Samfélagsmiðlar

Opnar nýja möguleika í flugi Icelandair

Sömu flugmenn gætu flogið þotum Icelandair út til Boston og heim aftur í stað þess að dvelja úti eina nótt samkvæmt nýja kjarasamningnum. Þessi aukna nýting hefur einnig áhrif á möguleika félagsins varðandi flug til austur- og suðurhluta Evrópu.

Frá Boston.

Boston er ein af þeim borgum sem Icelandair flýgur oftast til. Flugferðin tekur á bilinu fimm til fimm og hálfan klukkustund og við komuna til Boston þá hefur sá háttur ávallt verið hafður á að ný áhöfn tekur við þotunni. Sú sem er nýkomin heldur til hvíldar inn í borginni en flýgur svo farþegum félagsins til Íslands daginn eftir.

Sá kjarasamningur sem Félag íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair samsteypan undirrituðu í gær felur aftur á móti í sér að nú geta sömu flugmenn flogið þotunum báðar leiðir innan dagsins. Þeir fá þá hvíldina í staðinn á Íslandi samkvæmt heimildum Túrista.

Til að þetta gangi upp þurfa þoturnar að leggja í hann frá Keflavíkurflugvelli að morgni dags og koma tilbaka fyrir dagslok. Núna er bróðurpartur allra brottfara Icelandair til Bandaríkjanna og Kanada seinnipartinn og nýtt samkomulag um þessa bættu nýtingu flugmanna hefði ekki áhrif á þær ferðir.

Flug til New York og Toronto tekur um sex tíma og er því líklega of langt fyrir þetta fyrirkomulag. Aftur á móti gætu flugmenn Icelandair flogið til Montreal í Kanada og jafnvel fleiri borga á austurströnd Norður-Ameríku innan nýja tímarammans verði hann samþykktur af félagsmönnum FÍA. Á sama hátt gerir nýi samningurinn fyrir því að hvíldartími flugmanna eftir flug til vesturstrandar Bandaríkjanna styttist úr tveimur dögum í einn.

Ef flugmenn samþykkja þessar breytingar þá mun það jafnframt hafa áhrif á Evrópuflug Icelandair því þá getur félagið á sótt lengra í austurs. Þannig verður mögulegt að fljúga til borga eins og Moskvu og Rómar án þess að flugmenn dvelji ytra. Þar með sparast hótelkostnaður og dagpeningar en á sama tíma getur félagið stillt af tíðni ferða mun betur en áður. Þessi breyting gerir sólarlandaflug, til að mynda til Las Palmas og Tenerife, hagkvæmari valkost fyrir Icelandair þar sem flugmenn fljúga þotunum fram og tilbaka innan dagsins.

Flugfélagið hafði uppi áform um stóraukið flug þangað við fall WOW en ekkert varð af þeim áformum. Aukið sólarlandaflug yfir vetrarmánuðina myndi aftur á móti draga aðeins úr hinni miklu árstíðasveiflu sem er í rekstri Icelandair.

Þess ber þó að geta að Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands hafa ekki náð saman um nýjan kjarasamning en gera má ráð fyrir að flugfélagið gerir kröfu um sambærilegar breytingar á hvíldarákvæðum flugfreyja og flugþjóna.

 

 

Nýtt efni

Um 90% af öllum úrgangi sem fellur til á Íslandi, bæði frá heimilum og rekstri, ratar í einhvers konar endurvinnslu eða endurnýtingu. Þetta sýna nýjar úrgangstölur frá Umhverfisstofnun, fyrir árið 2022.  Það er fróðlegt að rýna í þessar tölur og fá þar með yfirsýn yfir neyslu Íslendinga, en Íslendingar eru á meðal mestu neysluþjóða í heimi. Magn …

Kínverjar eru leiðandi í smíði rafbíla, sem taldir eru mikilvægir vegna nauðsynlegra orkuskipta í samgöngum. Hinsvegar er Kína enn mjög háð brennslu kola, nærri 60% rafmagns í landinu er framleitt með kolum og það er enn verið að auka kolanám í landinu. Auk þess sem flutt er inn mikið af olíu og gasi. Jafnhliða er …

Það vour 1.299 bílar skráðir nýir á götuna hér á landi fyrstu þrjár vikurnar í júní og þar af 986 á vegum bílaleiga. Það jafngildir því að 24 prósent nýrra ökutækja fór til einstaklinga en á sama tíma í fyrra var hlutfallið 38 prósent samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins sem ná til 23. júní. Þessar fyrstu þrjár …

Það voru þrjú norræn alþjóðaflugfélög sem hófu flugrekstur í Covid-faraldrinum. Hér á landi var það Play en Flyr og Norse í Noregi. Öll þrjú leigðu árið 2021 þotur á lægra verði en áður hafði þekkst og efndu til hlutafjárútboða meðal fagfjárfesta og almennings. Í byrjun síðasta árs varð Flyr gjaldþrota en rekstur þess byggði á …

Ein árangursríkasta loftslagsaðgerð síðari ára á Íslandi er líklega sú að banna urðun lífræns úrgangs. Þetta bann tók gildi í upphafi árs 2023 og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Smám saman hafa jákvæðar tölur verið að berast, sem gefa tilefni til bjartsýni. Það er semsagt hægt að ná árangri í loftslagsmálum, þótt margir …

Barselóna er ein vinsælasta ferðamannaborg Evrópu en óþol íbúa vegna ágangsins hefur farið vaxandi á síðustu árum - ekki síst vegna húsnæðisvanda ungs fólks sem ekki getur keppt við ferðaþjónustuna í leiguverði. Fyrri borgaryfirvöld hættu útgáfu nýrra leyfa til útleigu og lokað mörgum ferðamannaíbúðum en nú eru í farvatninu enn meiri breytingar. Airbnb og öðrum …

Í Svíþjóð kalla sumarsólstöður, eða Midsommar, á mikil hátíðarhöld þar sem síld og snaps hafa lengstum verið í aðalhlutverki. Sölutölur sænskra kaupmanna sýna þó að vinsældir síldarinnar dala ár frá ári og nú er svo komið að salan hefur helmingast frá árinu 2008. Frá þessu greinir Sænska ríkisútvarpið. Skýringin á þessari þróun liggur í bragðlaukum …

Ferðahópur á Þingvöllum

Alþingi hefur samþykkt tillögu til þingsályktunar, sem ferðamálaráðherra lagði fram í apríl, um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030. Öðlast þingsályktunin þegar gildi en mótun stefnunar var sett á ís þegar Covid-faraldurinn hófst en þráðurinn var tekinn upp að nýju í fyrra. Þá skipaði ráðherra ferðamála, Lilja Alfreðsdóttir, sjö starfshópa til að fara í verkið og komu meira …