Samfélagsmiðlar

Opna á umræðu um þjóðnýtingu Norwegian

Fyrir rúmum tveimur árum seldi norska ríkisstjórnin hlut sinn í SAS en nú gæti styst í að hið opinbera blandi sér á ný í flugrekstur.

Þessa dagana mæta forráðamenn norskra flugfélaga reglulega til fundar við Iselin Nybø, viðskiptaráðherra Noregs. Þangað komu til að mynda stjórnendur SAS og Norwegian í síðustu viku í tengslum við ósk þeirra um að norska ríkið bæti flugrekendum helming þess tjóns sem heimsfaraldurinn hefur valdið. Sú upphæð samsvarar rúmlega tvö hundrað milljörðum króna.

Umræðan um Norwegian snýr þó ekki aðeins að þessum mögulegu bótum því Jacob Schram, forstjóri, hefur viðurkennt að félagið komist að óbreyttu ekki í gegnum veturinn.

Schram hefur því kallað eftir einhverskonar aðkomu ríkisins. Og undir þessa beiðni tekur þingmaðurinn Jon Gunnes, samflokksmaður Nybø viðskiptaráðherra og talsmaður Venstre í samgöngumálum.

Í viðtali við TV2 í Noregi viðrar Gunnes þá hugmynd að norska ríkið veiti Norwegian auknar lánaábyrgðir eða setji jafnvel inn hlutafé. Hann sér þó ekki fyrir sér að hið opinbera verði meðeigandi í Norwegian í lengri tíma en núna eru rúm tvö ár síðan Norðmenn seldu hlut sinn í SAS.

Gunnes er ekki eini þingmaðurinn á Stórþinginu sem vill skoða frekari stuðning við Norwegian. Þannig funduðu þrír þingmanna Framfaraflokksins með stjórnendum flugfélagsins fyrir helgi.

Talmaður Kristilega flokksins í samgöngumálum segir svo í samtali við TV2 að hann útiloki ekki neitt þegar hann spurður um mögulega aðkomu norska ríkisins að Norwegian.

Nú morgun gaf breski bankinn HSBC út nýtt mat á gengi hlutabréfa í Norwegian. Sérfræðingar bankans telja hvern hlut aðeins virði 25 norska aura en gengið var rétt um 90 aurar í lok gærdagsins. Gengið var aftur á móti ein norsk króna á hlut í hlutafjárútboði félagsins í sumarbyrjun.

Nýtt efni

Kynnisferðir, sem starfa undir vörumerkinu Icelandia, hafa gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Dive.is. Fyrir áttu Kynnisferðir 51% hlut í félaginu á móti Tobias Klose. Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að bjóða upp á námskeið í köfun. Félagið leggur mikið uppúr upplifun viðskiptavina enda er það í efsta …

„Ég myndi halda að við værum stærsta flugfélagið fyrir þá sem eru að fljúga frá Íslandi," sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, á kynningarfundi hlutafjárútboðs félagsins, á þriðjudaginn. Máli sínu til stuðnings sýndi hinn nýi forstjóri og fyrrum stjórnarformaður flugfélagsins glæru þar sem sjá mátti hvernig hlutdeild Play á heimamarkaði hefur aukist og farið upp …

Árið 2018 kynnti netverslunin Amazon nýjung á bandarískum smásölumarkaði: Amazon Just Walk Out-Stores. Verslunin var kynnt sem mikil bylting og í rauninni væri lausn Amazon framtíðarlausn fyrir aðrar smásöluverslanir. Maður skannaði símann sinn þegar gengið var inn í Just Walk Out-verslun Amazon, valdi þær vörur sem maður girntist, setti þær í innkaupakörfu og síðan gat …

MYND: ÓJ

Fyrir heimsfaraldur voru flugsamgöngur milli Íslands og Ítalíu litlar, takmörkuðust lengst af við sumarferðir til Mílanó. Á þessu hefur orðið mikil breyting því nú er hægt að fljúga héðan allt árið til Rómar og Mílanó og á sumrin eykst úrvalið enn frekar.  Ítölsku ferðafólki hefur fjölgað verulega í takt við þessar auknu samgöngur og var …

Sala á hreinum rafbílum frá þýska bílaframleiðandanum BMW jókst um 41 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Með söluaukningunni er vægi rafbíla hjá BMW, sem einnig framleiðir Mini, komið upp í 20 prósent hjá þýska framleiðandnum en hlufallið var 15 prósent fyrir ári síðan samkvæmt frétt Bloomberg. Á sama tíma hefur orðið samdráttur í sölu á …

Kínverski bílaframleiðandinn Chery virðist vera að ná samningum um að eignast fyrstu verksmiðju sína í Evrópu, nánar tiltekið í katalónska höfuðstaðnum Barselóna á Spáni. Um er að ræða verksmiðju sem Nissan lokaði árið 2021 og er markmið yfirvalda á Spáni og héraðsstjórnarinnar í Katalóníu að endurheimta þau 1.600 störf sem þá glötuðust. Nú hefur katalónski …

Sjö af þeim níu þotum sem voru í flota Wow air undir það síðasta voru í eigu flugvélaleigunnar Air Lease Corporation (ALC). Ein þeirra var kyrrsett á Keflavíkurflugvelli í kjölfar gjaldþrots flugfélagsins þann 28. mars árið 2019 en í takt við samkomulag Wow Air og Isavia var ávallt ein þota félagsins eftir á Keflavíkurflugvelli sem …

Það styttist í að Strætó geti boðið farþegum upp á að greiða með bankakortum á snertilausan hátt í vögnum sínum. „Loksins!“ segja vafalaust margir óreglulegir notendur þjónustunnar, sem hafa pirrað sig á því hversu flókið og fráhrindandi greiðslukerfi Strætó er - að þurfa að hlaða niður Klapp-appinu (smáforriti), kaupa sérstaka passa með fyrirframgreiddum fargjöldum og …