Samfélagsmiðlar

Íslandsflug ekki hluti af upphafsskrefum Lufthansa

Nú ætla stjórnendur þýska flugfélagsins að setja í gang á ný en félagið hefur lengi boðið upp á reglulegar ferðir til Keflavíkurflugvallar frá Frankfurt og Munchen.

Frá flugvellinum í Frankfurt en þaðan býður Lufthansa upp á ferðir til Íslands allt árið um kring.

Framboð á flugferðum með Lufthansa eykst töluvert í byrjun næsta mánaðar þegar áttatíu þotur félagsins hefja sig til flugs á ný eftir að hafa verið á jörðu niðri frá því að heimsfaraldurinn braust út. Til að byrja með einbeitir þýska félagið sér að ferðum innan Þýskalands og til nágrannalandanna. Einnig munu þotur félagsins halda til tuttugu áfangastaða í öðrum heimsálfum.

Í tilkynningu frá Lufthansa eru taldir upp þær evrópsku borgir sem byrjað verður að fljúga til júní og Reykjavík er þar ekki á lista. Aftur á móti ætlar Lufthansa að taka upp þráðinn í flugi til Prag, Billund, Brussel, Vínarborgar, Zurich, Nice, Manchester, Búdapest, Dublin, Riga, Búkarest, Kænugarðs og Palma á Mallorca.

Lufthansa hefur um langt árabil flogið til Íslands frá bæði Frankfurt og Munchen og það er ekki útilokað að Íslandsflug komist fljótlega á dagskrá á ný hjá þýska félaginu því von er á frekari viðbótum við sumaráætlunina fljótlega. En eins og áður hefur komið fram þá hafa íslensk stjórnvöld ákveðið að opna landið fyrir ferðamönnum um miðjan næsta mánuð.

Innan Lufthansa samsteypunnar eru líka flugfélögin Eurowings og Austrian sem bæði fljúga hingað á sumrin. Flugrekstur þess fyrrnefnda mun á næstunni einskorðast við flug frá Þýskalandi til áfangataða við Miðjarðarhafið. Þotur Austrian halda aftur á  móti kyrru fyrir í Austurríki aðeins lengur en gert er ráð fyrir að þær fari á loft í annarri viku júní. Ekki liggur fyrir hvort Ísland verði þá einn þeirra áfangastaða sem haldið verður til.

Nýtt efni

Sauðfjársetrið var stofnað árið 2002 af heimamönnum og hefur vaxið og dafnað í þeirra umsjá allar götur síðan. Nýverið hlaut það tilnefningu til Íslensku safnaverðlaunanna fyrir samfélagslegra nálgun í safnastarfi. Í umsögn með tilnefningunni segir meðal annars að hér sé um að ræða mikilvæga og öfluga menningarstofnun sem hafi gríðarmikið gildi fyrir samfélagið á Ströndum. …

Unnið er að því á flugvellinum í Nice á Côte d´Azur að rafvæða alla starfsemi hans með 4 milljóna evra fjárstuðningi frá Evrópusambandinu. Er verkefnið liður í loftslagsstefnu sambandsins. Allar flugvélar í stæði eiga að fá aðgang að raforku sem unnin er með endurnýjanlegum hætti. Settar verða upp um 70 tengistöðvar í þessu skyni. Á …

Nýja-Sjáland var á meðal þeirra ríkja sem fylgdu hörðustu lokunarstefnunni á meðan Covid-19 geisaði. Nú vilja stjórnvöld þar blása meira lífi í ferðaþjónustu á landinu og helst utan vinsælasta tímans sem er nýsjálenska sumarið - frá desemberbyrjun til febrúarloka, þegar dagarnir eru langir og sólríkir og nætur mildar.  Ferðaþjónusta er einn helsti atvinnuvegur Nýja Sjálands …

Talsmenn þýsku sambandsstjórnarinnar staðfestu í dag að hún væri að leita lausnar á viðskiptadeilu Evrópusambandsins og Kína. Það fæli væntanlega í sér að boðuð hækkun verndartolla um allt að 38,1 prósent nái fram að ganga. Það er ekki umhyggja fyrir kínverskum hagsmunum sem ræður afstöðu þýskra stjórnvalda heldur vilja þau vernda hagsmuni stórfyrirtækja í eigin …

Schiphol-flugvöllur við Amsterdam er meðal fjölförnustu flugvalla Evrópu og hefur umferðin um hann lengi verið umdeild meðal íbúa. Umfangi flugvallarins, hávaða frá honum og mengun, hefur ítrekað verið mótmælt og brugðist hefur verið við með því að setja takmarkanir á þjónustutíma og fjölda véla sem um hann fara. Schiphol er þó og verður áfram ein …

Verulega hefur dregið úr magni ósoneyðandi gastegunda í andrúmsloftinu og þykir núna nokkuð ljóst, samkvæmt nýrri rannsókn, að hið alþjóðlega átak um að bjarga ósonlaginu hafi tekist framar vonum.  Margir sem komnir eru á miðjan aldur muna eftir brúnaþungum sjónvarpsfréttamönnum segja frá válegum tíðindum af ósonlaginu á níunda og tíunda áratugnum, inni á milli lagstúfa …

Á meðan franskir og spænskir bílaframleiðendur þrýstu á um að Evrópusambandið brygðist hart við meintum óðeðlilega miklum ríkisstuðningi Kínverja við rafbílaframleiðslu sína og hækkuðu verndartolla vöruðu þýskir keppinautar þeirra við því að slegið gæti í bakseglin: Gríðarlega mikilvægur markaður í Kína gæti lokast að verulegu leyti. Um þriðjungur af sölutekjum Mercedes Benz, BMW og Volkswagen …

Óhætt er að segja að það kosti Hlyn Guðjónsson, sendiherra Íslands í Ottawa, mikil ferðalög að sinna íslenskum hagsmunum í Kanada, sem er næst víðfeðmasta land heimsins. Sendiráð Íslands er hinsvegar lítið, starfsmenn aðeins þrír - Hlynur og tveir staðarráðnir. Nýlega var Hlynur staddur í Halifax, höfuðborg Nova Scotia. Það tekur um tvo tíma að …