlega fallin stokkaði upp stjórnarráðið í byrjun síns seinna kjörtímabils. Sú breyting kostaði á annan milljarð króna enda var ráðuneytunum fjölgað úr 10 í 12. Við þessa uppstokkun fluttust málefni ferðaþjónustunnar yfir í nýtt ráðuneyti, menningar- og viðskiptaráðuneytið. Lilja Alfreðsdóttir (B) fór fyrir því. Á fyrra kjörtímabili stjórnarsamstarfsins heyrðu málefni …