Samfélagsmiðlar

Ríflega tvöfalt fleiri gistinætur í júní

Hagstofan hefur sent frá sér bráðabirgðaútreikninga á fjölda gistinótta á hótelum landsins í nýliðnum júní.

Fyrir utan Hótel KEA.

Um miðjan síðasta mánuð jókst flugumferð til og frá landinum töluvert eftir að landamæri víða í Evrópu opnuðust á ný. Þar með fjölgaði ferðafólki hér á landi landi líkt og nýjar bráðabirgðatölur Hagstofunnar eru til marks um.

Þær sýna að gistinætur á hótelum hafi verið um níutíu þúsund í júní. Til samanburðar voru þær um 37 þúsund í maí. Samdrátturinn nemur engu að síður 79 prósentum frá sama tíma í fyrra.

Hafa ber í huga að þessir bráðabirgðaútreikningar Hagstofunnar byggja aðeins á gistináttaskýrslum þeirra hótela sem skila þessum mánaðarlegu tölum fyrsta allra. Það er um fimmtungur hótela.

Helsta ástæða þess að Hagstofan gefur nú út þessa bráðabirgðaútreikninga í fyrsta sinn er sú mikla breyting sem hefur átt sér stað í ferðaþjónustunni. Hún ýti undir þörfina fyrir tímanlegar hagtölur fyrir greinina eins og segir í frétt á vef Hagstofunnar.

Nýtt efni

Ekki verður sagt að fulltrúar í nefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings hafi farið mjúkum höndum um Dave Calhoun, forstjóra Boeing, þegar hann kom fyrir nefndina í gær til að svara fyrir alvarlega öryggisbresti í flugvélum sem fyrirtækið smíðaði. Forstjórinn bað aðstandendur allra sem fórust með tveimur 737 MAX-vélum félagsins afsökunar um leið og hann sagðist axla ábyrgð …

Þegar stjórnendur Easyjet ákváðu að hefja flug til Keflavíkurflugvallar árið 2012 gerðu þeir aðeins ráð fyrir áætlunarflugi hingað yfir sumarmánuðina frá London. Viðtökurnar voru hins vegar það góðar að þeir bættu strax við vetrarflugi. Segja má að sú viðbót hafi valdið straumhvörfum í íslenskri ferðaþjónustu því í kjölfarið komu hingað miklu fleiri breskir ferðamenn yfir …

Stærsti bílaframleiðandi heims lætur ekki haggast þó hann hafi mætt nokkru andstreymi að undanförnu. Hluthafafundur Toyota endurnýjaði traust sitt á 10 manna stjórn fyrirtækisins í dag, þar á meðal á formanninum, Akio Toyoda, sem verið hefur í forystusveit fjölskyldufyrirtækisins frá aldamótum. Hann vék úr starfi forstjóra fyrir rúmu ári og varð stjórnarformaður. Nú hefur þessi …

Hér á landi hefur fjöldi erlendra vegabréfa við vopnaleitina á Keflavíkurflugvelli verið helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustunni. Á hinum Norðurlöndunum er ekki hægt að stunda svona talningu á flugvöllum enda margir sem koma landleiðina. Gistinætur útlendinga eru því aðalmælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustunni hjá frændum okkar og samtals voru þær 15,3 milljónir …

Búist er við að 38 prósenta hækkun tolla á innflutta rafbíla frá Kína hægi á sókn framleiðenda þar inn á Evrópumarkað. Hins vegar verður það aðeins tímabundið. Kínverskir framleiðendur hafa þegar náð sterkri stöðu í tæknimálum og getu til að framleiða á hagkvæman hátt - þeir ráða yfir allri aðfangakeðju framleiðslu sinnar. Að auki munu …

Fyrstu helgina í júní stefndi í verkfall flugmanna Norwegian í Noregi en samningar tókust á elleftu stundu. Flugfélagið hafði áður samið við danska og spænska flugmenn en þeir norsku kröfðust hlutfallslega meiri hækkunar og vísuðu til þess að laun þeirra stæðust ekki samanburð við starfsbræður sína í Evrópu vegna þess hve veik norska krónan er. …

„Það umfangsmikið verkefni að opna nýja álmu við flugstöð. Byggingin þarf að uppfylla fjölmargar kröfur yfirvalda , m.a. um innréttingar, eldvarnir, umhverfiskröfur og vinnuaðstæður. Það þarf líka að setja upp flókinn tækjabúnað, sem þarnast sérhæfðrar þekkingar og margra stunda þjálfun ef hann á að skila sínu hlutverki. Það gildir um nýjan öryggisbúnað flugvallarins," segir í …