Samfélagsmiðlar

Þau bandarísku með Íslandsflug á dagskrá næsta sumar

Ennþá setja stærstu flugfélög Bandaríkjanna stefnuna á Ísland næsta sumar.

Þota United Airlines við Leifsstöð.

American Airlines ætlar að senda nýjustu Airbus þoturnar sínar til Íslands á næstu sumarvertíð á meðan Delta sér fram á að fljúga farþegum sínum hingað á breiðþotum. Hjá United verður Íslandsflugið með hefðbundnum hætti eins og staðan er í dag.

Þessi þrjú umsvifamestu flugfélög Bandaríkjanna eru öll með Íslandsferðir á boðstólum næsta sumar. Og að þessu sinni verða tvö, en ekki öll þrjú, í beinni samkeppni við Icelandair.

Ástæðan er sú að íslenska félagið hefur sagt skilið við áætlunarferðir frá Philadelphia. Þangað fór Icelandair jómfrúarferð sína sumarið 2017 og hélt uppteknum hætti vertíðarnar tvær þar á eftir.

Þá var Icelandair eina flugfélagið með ferðir til Keflavíkurflugvallar frá Philadelphia. Síðastliðið sumar var svo ætlun stjórnenda American Airlines að flytja Íslandsflug sitt þangað frá Dallas. Þar með hefði Icelandair fengið samkeppi í borginni en vegna Covid-19 var allt blásið af.

American Airlines heldur þó enn í fyrri áform sín og gerir ráð fyrir sinni fyrstu ferð hingað frá Philadelphia strax í byrjun júní. Áætlunin nær fram í september og í boði verða daglegar ferðir á nýjum Airbus A321neo þotum sem taka 196 farþega í sæti.

Snúa til Íslands á ný en þó aðeins frá New York

Fá erlend flugfélög hafa sinnt áætlunarferðum til Íslands af eins miklum krafti og Delta flugfélagið hefur gert. Á tímabili flugu þotur félagsins hingað frá JFK flugvelli í New York allt árið um kring og einnig frá Minneapolis yfir sumarmánuðina.

Næsta sumar takmarkast útgerðin hins vegar við fimm áætlunarferðir í viku frá New York og verða Boeing 767 breiðþotur nýttar í flugið. Þær taka 226 farþega og þar af eru 26 beddar á fyrsta farrými fyrir þá sem vilja sofa almennilega. Fyrsta ferð Delta næsta sumar er á dagskrá í byrjun maí og sú síðasta í september.

Líka í samkeppni á Newark

Delta verður þó ekki eitt um sætaferðir frá JFK í New York til Íslands næsta sumar því áætlun Icelandair gerir ráð fyrir allt að tíu brottförum þaðan í viku hverri. Og íslenska félagið lætur það ekki nægja því þotur félagsins munu einnig fljúga daglega til Newark sem er líka skammt frá Manhattan.

Á þeim flugvelli er United Airlines það umsvifamesta og verður Ísland sem fyrr einn af sumaráfangastöðum félagsins. Boeing 757-200 þotur munu ferja farþega United til Íslands en þær taka aðeins 169 farþega. Fyrsta ferð er á dagskrá í byrjun júní.

Líkt og lesa má í nýrri samantekt Túrista þá er útlit fyrir að hingað komi aðeins um 650 þúsund erlendir ferðamenn ef farþegaspá Icelandair rætist á næsta ári.

Nýtt efni

Notkun á sjálfbæru eldsneyti er besta leiðin til að draga hratt úr losun frá flugsamgöngum, segir Willie Walsh, framkvæmdastjóra Alþjóðasambands flugfélaga, IATA. Hann ræddi mikilvægi þess að minnka losun í ávarpi sínu á flugmálaráðstefnu Changi í Singapúr í vikunni.  Willie Walsh undirstrikaði í ávarpi sínu að flugheimurinn stefndi staðfastlega að kolefnishlutleysi árið 2050: „Við megum …

Vesturland er í útjaðri meginstraums erlendra ferðamanna sem koma til Íslands. Flestir eru þeir á Suðvesturlandi, fara Gullna hringinn og meðfram suðurströndinni - en auðvitað aka margir þeirra eftir Hringveginum í gegnum Borgarfjörð eða halda upp á Snæfellsnes - og áfram sem leið liggur til Vestfjarða með ýmsum útúrdúrum. Við ætlum sem sagt ekki að …

Gott símasamband í höfuðborg Bretlands byggði lengi á hinum 177 metra háa BT Tower sem kenndur var við eigandann, British Telecom. Turninn varð hæsta mannvirkið í London þegar hann var reistur af símafyrirtækinu árið 1964. Það var ekki fyrr en 16 árum síðar að annað mannvirki í London fór upp fyrir þetta símamastur sem einnig …

Velta í ferðaþjónustu í nóvember og desember í fyrra var nærri óbreytt miðað við sama tíma árið 2022 eða rúmlega 121 milljarður króna. Ef veltan hefði verið í takt við verðbólgu og fjölgun gistinátta ferðamanna þá hefði hún verið um 13 milljörðum kr. hærri. Af undirgreinum ferðaþjónustunnar þá var veitingareksturinn sá eini sem hélt í …

Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Bain Capital Credit varð langstærsti hluthafinn í Icelandair í júní 2021 og á nú 17,2 prósenta hlut. Sjóðurinn hefur fjárfest fyrir 10,4 milljarða króna í flugfélaginu en fengi rétt 7,5 milljarða fyrir hlutinn í dag. Mismunurinn nemur nærri 3 milljörðum króna en gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um 18 prósent frá því …

Tölur sem Kóperníkus, lofthjúpsvöktunaþjónusta Evrópusambandsins, og ítölsku umhverfisverndarsamtökin Legambiente kynntu nýlega sýna að í Mílanó mælist svifryk og önnur loftmengun áfram hvað mest í allri Evrópu. Nú er loks rætt um það af yfirvöldum í Mílanó og nærliggjandi borgum og bæjum á Langabarðalandi að grípa einhverra aðgerða - eins og að takmarka notkun á mest …

Þátttaka hins opinbera í rafbílakaupum landsmanna er nú með breyttu sniði. Í stað skattaafsláttar upp á 1,3 milljónir króna, sem dreginn var frá söluverði nýrra rafbíla, þá verða kaupendur bílanna að greiða fullt verð í umboðinu og sækja svo um 900 þúsund króna styrk hjá Orkustofnun í framhaldinu. Þessi breyting var gerð um síðustu áramóti …

Sá sem kaupir ódýrasta fargjaldið hjá Icelandair, Economy Light, þarf að borga aukalega fyrir innritaðan farangur. Áður var töskugjaldið 5.280 krónur en nú þarf að borga allt að 6.600 krónur undir farangurinn aðra leið. Hækkunin nemur 25 prósentum og svo mikil eru hún líka ef innrita á skíði. Flutningur á þeim kostar núna allt að …